Besta gítargripsíða heims endurnýjuð 17. júní 2010 08:45 Kjartan Sverrisson Annar tveggja stofnenda síðunnar Gítargrip.is sem nú hefur breytt útliti sínu og bætt þjónustu við notendur sína. fréttablaðið/vilhelm „Við sáum rifu á markaðnum fyrir svona síðu. Fólk í kringum okkur var alltaf að sanka að sér nótum og gripum frá mismunandi stöðum og okkur datt í hug að safna þessu saman á sömu síðuna. Við teljum okkur vera með bestu gítargripvefsíðu í heiminum í dag,“ segir Kjartan Sverrisson. Kjartan stofnaði Gítargrip ásamt félaga sínum Sævari Eyfjörð árið 2008. Á síðunni er samsafn af lögum sem fólk getur prentað út að vild og búið til söngbækur fyrir partýin, sumarbústaðinn eða útileguna. Nú hefur vefsíðan fengið nýtt útlit og bætt þjónustu sína við notendur. „Við ákváðum um áramótin að gera þetta að alvöru fyrirtæki en ekki bara áhugamáli. Á síðustu mánuðum hafa vinsældir síðunnar verið að aukast en heimsóknir eru komnar í yfir 40.000 á mánuði og við finnum sérstaklega fyrir aukinni umferð á síðuna í kringum aðalferðahelgarnar á sumrin. Verslunarmannahelgin var til dæmis algjör toppur í fyrra,“ segir Kjartan. Maður þarf ekki að vera tónlistarmaður til að nota síðuna. Á vefnum er forrit þar sem maður getur sett inn þá hljóma sem maður kann og vefurinn finnur lög sem henta getu hvers og eins. „Flestir notendur okkar lesa ekki mikið nótur svo samhliða þessu forriti er hægt hlusta á öll lögin og sjá myndbönd á Youtube á meðan maður glamrar á gítarinn. Þessi síða er því líka eins konar kennsluvefur og getur hjálpað fólki að koma sér af stað,“ Kjartan segir að aukið samstarf við tónlistarmenn sé í bígerð á næstu mánuðum og hefur hann fengið jákvæðar undirtektir frá þekktum tónlistarmönnum á borð við Jakob Frímann, Stebba Hilmars og Bjartmar Guðlaugsson. Athygli vekur að vinsælasta lag síðunnar hefur verið það sama frá upphafi en það er Halleluja með Jeff Buckley. „Nú er íslenska hljómsveitin Dikta að sækja í sig veðrið. Við sjáum hvort Buckley þurfi að víkja fyrir íslensku rokki í sumar.“ - áp Lífið Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
„Við sáum rifu á markaðnum fyrir svona síðu. Fólk í kringum okkur var alltaf að sanka að sér nótum og gripum frá mismunandi stöðum og okkur datt í hug að safna þessu saman á sömu síðuna. Við teljum okkur vera með bestu gítargripvefsíðu í heiminum í dag,“ segir Kjartan Sverrisson. Kjartan stofnaði Gítargrip ásamt félaga sínum Sævari Eyfjörð árið 2008. Á síðunni er samsafn af lögum sem fólk getur prentað út að vild og búið til söngbækur fyrir partýin, sumarbústaðinn eða útileguna. Nú hefur vefsíðan fengið nýtt útlit og bætt þjónustu sína við notendur. „Við ákváðum um áramótin að gera þetta að alvöru fyrirtæki en ekki bara áhugamáli. Á síðustu mánuðum hafa vinsældir síðunnar verið að aukast en heimsóknir eru komnar í yfir 40.000 á mánuði og við finnum sérstaklega fyrir aukinni umferð á síðuna í kringum aðalferðahelgarnar á sumrin. Verslunarmannahelgin var til dæmis algjör toppur í fyrra,“ segir Kjartan. Maður þarf ekki að vera tónlistarmaður til að nota síðuna. Á vefnum er forrit þar sem maður getur sett inn þá hljóma sem maður kann og vefurinn finnur lög sem henta getu hvers og eins. „Flestir notendur okkar lesa ekki mikið nótur svo samhliða þessu forriti er hægt hlusta á öll lögin og sjá myndbönd á Youtube á meðan maður glamrar á gítarinn. Þessi síða er því líka eins konar kennsluvefur og getur hjálpað fólki að koma sér af stað,“ Kjartan segir að aukið samstarf við tónlistarmenn sé í bígerð á næstu mánuðum og hefur hann fengið jákvæðar undirtektir frá þekktum tónlistarmönnum á borð við Jakob Frímann, Stebba Hilmars og Bjartmar Guðlaugsson. Athygli vekur að vinsælasta lag síðunnar hefur verið það sama frá upphafi en það er Halleluja með Jeff Buckley. „Nú er íslenska hljómsveitin Dikta að sækja í sig veðrið. Við sjáum hvort Buckley þurfi að víkja fyrir íslensku rokki í sumar.“ - áp
Lífið Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira