Tugir þúsunda þegar náð í smitrakningaforritið Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2020 11:55 Skjáskot úr smitrakningaforriti landlæknis. Fleiri en tuttugu þúsund manns höfðu náð í smitrakningasmáforrit landlæknis á Android-símum á miðnætti. Tölur fyrir Apple-síma liggja enn ekki fyrir. Til stendur að senda smáskilaboð í alla síma á Íslandi með beinum hlekk á forritið. Snjallforritið var þróað á methraða til að hjálpa heilbrigðisyfirvöld að rekja smit kórónuveiru í samfélaginu. Það var gert aðgengilegt í forritaverslunum stóru tæknifyrirtækjanna Google og Apple í gær. Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri hjá embætti landlæknis, staðfestir að ríflega 23.000 manns hafi sótt forritið í Playstore Google á miðnætti. Lengur taki að fá tölfræði úr Appstore Apple en stefnt sé að því að hafa tölur tiltækar fyrir daglegan upplýsingafund almannavarna klukkan 14:00. Hann segist ekki hafa í höndunum hlutfall Android og Apple síma á Íslandi en skýtur á að samanlagt gætu 30-40.000 manns hafa sótt forritið nú þegar. Smitrakningateymi hafa enn ekki notað gögn úr forritinu. Gera forritið aðgengilegt alls staðar og senda skilaboð í alla síma Starfsmenn landlæknis vinna nú að því að leysa úr ýmsum göllum sem hafa komið upp. Ingi Steinar segir að fjöldi ábendinga hafi borist embættinu eftir að forritið fór í loftið í gær. Ætlunin er að uppfæra forritið á morgun. Á meðal þess sem væntanlegir notendur hafa rekið sig á eru smávægilegir gallar sem tengjast stillingum síma þeirra. Þannig hefur staðfestingarhnappur ýst út af skjánum hjá þeim sem eru með stillt á stærstu gerð leturs á Apple-símum. Þeir sem eru með síma sína skráða erlendis af ýmsum ástæðum hafa ekki getað fundið forritið í forritaversluninni þar sem það var aðeins gefið út fyrir Ísland. Ingi Steinar segir að nú hafi verið ákveðið að dreifa forritinu út um allan heim til að leysa það vandamál. Þá hefur borið á því í Playstore Google að leitarvél finni ekki forritið jafnvel þó að leitað sé að nafni þess staf fyrir staf. Ingi Steinar segir að það taki leitarvélina nokkra daga að koma forritinu inn í leitarniðurstöðurnar. Í millitíðinni sé hægt að finna forritið með því að setja gæsalappir utan um leitarorðið. Þá stendur til að senda smáskilaboð í alla síma á landinu með beinum hlekk á forritin, bæði fyrir Android-stýrikerfi og Ios-stýrikerfi Apple, líklega á morgun. Hægt er að nálgast smitrakningasmáforrit landlæknis hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Fleiri en tuttugu þúsund manns höfðu náð í smitrakningasmáforrit landlæknis á Android-símum á miðnætti. Tölur fyrir Apple-síma liggja enn ekki fyrir. Til stendur að senda smáskilaboð í alla síma á Íslandi með beinum hlekk á forritið. Snjallforritið var þróað á methraða til að hjálpa heilbrigðisyfirvöld að rekja smit kórónuveiru í samfélaginu. Það var gert aðgengilegt í forritaverslunum stóru tæknifyrirtækjanna Google og Apple í gær. Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri hjá embætti landlæknis, staðfestir að ríflega 23.000 manns hafi sótt forritið í Playstore Google á miðnætti. Lengur taki að fá tölfræði úr Appstore Apple en stefnt sé að því að hafa tölur tiltækar fyrir daglegan upplýsingafund almannavarna klukkan 14:00. Hann segist ekki hafa í höndunum hlutfall Android og Apple síma á Íslandi en skýtur á að samanlagt gætu 30-40.000 manns hafa sótt forritið nú þegar. Smitrakningateymi hafa enn ekki notað gögn úr forritinu. Gera forritið aðgengilegt alls staðar og senda skilaboð í alla síma Starfsmenn landlæknis vinna nú að því að leysa úr ýmsum göllum sem hafa komið upp. Ingi Steinar segir að fjöldi ábendinga hafi borist embættinu eftir að forritið fór í loftið í gær. Ætlunin er að uppfæra forritið á morgun. Á meðal þess sem væntanlegir notendur hafa rekið sig á eru smávægilegir gallar sem tengjast stillingum síma þeirra. Þannig hefur staðfestingarhnappur ýst út af skjánum hjá þeim sem eru með stillt á stærstu gerð leturs á Apple-símum. Þeir sem eru með síma sína skráða erlendis af ýmsum ástæðum hafa ekki getað fundið forritið í forritaversluninni þar sem það var aðeins gefið út fyrir Ísland. Ingi Steinar segir að nú hafi verið ákveðið að dreifa forritinu út um allan heim til að leysa það vandamál. Þá hefur borið á því í Playstore Google að leitarvél finni ekki forritið jafnvel þó að leitað sé að nafni þess staf fyrir staf. Ingi Steinar segir að það taki leitarvélina nokkra daga að koma forritinu inn í leitarniðurstöðurnar. Í millitíðinni sé hægt að finna forritið með því að setja gæsalappir utan um leitarorðið. Þá stendur til að senda smáskilaboð í alla síma á landinu með beinum hlekk á forritin, bæði fyrir Android-stýrikerfi og Ios-stýrikerfi Apple, líklega á morgun. Hægt er að nálgast smitrakningasmáforrit landlæknis hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira