Enski boltinn

Samherjar í ensku utandeildinni fengu rautt fyrir að slást

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Moses Ashikodi fagnar marki í leik með Hereford fyrir fáeinum árum.
Moses Ashikodi fagnar marki í leik með Hereford fyrir fáeinum árum. Nordic Photos / Getty Images
Það hefur verið mikið að gerast í knattspyrnuheiminum í kvöld - ekki bara í Meistaradeildinni. Samherjar í enska utandeildarliðinu Kettering fengu í kvöld rautt spjald fyrir að slást við hvorn annan.

Þeir Moses Ashikodi og Jean-Paul Marna eru báðir framherjar Kettering en fengu greinilega nóg af hvorum öðrum eftir að sá síðarnefndi skoraði þriðja mark sinna manna í 5-3 tapleik gegn Hayes & Yeading.

Ashikodi, sem á leiki að baki með yngri landsliðum Englands, var þá nýbúinn að brenna af vítaspyrnu.

Kettering er ef til vill fyrst og fremst þekkt fyrir að hafa ráðið Paul Gascoigne sem knattspyrnustjóra árið 2005. Hann entist ekki lengi í starfinu enda mætti hann oft og títt undir áhrifum áfengis á bæði leiki og æfingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×