Segir varhugavert að hrófla við álfakirkju í Gálgahrauni VG skrifar 19. apríl 2013 10:24 Erla Stefánsdóttir ásamt SÁÁ álfinum. Myndin er úr safni. „Svona verur eru varhugaverðar og það gæti orðið slys ef fólk fer að hrófla við þessu,“ segir píanókennarinn og sjáandinn Erla Stefánsdóttir um fyrirhugaðar framkvæmdir í Gálgahrauni í Garðabænum. Í Fréttablaðinu í dag er rætt við Hraunvini sem hyggjast kæra fyrirhugaða lagningu nýs Álftanesvegar sem liggja á frá Engidal í Garðabæ, yfir Gálgahraun og að hringtorgi á móts við Bessastaði. Þeir fengu Erlu til þess að skoða hraunið með tilliti til álfabyggðar. Erla segir í samtali við Vísi að þarna sé ekki álfabyggð, „það er engin búseta en þarna er samkomustaður,“ segir hún og útskýrir að þarna er Ófeigskirkja sem álfarnir sækja og þykir vænt um. Árið 2006 fengu bæjaryfirvöld í Vogum við Vatnsleysisströnd Erlu til þess að sannfæra álfa um að flytja svo byggja mætti blokkir fyrir eldri borgara á svæðinu. Erla varð við þessu og hóf samningaviðræður við álfana sem að lokum fluttu að hennar sögn. Engar truflanir urðu á framkvæmdunum. Aðspurð hvort hún hafi kannað afstöðu álfana við Gálgahraunið til staðarins, hvort þeir væru tilbúnir að færa samkomustaðinn, svarar Erla því til að hún hafi kannað afstöðu þeirra. „Þeim þykir vænt um þennan stað,“ bætir hún við. Hún útilokar þó ekki að það sé hægt að semja við þá um að fara. Sjálfri finnst Erlu hraunið fallegt og segir það synd ef framkvæmdirnar ganga eftir eins og fyrirhugað er, „mér finnst að það ætti að breyta þessu í útivistarparadís,“ segir hún. Sögur um truflanir á framkvæmdum við álfabyggð eru þekktar. Erla segir að það gæti haft áhrif á framkvæmdirnar ef hróflað verður við staðnum án samráðs við álfana. „En svo gæti verið að þetta verði allt í lagi,“ bætir hún við. Tengdar fréttir Sjáendur óttast slys vegna reiðra dverga Félagsskapurinn Hraunavinir berst gegn lagningu nýs Álftanesvegar um Gálgahraun. Sjáandinn og píanókennarinn Erla Stefánsdóttir segir álfaklettinn Ófeigskirkju fara undir veginn. Erla óttast slys vegna reiði dverganna í hulduheimum. 19. apríl 2013 07:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
„Svona verur eru varhugaverðar og það gæti orðið slys ef fólk fer að hrófla við þessu,“ segir píanókennarinn og sjáandinn Erla Stefánsdóttir um fyrirhugaðar framkvæmdir í Gálgahrauni í Garðabænum. Í Fréttablaðinu í dag er rætt við Hraunvini sem hyggjast kæra fyrirhugaða lagningu nýs Álftanesvegar sem liggja á frá Engidal í Garðabæ, yfir Gálgahraun og að hringtorgi á móts við Bessastaði. Þeir fengu Erlu til þess að skoða hraunið með tilliti til álfabyggðar. Erla segir í samtali við Vísi að þarna sé ekki álfabyggð, „það er engin búseta en þarna er samkomustaður,“ segir hún og útskýrir að þarna er Ófeigskirkja sem álfarnir sækja og þykir vænt um. Árið 2006 fengu bæjaryfirvöld í Vogum við Vatnsleysisströnd Erlu til þess að sannfæra álfa um að flytja svo byggja mætti blokkir fyrir eldri borgara á svæðinu. Erla varð við þessu og hóf samningaviðræður við álfana sem að lokum fluttu að hennar sögn. Engar truflanir urðu á framkvæmdunum. Aðspurð hvort hún hafi kannað afstöðu álfana við Gálgahraunið til staðarins, hvort þeir væru tilbúnir að færa samkomustaðinn, svarar Erla því til að hún hafi kannað afstöðu þeirra. „Þeim þykir vænt um þennan stað,“ bætir hún við. Hún útilokar þó ekki að það sé hægt að semja við þá um að fara. Sjálfri finnst Erlu hraunið fallegt og segir það synd ef framkvæmdirnar ganga eftir eins og fyrirhugað er, „mér finnst að það ætti að breyta þessu í útivistarparadís,“ segir hún. Sögur um truflanir á framkvæmdum við álfabyggð eru þekktar. Erla segir að það gæti haft áhrif á framkvæmdirnar ef hróflað verður við staðnum án samráðs við álfana. „En svo gæti verið að þetta verði allt í lagi,“ bætir hún við.
Tengdar fréttir Sjáendur óttast slys vegna reiðra dverga Félagsskapurinn Hraunavinir berst gegn lagningu nýs Álftanesvegar um Gálgahraun. Sjáandinn og píanókennarinn Erla Stefánsdóttir segir álfaklettinn Ófeigskirkju fara undir veginn. Erla óttast slys vegna reiði dverganna í hulduheimum. 19. apríl 2013 07:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Sjáendur óttast slys vegna reiðra dverga Félagsskapurinn Hraunavinir berst gegn lagningu nýs Álftanesvegar um Gálgahraun. Sjáandinn og píanókennarinn Erla Stefánsdóttir segir álfaklettinn Ófeigskirkju fara undir veginn. Erla óttast slys vegna reiði dverganna í hulduheimum. 19. apríl 2013 07:00