Innlent

Með efnin falin innanklæða

Fanney Birna Jónsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Konan var handtekin á Schiphol-flugvelli í Amsterdam í síðustu viku.
Konan var handtekin á Schiphol-flugvelli í Amsterdam í síðustu viku. Fréttablaðið/Getty
Íslenska konan, sem var handtekin á Schiphol-flugvelli í síðustu viku, var með efnin falin innan klæða samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hollandi.

Konan situr nú í gæsluvarðhaldi en hún var með 300 grömm af MDMA í duftformi falin á sér. Konan var handtekin á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam, höfuðborg Hollands á sunnudaginn í síðustu viku.

Konan hafði dvalist stutt í Hollandi og var á leið aftur til Íslands. Hún var leidd fyrir dómara 17. desember síðastliðinn þar sem hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald. Konunni hefur verið úthlutað lögmanni þar í landi sem mun sjá um mál hennar.

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins er að aðstoða konuna og ættingja hennar við málið. Konan á tvö börn sem urðu eftir hér á landi en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun konan ekki koma heim til Íslands yfir hátíðarnar. Lögreglan vildi ekki tjá sig um hversu langan dóm konan gæti fengið vegna smyglsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×