Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás eftir að hafa farið offari við handtöku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. janúar 2020 18:45 Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi eftir að hafa farið offari við handtöku á síðasta ári. Lögmaður brotaþola hefur áhyggjur af því að vinnubrögð við handtökuna þyki eðlileg innan lögreglunnar. Brotaþoli var handtekinn í anddyrinu á veitingastaðnum Irishman Pub við Klapparstíg eftir að hafa átt í orðskiptum við tvo lögreglumenn. Í ákæru segir að annar þeirra, sem er ákærður í málinu, hafi farið offari við handtökuna. „Þarna er um að ræða ósköp venjulegan borgara sem ég hef starfað fyrir um árabil við rekstur sinna fyrirtækja. Hann tekur ákvörðun um að fara eitthvað kvöld út að skemmta sér og það endar á því að hann er handtekinn þarna fyrir utan, að ósekju," segir Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson, lögmaður brotaþola. Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson, lögmaður brotaþola. Lögregluþjónarnir hafa haldið því fram að maðurinn hafi verið dónalegur og vísað í brot gegn valdstjórn. Því hafi maðurinn, sem er 64 ára gamall, verið handtekinn. Í ákæru er rakið að lögreglumaður hafi slegið brotaþola í höfuð þegar hann var settur í lögreglubíl. Hann var sleginn með tveimur höggum í andlit, hné var þrýst að hálsi og höfði og handjárnaðar hendur hans voru ítrekað í þvingaðar sársaukastöðu, þar sem hann lá á gólfi lögreglubifreiðar á leiðinni á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Lögmaður mannsins segir að myndbandsupptökur úr lögreglubíl og í porti lögreglustöðvarinnar beri vitni um að maðurinn hafi ekki barist á móti. „Umbjóðandi minn segir á einum tímapunkti: „Ég er með lítið hjarta" og andvarpar síðan með örmagna hætti. Segir svo „Ég er að deyja." Það verður til þess að lögreglumaðurinn róar sig í nokkrar sekúndur en heldur svo áfram," segir Vilhjálmur. Maðurinn var handtekinn eftir orðskipti við lögreglumenn sem voru staddir við Irishman Pub á Klapparstíg. Í máli Heklu Lindar, sem fjallað var um í Kompás í gær, var talið að viðurkenndum aðferðum hafi verið beitt við handtöku. Þar lágu lögreglumenn með hné að herðablöðum hennar þar sem hún barðist um. Ekki voru til upptökur af handtökunni en lögreglumenn voru látnir sviðsetja hana við rannsókn málsins. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi. Í þessu máli gefur héraðssaksóknari út ákæru eftir að lögreglumennirnir sjálfir tilkynna meint brot mannsins gegn valdstjórn til embættisins. Ekki var gefin út slík ákæra. Eftir að upptökur voru skoðaðar og málið rannsakað var annar lögregluþjónninn hins vegar ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi. Aðalmeðferð verður í næstu viku. „Það er eins og að þeim finnist þetta svo eðlileg vinnubrögð að þeir senda þetta áfram. Og af því hefur maður áhyggjur," segir Vilhjálmur. Dómsmál Kompás Lögreglan Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi eftir að hafa farið offari við handtöku á síðasta ári. Lögmaður brotaþola hefur áhyggjur af því að vinnubrögð við handtökuna þyki eðlileg innan lögreglunnar. Brotaþoli var handtekinn í anddyrinu á veitingastaðnum Irishman Pub við Klapparstíg eftir að hafa átt í orðskiptum við tvo lögreglumenn. Í ákæru segir að annar þeirra, sem er ákærður í málinu, hafi farið offari við handtökuna. „Þarna er um að ræða ósköp venjulegan borgara sem ég hef starfað fyrir um árabil við rekstur sinna fyrirtækja. Hann tekur ákvörðun um að fara eitthvað kvöld út að skemmta sér og það endar á því að hann er handtekinn þarna fyrir utan, að ósekju," segir Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson, lögmaður brotaþola. Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson, lögmaður brotaþola. Lögregluþjónarnir hafa haldið því fram að maðurinn hafi verið dónalegur og vísað í brot gegn valdstjórn. Því hafi maðurinn, sem er 64 ára gamall, verið handtekinn. Í ákæru er rakið að lögreglumaður hafi slegið brotaþola í höfuð þegar hann var settur í lögreglubíl. Hann var sleginn með tveimur höggum í andlit, hné var þrýst að hálsi og höfði og handjárnaðar hendur hans voru ítrekað í þvingaðar sársaukastöðu, þar sem hann lá á gólfi lögreglubifreiðar á leiðinni á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Lögmaður mannsins segir að myndbandsupptökur úr lögreglubíl og í porti lögreglustöðvarinnar beri vitni um að maðurinn hafi ekki barist á móti. „Umbjóðandi minn segir á einum tímapunkti: „Ég er með lítið hjarta" og andvarpar síðan með örmagna hætti. Segir svo „Ég er að deyja." Það verður til þess að lögreglumaðurinn róar sig í nokkrar sekúndur en heldur svo áfram," segir Vilhjálmur. Maðurinn var handtekinn eftir orðskipti við lögreglumenn sem voru staddir við Irishman Pub á Klapparstíg. Í máli Heklu Lindar, sem fjallað var um í Kompás í gær, var talið að viðurkenndum aðferðum hafi verið beitt við handtöku. Þar lágu lögreglumenn með hné að herðablöðum hennar þar sem hún barðist um. Ekki voru til upptökur af handtökunni en lögreglumenn voru látnir sviðsetja hana við rannsókn málsins. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi. Í þessu máli gefur héraðssaksóknari út ákæru eftir að lögreglumennirnir sjálfir tilkynna meint brot mannsins gegn valdstjórn til embættisins. Ekki var gefin út slík ákæra. Eftir að upptökur voru skoðaðar og málið rannsakað var annar lögregluþjónninn hins vegar ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi. Aðalmeðferð verður í næstu viku. „Það er eins og að þeim finnist þetta svo eðlileg vinnubrögð að þeir senda þetta áfram. Og af því hefur maður áhyggjur," segir Vilhjálmur.
Dómsmál Kompás Lögreglan Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira