Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás eftir að hafa farið offari við handtöku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. janúar 2020 18:45 Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi eftir að hafa farið offari við handtöku á síðasta ári. Lögmaður brotaþola hefur áhyggjur af því að vinnubrögð við handtökuna þyki eðlileg innan lögreglunnar. Brotaþoli var handtekinn í anddyrinu á veitingastaðnum Irishman Pub við Klapparstíg eftir að hafa átt í orðskiptum við tvo lögreglumenn. Í ákæru segir að annar þeirra, sem er ákærður í málinu, hafi farið offari við handtökuna. „Þarna er um að ræða ósköp venjulegan borgara sem ég hef starfað fyrir um árabil við rekstur sinna fyrirtækja. Hann tekur ákvörðun um að fara eitthvað kvöld út að skemmta sér og það endar á því að hann er handtekinn þarna fyrir utan, að ósekju," segir Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson, lögmaður brotaþola. Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson, lögmaður brotaþola. Lögregluþjónarnir hafa haldið því fram að maðurinn hafi verið dónalegur og vísað í brot gegn valdstjórn. Því hafi maðurinn, sem er 64 ára gamall, verið handtekinn. Í ákæru er rakið að lögreglumaður hafi slegið brotaþola í höfuð þegar hann var settur í lögreglubíl. Hann var sleginn með tveimur höggum í andlit, hné var þrýst að hálsi og höfði og handjárnaðar hendur hans voru ítrekað í þvingaðar sársaukastöðu, þar sem hann lá á gólfi lögreglubifreiðar á leiðinni á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Lögmaður mannsins segir að myndbandsupptökur úr lögreglubíl og í porti lögreglustöðvarinnar beri vitni um að maðurinn hafi ekki barist á móti. „Umbjóðandi minn segir á einum tímapunkti: „Ég er með lítið hjarta" og andvarpar síðan með örmagna hætti. Segir svo „Ég er að deyja." Það verður til þess að lögreglumaðurinn róar sig í nokkrar sekúndur en heldur svo áfram," segir Vilhjálmur. Maðurinn var handtekinn eftir orðskipti við lögreglumenn sem voru staddir við Irishman Pub á Klapparstíg. Í máli Heklu Lindar, sem fjallað var um í Kompás í gær, var talið að viðurkenndum aðferðum hafi verið beitt við handtöku. Þar lágu lögreglumenn með hné að herðablöðum hennar þar sem hún barðist um. Ekki voru til upptökur af handtökunni en lögreglumenn voru látnir sviðsetja hana við rannsókn málsins. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi. Í þessu máli gefur héraðssaksóknari út ákæru eftir að lögreglumennirnir sjálfir tilkynna meint brot mannsins gegn valdstjórn til embættisins. Ekki var gefin út slík ákæra. Eftir að upptökur voru skoðaðar og málið rannsakað var annar lögregluþjónninn hins vegar ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi. Aðalmeðferð verður í næstu viku. „Það er eins og að þeim finnist þetta svo eðlileg vinnubrögð að þeir senda þetta áfram. Og af því hefur maður áhyggjur," segir Vilhjálmur. Dómsmál Kompás Lögreglan Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi eftir að hafa farið offari við handtöku á síðasta ári. Lögmaður brotaþola hefur áhyggjur af því að vinnubrögð við handtökuna þyki eðlileg innan lögreglunnar. Brotaþoli var handtekinn í anddyrinu á veitingastaðnum Irishman Pub við Klapparstíg eftir að hafa átt í orðskiptum við tvo lögreglumenn. Í ákæru segir að annar þeirra, sem er ákærður í málinu, hafi farið offari við handtökuna. „Þarna er um að ræða ósköp venjulegan borgara sem ég hef starfað fyrir um árabil við rekstur sinna fyrirtækja. Hann tekur ákvörðun um að fara eitthvað kvöld út að skemmta sér og það endar á því að hann er handtekinn þarna fyrir utan, að ósekju," segir Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson, lögmaður brotaþola. Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson, lögmaður brotaþola. Lögregluþjónarnir hafa haldið því fram að maðurinn hafi verið dónalegur og vísað í brot gegn valdstjórn. Því hafi maðurinn, sem er 64 ára gamall, verið handtekinn. Í ákæru er rakið að lögreglumaður hafi slegið brotaþola í höfuð þegar hann var settur í lögreglubíl. Hann var sleginn með tveimur höggum í andlit, hné var þrýst að hálsi og höfði og handjárnaðar hendur hans voru ítrekað í þvingaðar sársaukastöðu, þar sem hann lá á gólfi lögreglubifreiðar á leiðinni á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Lögmaður mannsins segir að myndbandsupptökur úr lögreglubíl og í porti lögreglustöðvarinnar beri vitni um að maðurinn hafi ekki barist á móti. „Umbjóðandi minn segir á einum tímapunkti: „Ég er með lítið hjarta" og andvarpar síðan með örmagna hætti. Segir svo „Ég er að deyja." Það verður til þess að lögreglumaðurinn róar sig í nokkrar sekúndur en heldur svo áfram," segir Vilhjálmur. Maðurinn var handtekinn eftir orðskipti við lögreglumenn sem voru staddir við Irishman Pub á Klapparstíg. Í máli Heklu Lindar, sem fjallað var um í Kompás í gær, var talið að viðurkenndum aðferðum hafi verið beitt við handtöku. Þar lágu lögreglumenn með hné að herðablöðum hennar þar sem hún barðist um. Ekki voru til upptökur af handtökunni en lögreglumenn voru látnir sviðsetja hana við rannsókn málsins. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi. Í þessu máli gefur héraðssaksóknari út ákæru eftir að lögreglumennirnir sjálfir tilkynna meint brot mannsins gegn valdstjórn til embættisins. Ekki var gefin út slík ákæra. Eftir að upptökur voru skoðaðar og málið rannsakað var annar lögregluþjónninn hins vegar ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi. Aðalmeðferð verður í næstu viku. „Það er eins og að þeim finnist þetta svo eðlileg vinnubrögð að þeir senda þetta áfram. Og af því hefur maður áhyggjur," segir Vilhjálmur.
Dómsmál Kompás Lögreglan Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira