Þetta gerist þegar maður kaupir hlægilega ódýr föt á netinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2014 16:30 Lindsay Ferrier skrifar sprenghlægilegan pistil á vefsíðu Huffington Post þar sem hún skrifar um þegar hún ákvað að panta föt af vefsíðu í Singapúr, NastyDress, því fötin voru svo ódýr. „Ég var að skruna á Facebook fyrir nokkrum vikum þegar ég sá þessa mynd á síðu vinar míns,“ skrifar Lindsay fyrir ofan mynd af kápu frá NastyDress. „Þetta var eiginlega kápa af mínu skapi. En...NastyDress? Hvað í fjandanum var NastyDress?“ bætir hún við. Henni leist ekki á blikuna þegar hún skoðaði kjólana á síðunni en fann kápur og toppa sem henni fannst fallegir. Ekki skemmdi fyrir að fötin voru hræódýr.Toppur sem Lindsay pantaði. Lengst til vinstri er auglýsingamyndin, í miðjunni er Lindsay í bolnum og til hægri er dóttir hennar í bolnum.Þegar Lindsay var búin að fullvissa sig um að í lagi væri að panta af síðunni ákvað hún að slá til og festi kaup á nokkrum flíkum. Tveimur vikum seinna komu þær í pósti. Henni brá þó þegar hún opnaði pakkann. Kápan, sem sést hér fyrir ofan, sem átti að vera úr ull var úr flís. Lindsay fannst hún samt sæt og mátaði hana. „Uuuu. Þessi kápa var greinilega ekki að virka fyrir mig. Hún var ekki aðeins sniðin fyrir manneskju með engin brjóst heldur enduðu ermarnar langt fyrir ofan úlnliði mína. Ég kíkti á merkimiðann aftur. Stærð Large. Stærð Large?! Já kannski fyrir börn,“ skrifar Lindsay. Þá ákvað hún að kalla á tíu ára dóttur sína og biðja hana um að máta kápuna. Hún smellpassaði á hana - eins og öll hin fötin frá NastyDress. Í lok greinarinnar varar Lindsay fólk við að panta af svipuðum síðum en sem dæmi um síðu í sama dúr er Ali Express sem Íslendingar eru duglegir við að nota.Þessi peysa leit allt öðruvísi út en á myndinni. Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Lindsay Ferrier skrifar sprenghlægilegan pistil á vefsíðu Huffington Post þar sem hún skrifar um þegar hún ákvað að panta föt af vefsíðu í Singapúr, NastyDress, því fötin voru svo ódýr. „Ég var að skruna á Facebook fyrir nokkrum vikum þegar ég sá þessa mynd á síðu vinar míns,“ skrifar Lindsay fyrir ofan mynd af kápu frá NastyDress. „Þetta var eiginlega kápa af mínu skapi. En...NastyDress? Hvað í fjandanum var NastyDress?“ bætir hún við. Henni leist ekki á blikuna þegar hún skoðaði kjólana á síðunni en fann kápur og toppa sem henni fannst fallegir. Ekki skemmdi fyrir að fötin voru hræódýr.Toppur sem Lindsay pantaði. Lengst til vinstri er auglýsingamyndin, í miðjunni er Lindsay í bolnum og til hægri er dóttir hennar í bolnum.Þegar Lindsay var búin að fullvissa sig um að í lagi væri að panta af síðunni ákvað hún að slá til og festi kaup á nokkrum flíkum. Tveimur vikum seinna komu þær í pósti. Henni brá þó þegar hún opnaði pakkann. Kápan, sem sést hér fyrir ofan, sem átti að vera úr ull var úr flís. Lindsay fannst hún samt sæt og mátaði hana. „Uuuu. Þessi kápa var greinilega ekki að virka fyrir mig. Hún var ekki aðeins sniðin fyrir manneskju með engin brjóst heldur enduðu ermarnar langt fyrir ofan úlnliði mína. Ég kíkti á merkimiðann aftur. Stærð Large. Stærð Large?! Já kannski fyrir börn,“ skrifar Lindsay. Þá ákvað hún að kalla á tíu ára dóttur sína og biðja hana um að máta kápuna. Hún smellpassaði á hana - eins og öll hin fötin frá NastyDress. Í lok greinarinnar varar Lindsay fólk við að panta af svipuðum síðum en sem dæmi um síðu í sama dúr er Ali Express sem Íslendingar eru duglegir við að nota.Þessi peysa leit allt öðruvísi út en á myndinni.
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira