Til hagsbóta fyrir marga 17. júní 2010 06:00 Steingrímur J. Sigfússon Fjármálaráðherra segir að það sé með endemum að það sé að koma á daginn að umfangsmikil lánastarfsemi á Íslandi hafi verið byggð á ólögmætum gjörningum. „Það er alveg ljóst að í ljósi gengisþróunar krónunnar verður þetta til hagsbóta fyrir marga sem höfðu tekið gengisáhættu og orðið fyrir búsifjum. Á hina hliðina eru það lánveitendurnir sem verða fyrir verulegu höggi. En rétt skal vera rétt og það er gott að það er komin niðurstaða að svo miklu leyti sem hún er skýr og verði fordæmisgefandi, sem er rétt að skoða," segir fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon. Nú þurfi að vinna úr niðurstöðunni vel og af yfirvegun. Hann hafði verið spurður hvort hann fagnaði dómum Hæstaréttar með neytendum eða syrgði með lánveitendum. Um hvort þetta geti ekki létt þrýstingi af stjórnvöldum, um að koma til móts við vanda skuldugra heimila, segir Steingrímur: „Það er alveg ljóst að verulegur vandi heimilanna hefur tengst gjaldeyrislánunum, sem segir sína sögu af ábyrgðarleysinu að vera að halda því að fólki að taka lán í erlendum gengisviðmiðun, með tekjur í íslenskum krónum. Þegar við bætist að þau lán reynast ólögmæt er þetta alveg yfirgengilegt. En það er á ábyrgð þeirra sem að því stóðu og þetta var látið viðgangast hér í mörg ár. Þannig að það verður að vísa þeirri ábyrgð þangað. Þetta verður væntanlega til hagsbóta fyrir fjölda einstaklinga sem ella hefðu setið uppi með þunga greiðslubyrði. Ég tel að stjórnvöld hafi verið að gera sitt besta í þeim efnum. En þetta auðvitað breytir þeirri stöðu, að minnsta kosti gagnvart þessum hluta skuldara, það er alveg ljóst. Þetta skapar hins vegar ákveðinn vanda annars staðar, einhverjir verða fyrir tjóni á móti og það kemur þá annars staðar fram." Steingrímur segir að það sé „alls ekki sjálfgefið" að niðurstaðan kalli á sérstök viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Spurður um þá sem hafa verið gerðir gjaldþrota vegna slíkra samninga, hvort ríkisvaldið verði málsvari þeirra, til dæmis í málssókn gegn lánastofnunum, segir ráðherra að það sé „réttur hvers og eins sem gildir í því". Aðstæður séu mismunandi. „Það er kannski ótímabært að svara fyrir það að svo stöddu, en ljóst að það geta komið upp ýmis álita- og uppgjörsmál vegna þessa. Það er tiltölulega einfalt að reikna þá lánasamninga sem eru í gildi, að endurreikna þá og leiðrétta. En svo eru tilvik, þar sem hefur kannski komið til fjárnáms eða vörslusviptingar eða þess háttar. Hvort menn eiga rétt á endurgreiðslu eða hvað - ég held að ég geti ekki farið inn í það á þessu stigi." - kóþ Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að það sé með endemum að það sé að koma á daginn að umfangsmikil lánastarfsemi á Íslandi hafi verið byggð á ólögmætum gjörningum. „Það er alveg ljóst að í ljósi gengisþróunar krónunnar verður þetta til hagsbóta fyrir marga sem höfðu tekið gengisáhættu og orðið fyrir búsifjum. Á hina hliðina eru það lánveitendurnir sem verða fyrir verulegu höggi. En rétt skal vera rétt og það er gott að það er komin niðurstaða að svo miklu leyti sem hún er skýr og verði fordæmisgefandi, sem er rétt að skoða," segir fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon. Nú þurfi að vinna úr niðurstöðunni vel og af yfirvegun. Hann hafði verið spurður hvort hann fagnaði dómum Hæstaréttar með neytendum eða syrgði með lánveitendum. Um hvort þetta geti ekki létt þrýstingi af stjórnvöldum, um að koma til móts við vanda skuldugra heimila, segir Steingrímur: „Það er alveg ljóst að verulegur vandi heimilanna hefur tengst gjaldeyrislánunum, sem segir sína sögu af ábyrgðarleysinu að vera að halda því að fólki að taka lán í erlendum gengisviðmiðun, með tekjur í íslenskum krónum. Þegar við bætist að þau lán reynast ólögmæt er þetta alveg yfirgengilegt. En það er á ábyrgð þeirra sem að því stóðu og þetta var látið viðgangast hér í mörg ár. Þannig að það verður að vísa þeirri ábyrgð þangað. Þetta verður væntanlega til hagsbóta fyrir fjölda einstaklinga sem ella hefðu setið uppi með þunga greiðslubyrði. Ég tel að stjórnvöld hafi verið að gera sitt besta í þeim efnum. En þetta auðvitað breytir þeirri stöðu, að minnsta kosti gagnvart þessum hluta skuldara, það er alveg ljóst. Þetta skapar hins vegar ákveðinn vanda annars staðar, einhverjir verða fyrir tjóni á móti og það kemur þá annars staðar fram." Steingrímur segir að það sé „alls ekki sjálfgefið" að niðurstaðan kalli á sérstök viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Spurður um þá sem hafa verið gerðir gjaldþrota vegna slíkra samninga, hvort ríkisvaldið verði málsvari þeirra, til dæmis í málssókn gegn lánastofnunum, segir ráðherra að það sé „réttur hvers og eins sem gildir í því". Aðstæður séu mismunandi. „Það er kannski ótímabært að svara fyrir það að svo stöddu, en ljóst að það geta komið upp ýmis álita- og uppgjörsmál vegna þessa. Það er tiltölulega einfalt að reikna þá lánasamninga sem eru í gildi, að endurreikna þá og leiðrétta. En svo eru tilvik, þar sem hefur kannski komið til fjárnáms eða vörslusviptingar eða þess háttar. Hvort menn eiga rétt á endurgreiðslu eða hvað - ég held að ég geti ekki farið inn í það á þessu stigi." - kóþ
Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira