Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2016 14:39 Allir stjórnarmenn Rithöfundasambandsins fengu listamannalaun í heilt ár. vísir Allir í stjórn Rithöfundasambands Íslands, að frátöldum varamönnum og framkvæmdastjóra, fengu úthlutuð 12 mánaða listamannalaun á dögunum. Ákvörðunin um úthlutunina er í höndum þriggja manna nefndar sem stjórn Rithöfundarsambandsins velur sjálf. Formaður sambandsins segir að faglega hafi verið staðið að skipun úthlutunarnefndarinnar en að ekkert fyrirkomulag sé hafið yfir gagnrýni. Eins og Vísir greindi frá var tilkynnt á dögunum hverjir myndu hljóta listamannalaun fyrir árið 2016. Athygli vekur að fimm þeirra sem hlutu full 12 mánaða listamannalaun sitja í stjórn Rithöfundasambands Íslands; þau Jón Kalman Stefánsson, Andri Snær Magnason, Hallgrímur Helgason, Vilborg Davíðsdóttir sem og formaður sambandsins Kristín Helga Gunnarsdóttir. Vilborg hlaut að auki ferðastyrk sem nemur mánaðarlaunum en Vilborg skrifaði nýverið mikla varnarræðu og svaraði völdum netverjum sem hafa atyrt listamenn og launin sem slík. Stjórn sambandsins hafði veg og vanda af tilnefningu þeirra þriggja sem skipuðu Úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda; Brynja Baldursdóttir formaður, Auður Aðalsteinsdóttir og Davíð Kjartan Gestsson. Sjá einnig: Þau hlutu listamannalaun árið 2016Formaðurinn Kristín Helga segir að skipun nefndarinnar sé á fullkomlega faglegum grunni og að stjórn Rithöfundasambandsins hafi engin afskipti eða aðkomu að starfi nefndarinnar.Kristín Helga Gunnarsdóttir er formaður Rithöfundarsambands Íslands.vísir/stefán„Það er reynt að leggja til fólk sem allt starfar í bókmenntum, er menntað í sínu fagi, hefur mikla yfirsýn yfir sviðið og er hafið yfir gagnrýni,“ segir Kristín. „Það er enginn í stjórninni sem er neitt kunnugur því fólki sem situr í nefndinni. Þetta eru allt faglegar ákvarðanir sem búa þarna að baki.“ Hún segir að þrátt fyrir að ekkert kerfi sé hafið yfir gagnrýni þá sé núverandi fyrirkomulag þeim kostum gætt að fólk í faginu komi að skipun nefndarinnar – en ekki stjórnmálamenn.Verkferlar alltaf í endurskoðun „Það eina sem við reynum að hafa að leiðarljósi er að leggja til fólk sem hefur sérþekkingu á okkar fagi. Lykillinn að því að hafa þetta sem gagnsæjast og faglegast er að þessi nefnd hreinsast og endurnýjar sig á þriggja ára fresti en árlega kemur nýr meðlimur inn í nefndina,“ segir Kristín. „Sjálfsagt má bæta þessa verkferla enn meir og það er alltaf í endurskoðun. Við munum gera það nú sem fyrr því alltaf má gera betur og ekkert kerfi er fullkomið.” Hún segir þá sem skipa stjórn Rithöfundasambandsins alla vera starfandi rithöfunda og að félagið leitist við að hún sé skipuð „rithöfundum í fremstu röð.“ Hún óttast að ef stjórnarseta í sambandinu myndi útiloka möguleika þessara rithöfunda á að hljóta listamannalaun væri ógerningur að fylla stjórnarsætin. Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, segir að sambærilegt fyrirkomulag sé viðhaft við úthlutun úr öðrum launasjóðum listamanna. Tillögur að skipun úthlutunarnefnda sé í höndum fagsambanda. Tengdar fréttir Segir rithöfunda mega sitja undir aurmokstri vegna listamannalauna Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur svarar netverjum sem gagnrýnt hafa listmannalaun. 8. janúar 2016 16:19 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Allir í stjórn Rithöfundasambands Íslands, að frátöldum varamönnum og framkvæmdastjóra, fengu úthlutuð 12 mánaða listamannalaun á dögunum. Ákvörðunin um úthlutunina er í höndum þriggja manna nefndar sem stjórn Rithöfundarsambandsins velur sjálf. Formaður sambandsins segir að faglega hafi verið staðið að skipun úthlutunarnefndarinnar en að ekkert fyrirkomulag sé hafið yfir gagnrýni. Eins og Vísir greindi frá var tilkynnt á dögunum hverjir myndu hljóta listamannalaun fyrir árið 2016. Athygli vekur að fimm þeirra sem hlutu full 12 mánaða listamannalaun sitja í stjórn Rithöfundasambands Íslands; þau Jón Kalman Stefánsson, Andri Snær Magnason, Hallgrímur Helgason, Vilborg Davíðsdóttir sem og formaður sambandsins Kristín Helga Gunnarsdóttir. Vilborg hlaut að auki ferðastyrk sem nemur mánaðarlaunum en Vilborg skrifaði nýverið mikla varnarræðu og svaraði völdum netverjum sem hafa atyrt listamenn og launin sem slík. Stjórn sambandsins hafði veg og vanda af tilnefningu þeirra þriggja sem skipuðu Úthlutunarnefnd Launasjóðs rithöfunda; Brynja Baldursdóttir formaður, Auður Aðalsteinsdóttir og Davíð Kjartan Gestsson. Sjá einnig: Þau hlutu listamannalaun árið 2016Formaðurinn Kristín Helga segir að skipun nefndarinnar sé á fullkomlega faglegum grunni og að stjórn Rithöfundasambandsins hafi engin afskipti eða aðkomu að starfi nefndarinnar.Kristín Helga Gunnarsdóttir er formaður Rithöfundarsambands Íslands.vísir/stefán„Það er reynt að leggja til fólk sem allt starfar í bókmenntum, er menntað í sínu fagi, hefur mikla yfirsýn yfir sviðið og er hafið yfir gagnrýni,“ segir Kristín. „Það er enginn í stjórninni sem er neitt kunnugur því fólki sem situr í nefndinni. Þetta eru allt faglegar ákvarðanir sem búa þarna að baki.“ Hún segir að þrátt fyrir að ekkert kerfi sé hafið yfir gagnrýni þá sé núverandi fyrirkomulag þeim kostum gætt að fólk í faginu komi að skipun nefndarinnar – en ekki stjórnmálamenn.Verkferlar alltaf í endurskoðun „Það eina sem við reynum að hafa að leiðarljósi er að leggja til fólk sem hefur sérþekkingu á okkar fagi. Lykillinn að því að hafa þetta sem gagnsæjast og faglegast er að þessi nefnd hreinsast og endurnýjar sig á þriggja ára fresti en árlega kemur nýr meðlimur inn í nefndina,“ segir Kristín. „Sjálfsagt má bæta þessa verkferla enn meir og það er alltaf í endurskoðun. Við munum gera það nú sem fyrr því alltaf má gera betur og ekkert kerfi er fullkomið.” Hún segir þá sem skipa stjórn Rithöfundasambandsins alla vera starfandi rithöfunda og að félagið leitist við að hún sé skipuð „rithöfundum í fremstu röð.“ Hún óttast að ef stjórnarseta í sambandinu myndi útiloka möguleika þessara rithöfunda á að hljóta listamannalaun væri ógerningur að fylla stjórnarsætin. Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, segir að sambærilegt fyrirkomulag sé viðhaft við úthlutun úr öðrum launasjóðum listamanna. Tillögur að skipun úthlutunarnefnda sé í höndum fagsambanda.
Tengdar fréttir Segir rithöfunda mega sitja undir aurmokstri vegna listamannalauna Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur svarar netverjum sem gagnrýnt hafa listmannalaun. 8. janúar 2016 16:19 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Segir rithöfunda mega sitja undir aurmokstri vegna listamannalauna Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur svarar netverjum sem gagnrýnt hafa listmannalaun. 8. janúar 2016 16:19
Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33
Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38