Sjáendur óttast slys vegna reiðra dverga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. apríl 2013 07:00 Formaður Hraunavina segir margvísleg verðmæti glatast verði af lagningu nýs Álftanesvegar. Meðal annars muni kletturinn Ófeigskirkja hverfa og það vekja reiði í hulduheimum. Hraunavinir hyggjast kæra fyrirhugaða lagningu nýs Álftanesvegar sem liggja á frá Engidal í Garðabæ, yfir Gálgahraun og að hringtorgi á móts við Bessastaði. Ganga á frá verksamningi vegna nýja vegarins síðar í þessum mánuði. Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina, tekur fram að áhyggjur félagsmanna séu bundnar við þann spotta vegarins sem mun liggja yfir Gálgahraun. „Við gerum engar athugasemdir við þennan veg annars staðar, síður en svo,“ segir hann. Að sögn Reynis tókst Hraunavinum fyrir nokkrum árum að bjarga klettum í hrauninu þar sem Kjarval málaði mörg sín frægustu verk. „Þá fengum við áheyrn hjá bæjaryfirvöldum og menn hrukku við. Þessar íbúðarlóðir sem þar áttu að vera hurfu þegjandi og hljóðalaust,“ segir hann. Reynir nefnir ýmsar fornminjar og fornar gönguleiðir sem muni glatast. Sérstaklega tiltekur hann álagaklettinn Ófeigskirkju. Þangað fóru nokkrir félagar úr Hraunavinum á miðvikudag, ásamt Erlu Stefánsdóttur píanóleikara, öðrum tveggja sjáenda sem lagst hafa sveif með Hraunavinum á síðustu dögum. Fréttablaðið náði ekki tali af Erlu en Reynir segir henni líða mjög illa vegna yfirvofandi vegaframkvæmda. „Erla óttast að þarna verði slys. Hún segir að í hulduheimunum í hrauninu, sem hún sér en við sjáum ekki, séu sumir mjög reiðir, sérstaklega dvergarnir,“ segir Reynir. Við þetta tækifæri gerði Erla blýantsteikningu af Ófeigskirkju eins og hún sér hana. Reynir bætir við að annar sjáandi, Ragnhildur Jónsdóttir, hafi skoðað aðstæður í gærmorgun. „Hún segir að það hafi komið ákall úr hrauninu.“ Aðspurður hvort taka beri mark á vitnisburði sjáandanna bendir Reynir á að kannanir sýni að meirihluti Íslendinga trúi því að það geti búið líf í landslaginu. Til séu ótal sögur af því að Vegagerðin – það veraldlega fyrirtæki – hafi hopað fyrir álagatrúnni. „Þú þarft ekki annað en að sjá framan í hana Erlu Stefánsdóttur til að verða sannfærður um að þessi kona sér í gegnum stokka og steina,“ segir Reynir Ingibjartsson. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Hraunavinir hyggjast kæra fyrirhugaða lagningu nýs Álftanesvegar sem liggja á frá Engidal í Garðabæ, yfir Gálgahraun og að hringtorgi á móts við Bessastaði. Ganga á frá verksamningi vegna nýja vegarins síðar í þessum mánuði. Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina, tekur fram að áhyggjur félagsmanna séu bundnar við þann spotta vegarins sem mun liggja yfir Gálgahraun. „Við gerum engar athugasemdir við þennan veg annars staðar, síður en svo,“ segir hann. Að sögn Reynis tókst Hraunavinum fyrir nokkrum árum að bjarga klettum í hrauninu þar sem Kjarval málaði mörg sín frægustu verk. „Þá fengum við áheyrn hjá bæjaryfirvöldum og menn hrukku við. Þessar íbúðarlóðir sem þar áttu að vera hurfu þegjandi og hljóðalaust,“ segir hann. Reynir nefnir ýmsar fornminjar og fornar gönguleiðir sem muni glatast. Sérstaklega tiltekur hann álagaklettinn Ófeigskirkju. Þangað fóru nokkrir félagar úr Hraunavinum á miðvikudag, ásamt Erlu Stefánsdóttur píanóleikara, öðrum tveggja sjáenda sem lagst hafa sveif með Hraunavinum á síðustu dögum. Fréttablaðið náði ekki tali af Erlu en Reynir segir henni líða mjög illa vegna yfirvofandi vegaframkvæmda. „Erla óttast að þarna verði slys. Hún segir að í hulduheimunum í hrauninu, sem hún sér en við sjáum ekki, séu sumir mjög reiðir, sérstaklega dvergarnir,“ segir Reynir. Við þetta tækifæri gerði Erla blýantsteikningu af Ófeigskirkju eins og hún sér hana. Reynir bætir við að annar sjáandi, Ragnhildur Jónsdóttir, hafi skoðað aðstæður í gærmorgun. „Hún segir að það hafi komið ákall úr hrauninu.“ Aðspurður hvort taka beri mark á vitnisburði sjáandanna bendir Reynir á að kannanir sýni að meirihluti Íslendinga trúi því að það geti búið líf í landslaginu. Til séu ótal sögur af því að Vegagerðin – það veraldlega fyrirtæki – hafi hopað fyrir álagatrúnni. „Þú þarft ekki annað en að sjá framan í hana Erlu Stefánsdóttur til að verða sannfærður um að þessi kona sér í gegnum stokka og steina,“ segir Reynir Ingibjartsson.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira