Saksóknaranum misbýður aðdáun á Aroni Pálma 12. janúar 2008 14:08 Aron Pálmi Ágústsson Mike Trent, saksóknari í máli Arons Pálma Ágústssonar, misbýður sú aðdáun sem honum hefur fundist Aron hafa hlotið hér á landi. Í bréfi sem hann sendi ritstjórn Vísis í kjölfar frétta okkar af málinu segir hann það vanvirðingu við fórnarlömb Arons að á hann sé litið sem nokkurskonar hetju á Íslandi. Mike spyr síðan hvort íslendingar eigi ekki einhverja alvöru hetju sem þeir geti dáð. Saksóknarinn lét þýða fyrir sig frétt Vísis um málið og í bréfinu fer hann yfir nokkur af þeim ummælum sem Aron lét hafa eftir sér í fréttinni. Kafla úr bréfinu má sjá hér að neðan. „Það er mér ljóst að það verður alltaf hópur fólks á Íslandi sem stendur með Aroni Pálma í þessu máli. Hversvegna svo er skil ég hinsvegar ekki. Þessi hópur vill beina athyglinni frá umræðunni um hvað Aron gerði og beina henni að því sem ég hef sagt og gert. Ég hef komið nálægt mörgum, mörgum málum, sumum alvarlegri en máli Arons og sumum minna alvarlegri. Eina ástæða þess að ég hef lagt svona mikið í að upplýsa um mál Arons Pálma er það mikla púður sem ákveðnir einstaklingar á Íslandi, sumir í ríkisstjórn landsins, lögðu í að fá hann lausan. Eftir að hafa upplifað það sálræna áfall og þjáningu sem mörg þessara fórnarlamba hafa gengið í gegnum trúði ég því að það þyrfti að refsa Aroni vegna gjörða sinna og vernda þjóðfélagið með því að hafa hann bak við lás og slá. Ég vissi að ef hann yrði framseldur til Íslands myndi ríkisstjórn ykkar hafa völd til þess að frelsa hann án nokkura útskýringa. Þetta taldi ég vegna þeirrar samúðar sem honum var sýnd og þeirrar staðreyndar að þessir aðilar voru ekki tilbúnir til þess að hlusta á staðreyndir málsins. Í upphafi var mál Arons Pálma ekki vandamál Íslands þar sem meirihluti fjölskyldu hans og vinir eru í Texas. Hann talar fullkomna ensku og tengsl hans við Harris County eru mun sterkari en tengsl hans við Ísland nokkurntíma. Ég trúði því að hann myndi snúa til Bandaríkjanna við fyrsta tækifæri. Og ég trúi því raunar enn að hann muni koma hingað að lokum. Mike Trent Ef ég lít út fyrir að vera of ákafur í þessu máli, er það vegna þess að ég reyni að vernda börnin hér í Texas fyrir dæmdum, hættulegum kynferðisglæpamanni. Ég get ekki fundið neitt sem á frekar skilið kappsemi mína en þetta mál sem snertir einnig starf mitt. Takmark mitt er síður en svo að gera líf hans að "lifandi helvíti" eins og hann hefur sakað mig um. Ég held frekar að vegna barna á Íslandi ætti fólk þar að vita hvern þau voru að bjóða velkomin til landsins. Ég viðurkenni vel að mér misbýður sú aðdáun sem hann hefur hlotið hjá íslendingum, sem sumir virðast telja hann nokkurskonar hetju. Ég lít á þetta sem vanvirðingu við fórnarlömb Arons Pálma. Eiga íslendingar enga alvöru hetju sem þeir geta dáð? Það sem er mun alvarlegra í þessu máli er hinsvegar sú afbökun á sannleikanum sem hefur verið ríkjandi í íslenskum fjölmiðlum. Eins lengi og sú skoðun mun vera ríkjandi á Íslandi, þá munu börn ykkar vera í mikilli hættu." Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Mike Trent, saksóknari í máli Arons Pálma Ágústssonar, misbýður sú aðdáun sem honum hefur fundist Aron hafa hlotið hér á landi. Í bréfi sem hann sendi ritstjórn Vísis í kjölfar frétta okkar af málinu segir hann það vanvirðingu við fórnarlömb Arons að á hann sé litið sem nokkurskonar hetju á Íslandi. Mike spyr síðan hvort íslendingar eigi ekki einhverja alvöru hetju sem þeir geti dáð. Saksóknarinn lét þýða fyrir sig frétt Vísis um málið og í bréfinu fer hann yfir nokkur af þeim ummælum sem Aron lét hafa eftir sér í fréttinni. Kafla úr bréfinu má sjá hér að neðan. „Það er mér ljóst að það verður alltaf hópur fólks á Íslandi sem stendur með Aroni Pálma í þessu máli. Hversvegna svo er skil ég hinsvegar ekki. Þessi hópur vill beina athyglinni frá umræðunni um hvað Aron gerði og beina henni að því sem ég hef sagt og gert. Ég hef komið nálægt mörgum, mörgum málum, sumum alvarlegri en máli Arons og sumum minna alvarlegri. Eina ástæða þess að ég hef lagt svona mikið í að upplýsa um mál Arons Pálma er það mikla púður sem ákveðnir einstaklingar á Íslandi, sumir í ríkisstjórn landsins, lögðu í að fá hann lausan. Eftir að hafa upplifað það sálræna áfall og þjáningu sem mörg þessara fórnarlamba hafa gengið í gegnum trúði ég því að það þyrfti að refsa Aroni vegna gjörða sinna og vernda þjóðfélagið með því að hafa hann bak við lás og slá. Ég vissi að ef hann yrði framseldur til Íslands myndi ríkisstjórn ykkar hafa völd til þess að frelsa hann án nokkura útskýringa. Þetta taldi ég vegna þeirrar samúðar sem honum var sýnd og þeirrar staðreyndar að þessir aðilar voru ekki tilbúnir til þess að hlusta á staðreyndir málsins. Í upphafi var mál Arons Pálma ekki vandamál Íslands þar sem meirihluti fjölskyldu hans og vinir eru í Texas. Hann talar fullkomna ensku og tengsl hans við Harris County eru mun sterkari en tengsl hans við Ísland nokkurntíma. Ég trúði því að hann myndi snúa til Bandaríkjanna við fyrsta tækifæri. Og ég trúi því raunar enn að hann muni koma hingað að lokum. Mike Trent Ef ég lít út fyrir að vera of ákafur í þessu máli, er það vegna þess að ég reyni að vernda börnin hér í Texas fyrir dæmdum, hættulegum kynferðisglæpamanni. Ég get ekki fundið neitt sem á frekar skilið kappsemi mína en þetta mál sem snertir einnig starf mitt. Takmark mitt er síður en svo að gera líf hans að "lifandi helvíti" eins og hann hefur sakað mig um. Ég held frekar að vegna barna á Íslandi ætti fólk þar að vita hvern þau voru að bjóða velkomin til landsins. Ég viðurkenni vel að mér misbýður sú aðdáun sem hann hefur hlotið hjá íslendingum, sem sumir virðast telja hann nokkurskonar hetju. Ég lít á þetta sem vanvirðingu við fórnarlömb Arons Pálma. Eiga íslendingar enga alvöru hetju sem þeir geta dáð? Það sem er mun alvarlegra í þessu máli er hinsvegar sú afbökun á sannleikanum sem hefur verið ríkjandi í íslenskum fjölmiðlum. Eins lengi og sú skoðun mun vera ríkjandi á Íslandi, þá munu börn ykkar vera í mikilli hættu."
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira