Vegagerðin varar við flughálku á nokkrum stöðum þar sem er að hlána. Það er til að mynda flughált í Reykhólasveit og á Steingrímsfjarðarheiði. Eins er flughált yfir Þverárfjall. Þá er flughált með ströndinni frá Húsavík austur á Langanes.
Þá er enn ansi hvasst undir Hafnarfjalli og á Kjalanesi. Eins er varað við óveðri á norðanverðu Snæfellsnesi. Á Vestjörðum er verið að opna Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði en á Austurlandi eru Hellisheiði eystri og Breiðdalsheiði eru ófærar. Öxi er þungfær og þar er skafrenningur.