Lífið

Ari Eldjárn rifjar upp eitt sitt skelfilegasta gigg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ari Eldjárn þurfti einu sinni að flytja uppistand fyrir eitt borð á Tapas-barnum. 
Ari Eldjárn þurfti einu sinni að flytja uppistand fyrir eitt borð á Tapas-barnum. 

Í síðasta þætti af Framkoma á Stöð 2 fékk Fannar Sveinsson að fylgjast með þeim Sigmundi Erni Rúnarssyni, Ara Eldjárn og Eivør Pálsdóttur áður en þau stigu á svið.

Sigmundur var að undirbúa sig fyrir viðtal við Víði Reynisson yfirlögregluþjón, Eivør var að fara koma fram í München og Ari var að fara koma fram í þekktu uppistandi sínu milli jóla og nýárs, Áramótaskopið.

Ari rifjaði upp nokkuð eftirminnilegt gigg þegar hann var bókaður á Tapas-barinn og hélt hann að kúnninn hefði bókað allan staðinn.

Svo var heldur betur ekki og áttu Ari að flytja uppistand, án hljóðkerfis, og aðeins fyrir eitt borð.

Hann talar enn um að þetta hafi verið eitt af hans verstu giggum og upplifði eins og aðrir á staðnum væru ekki mikið spenntir fyrir að hlusta á hann. Eftir þetta spyr Ari ávallt nokkuð ítarlega um aðstæður þegar verið er að bóka hann á skemmtanir.

Hér að neðan má heyra söguna um verkefnið á Tapas-barnum í miðbæ Reykjavíkur.

Klippa: Eftirminnilegt og óhefðbundið gigg Ara Eldjárns á Tapas-barnum


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.