Sjáendur óttast slys vegna reiðra dverga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. apríl 2013 07:00 Formaður Hraunavina segir margvísleg verðmæti glatast verði af lagningu nýs Álftanesvegar. Meðal annars muni kletturinn Ófeigskirkja hverfa og það vekja reiði í hulduheimum. Hraunavinir hyggjast kæra fyrirhugaða lagningu nýs Álftanesvegar sem liggja á frá Engidal í Garðabæ, yfir Gálgahraun og að hringtorgi á móts við Bessastaði. Ganga á frá verksamningi vegna nýja vegarins síðar í þessum mánuði. Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina, tekur fram að áhyggjur félagsmanna séu bundnar við þann spotta vegarins sem mun liggja yfir Gálgahraun. „Við gerum engar athugasemdir við þennan veg annars staðar, síður en svo,“ segir hann. Að sögn Reynis tókst Hraunavinum fyrir nokkrum árum að bjarga klettum í hrauninu þar sem Kjarval málaði mörg sín frægustu verk. „Þá fengum við áheyrn hjá bæjaryfirvöldum og menn hrukku við. Þessar íbúðarlóðir sem þar áttu að vera hurfu þegjandi og hljóðalaust,“ segir hann. Reynir nefnir ýmsar fornminjar og fornar gönguleiðir sem muni glatast. Sérstaklega tiltekur hann álagaklettinn Ófeigskirkju. Þangað fóru nokkrir félagar úr Hraunavinum á miðvikudag, ásamt Erlu Stefánsdóttur píanóleikara, öðrum tveggja sjáenda sem lagst hafa sveif með Hraunavinum á síðustu dögum. Fréttablaðið náði ekki tali af Erlu en Reynir segir henni líða mjög illa vegna yfirvofandi vegaframkvæmda. „Erla óttast að þarna verði slys. Hún segir að í hulduheimunum í hrauninu, sem hún sér en við sjáum ekki, séu sumir mjög reiðir, sérstaklega dvergarnir,“ segir Reynir. Við þetta tækifæri gerði Erla blýantsteikningu af Ófeigskirkju eins og hún sér hana. Reynir bætir við að annar sjáandi, Ragnhildur Jónsdóttir, hafi skoðað aðstæður í gærmorgun. „Hún segir að það hafi komið ákall úr hrauninu.“ Aðspurður hvort taka beri mark á vitnisburði sjáandanna bendir Reynir á að kannanir sýni að meirihluti Íslendinga trúi því að það geti búið líf í landslaginu. Til séu ótal sögur af því að Vegagerðin – það veraldlega fyrirtæki – hafi hopað fyrir álagatrúnni. „Þú þarft ekki annað en að sjá framan í hana Erlu Stefánsdóttur til að verða sannfærður um að þessi kona sér í gegnum stokka og steina,“ segir Reynir Ingibjartsson. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Hraunavinir hyggjast kæra fyrirhugaða lagningu nýs Álftanesvegar sem liggja á frá Engidal í Garðabæ, yfir Gálgahraun og að hringtorgi á móts við Bessastaði. Ganga á frá verksamningi vegna nýja vegarins síðar í þessum mánuði. Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina, tekur fram að áhyggjur félagsmanna séu bundnar við þann spotta vegarins sem mun liggja yfir Gálgahraun. „Við gerum engar athugasemdir við þennan veg annars staðar, síður en svo,“ segir hann. Að sögn Reynis tókst Hraunavinum fyrir nokkrum árum að bjarga klettum í hrauninu þar sem Kjarval málaði mörg sín frægustu verk. „Þá fengum við áheyrn hjá bæjaryfirvöldum og menn hrukku við. Þessar íbúðarlóðir sem þar áttu að vera hurfu þegjandi og hljóðalaust,“ segir hann. Reynir nefnir ýmsar fornminjar og fornar gönguleiðir sem muni glatast. Sérstaklega tiltekur hann álagaklettinn Ófeigskirkju. Þangað fóru nokkrir félagar úr Hraunavinum á miðvikudag, ásamt Erlu Stefánsdóttur píanóleikara, öðrum tveggja sjáenda sem lagst hafa sveif með Hraunavinum á síðustu dögum. Fréttablaðið náði ekki tali af Erlu en Reynir segir henni líða mjög illa vegna yfirvofandi vegaframkvæmda. „Erla óttast að þarna verði slys. Hún segir að í hulduheimunum í hrauninu, sem hún sér en við sjáum ekki, séu sumir mjög reiðir, sérstaklega dvergarnir,“ segir Reynir. Við þetta tækifæri gerði Erla blýantsteikningu af Ófeigskirkju eins og hún sér hana. Reynir bætir við að annar sjáandi, Ragnhildur Jónsdóttir, hafi skoðað aðstæður í gærmorgun. „Hún segir að það hafi komið ákall úr hrauninu.“ Aðspurður hvort taka beri mark á vitnisburði sjáandanna bendir Reynir á að kannanir sýni að meirihluti Íslendinga trúi því að það geti búið líf í landslaginu. Til séu ótal sögur af því að Vegagerðin – það veraldlega fyrirtæki – hafi hopað fyrir álagatrúnni. „Þú þarft ekki annað en að sjá framan í hana Erlu Stefánsdóttur til að verða sannfærður um að þessi kona sér í gegnum stokka og steina,“ segir Reynir Ingibjartsson.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira