Saksóknaranum misbýður aðdáun á Aroni Pálma 12. janúar 2008 14:08 Aron Pálmi Ágústsson Mike Trent, saksóknari í máli Arons Pálma Ágústssonar, misbýður sú aðdáun sem honum hefur fundist Aron hafa hlotið hér á landi. Í bréfi sem hann sendi ritstjórn Vísis í kjölfar frétta okkar af málinu segir hann það vanvirðingu við fórnarlömb Arons að á hann sé litið sem nokkurskonar hetju á Íslandi. Mike spyr síðan hvort íslendingar eigi ekki einhverja alvöru hetju sem þeir geti dáð. Saksóknarinn lét þýða fyrir sig frétt Vísis um málið og í bréfinu fer hann yfir nokkur af þeim ummælum sem Aron lét hafa eftir sér í fréttinni. Kafla úr bréfinu má sjá hér að neðan. „Það er mér ljóst að það verður alltaf hópur fólks á Íslandi sem stendur með Aroni Pálma í þessu máli. Hversvegna svo er skil ég hinsvegar ekki. Þessi hópur vill beina athyglinni frá umræðunni um hvað Aron gerði og beina henni að því sem ég hef sagt og gert. Ég hef komið nálægt mörgum, mörgum málum, sumum alvarlegri en máli Arons og sumum minna alvarlegri. Eina ástæða þess að ég hef lagt svona mikið í að upplýsa um mál Arons Pálma er það mikla púður sem ákveðnir einstaklingar á Íslandi, sumir í ríkisstjórn landsins, lögðu í að fá hann lausan. Eftir að hafa upplifað það sálræna áfall og þjáningu sem mörg þessara fórnarlamba hafa gengið í gegnum trúði ég því að það þyrfti að refsa Aroni vegna gjörða sinna og vernda þjóðfélagið með því að hafa hann bak við lás og slá. Ég vissi að ef hann yrði framseldur til Íslands myndi ríkisstjórn ykkar hafa völd til þess að frelsa hann án nokkura útskýringa. Þetta taldi ég vegna þeirrar samúðar sem honum var sýnd og þeirrar staðreyndar að þessir aðilar voru ekki tilbúnir til þess að hlusta á staðreyndir málsins. Í upphafi var mál Arons Pálma ekki vandamál Íslands þar sem meirihluti fjölskyldu hans og vinir eru í Texas. Hann talar fullkomna ensku og tengsl hans við Harris County eru mun sterkari en tengsl hans við Ísland nokkurntíma. Ég trúði því að hann myndi snúa til Bandaríkjanna við fyrsta tækifæri. Og ég trúi því raunar enn að hann muni koma hingað að lokum. Mike Trent Ef ég lít út fyrir að vera of ákafur í þessu máli, er það vegna þess að ég reyni að vernda börnin hér í Texas fyrir dæmdum, hættulegum kynferðisglæpamanni. Ég get ekki fundið neitt sem á frekar skilið kappsemi mína en þetta mál sem snertir einnig starf mitt. Takmark mitt er síður en svo að gera líf hans að "lifandi helvíti" eins og hann hefur sakað mig um. Ég held frekar að vegna barna á Íslandi ætti fólk þar að vita hvern þau voru að bjóða velkomin til landsins. Ég viðurkenni vel að mér misbýður sú aðdáun sem hann hefur hlotið hjá íslendingum, sem sumir virðast telja hann nokkurskonar hetju. Ég lít á þetta sem vanvirðingu við fórnarlömb Arons Pálma. Eiga íslendingar enga alvöru hetju sem þeir geta dáð? Það sem er mun alvarlegra í þessu máli er hinsvegar sú afbökun á sannleikanum sem hefur verið ríkjandi í íslenskum fjölmiðlum. Eins lengi og sú skoðun mun vera ríkjandi á Íslandi, þá munu börn ykkar vera í mikilli hættu." Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira
Mike Trent, saksóknari í máli Arons Pálma Ágústssonar, misbýður sú aðdáun sem honum hefur fundist Aron hafa hlotið hér á landi. Í bréfi sem hann sendi ritstjórn Vísis í kjölfar frétta okkar af málinu segir hann það vanvirðingu við fórnarlömb Arons að á hann sé litið sem nokkurskonar hetju á Íslandi. Mike spyr síðan hvort íslendingar eigi ekki einhverja alvöru hetju sem þeir geti dáð. Saksóknarinn lét þýða fyrir sig frétt Vísis um málið og í bréfinu fer hann yfir nokkur af þeim ummælum sem Aron lét hafa eftir sér í fréttinni. Kafla úr bréfinu má sjá hér að neðan. „Það er mér ljóst að það verður alltaf hópur fólks á Íslandi sem stendur með Aroni Pálma í þessu máli. Hversvegna svo er skil ég hinsvegar ekki. Þessi hópur vill beina athyglinni frá umræðunni um hvað Aron gerði og beina henni að því sem ég hef sagt og gert. Ég hef komið nálægt mörgum, mörgum málum, sumum alvarlegri en máli Arons og sumum minna alvarlegri. Eina ástæða þess að ég hef lagt svona mikið í að upplýsa um mál Arons Pálma er það mikla púður sem ákveðnir einstaklingar á Íslandi, sumir í ríkisstjórn landsins, lögðu í að fá hann lausan. Eftir að hafa upplifað það sálræna áfall og þjáningu sem mörg þessara fórnarlamba hafa gengið í gegnum trúði ég því að það þyrfti að refsa Aroni vegna gjörða sinna og vernda þjóðfélagið með því að hafa hann bak við lás og slá. Ég vissi að ef hann yrði framseldur til Íslands myndi ríkisstjórn ykkar hafa völd til þess að frelsa hann án nokkura útskýringa. Þetta taldi ég vegna þeirrar samúðar sem honum var sýnd og þeirrar staðreyndar að þessir aðilar voru ekki tilbúnir til þess að hlusta á staðreyndir málsins. Í upphafi var mál Arons Pálma ekki vandamál Íslands þar sem meirihluti fjölskyldu hans og vinir eru í Texas. Hann talar fullkomna ensku og tengsl hans við Harris County eru mun sterkari en tengsl hans við Ísland nokkurntíma. Ég trúði því að hann myndi snúa til Bandaríkjanna við fyrsta tækifæri. Og ég trúi því raunar enn að hann muni koma hingað að lokum. Mike Trent Ef ég lít út fyrir að vera of ákafur í þessu máli, er það vegna þess að ég reyni að vernda börnin hér í Texas fyrir dæmdum, hættulegum kynferðisglæpamanni. Ég get ekki fundið neitt sem á frekar skilið kappsemi mína en þetta mál sem snertir einnig starf mitt. Takmark mitt er síður en svo að gera líf hans að "lifandi helvíti" eins og hann hefur sakað mig um. Ég held frekar að vegna barna á Íslandi ætti fólk þar að vita hvern þau voru að bjóða velkomin til landsins. Ég viðurkenni vel að mér misbýður sú aðdáun sem hann hefur hlotið hjá íslendingum, sem sumir virðast telja hann nokkurskonar hetju. Ég lít á þetta sem vanvirðingu við fórnarlömb Arons Pálma. Eiga íslendingar enga alvöru hetju sem þeir geta dáð? Það sem er mun alvarlegra í þessu máli er hinsvegar sú afbökun á sannleikanum sem hefur verið ríkjandi í íslenskum fjölmiðlum. Eins lengi og sú skoðun mun vera ríkjandi á Íslandi, þá munu börn ykkar vera í mikilli hættu."
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira