HK brotlegt við persónuverndarlög gegn ungum iðkenda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2018 10:11 HK taldi sig ekki hafa brotið persónuverndarlög. Fréttablaðið/Vilhelm Íþróttafélagið HK í Kópavogi gerðist brotlegt við persónuverndarlög þegar því láðist að láta forráðamann ungrar stúlku vita að starfsmaður íþróttafélagsins hafði miðlað nafni stúlkunnar til þriðja aðila eftir að stúlkan hafði sést á upptökum eftirlitsmyndavéla og þannig fallið undir grun vegna skemmdarverks á farsíma. Persónuvernd barst kvörtun frá móður stúlkunnar en í kvörtun hennar kom fram að grunur hafi vaknað um að ólögráða dóttir hennar hafi valdið skemmdum á farsíma er hún beið eftir að íþróttaæfing á vegum HK hófst. Í kvörtun móður stúlkunnar segir að í kjölfarið hafi HK veitt upplýsingar um dótturina, sem meintan geranda, í símtali við föður eiganda símans, eftir skoðun á upptökum úr eftirlitsmyndavélum í íþróttaaðstöðu HK. Sagðist móðir stúlkunnar hins vegar ekki hafa frétt af málinu fyrr en faðir eigandans hringdi í hana þremur dögum síðar.Persónuvernd segir að nauðsynlegt sé að láta forráðamenn barna vita þegar myndefni varpar ljósi á atvik sem þeim tengjast.Fréttablaðið/ErnirÍ svari HK til Persónuverndar segir að rekja megið málið til þess að starfsmaður HK hafi fundið blautan síma á salerni. Sama dag og síminn fannst hafi önnur stúlka leitað til HK með föður sínum í leit að farsíma sem hún hafði að eigin sögn skilið eftir í íþróttatösku.Eðlilegt að skoða myndefni en nauðsynlegt að láta forráðamenn barna vita Segir í svari HK að yfirþjálfari knattspyrnudeildar HK hafi skoðað mannaferðir í eftirlitsmyndavélum og séð stúlkuna sem málið snýst um koma út af salerninu þar sem síminn fannst. Þjálfarinn veitti föður stúlkunnar sem átti símann upplýsingar um stúlkuna sem sást á eftirlitsmyndavélum við klósettið og benti þjálfarinn honum á að hafa samband við Hörðuvallaskóla þar sem hann fékk uppgefið nafn móður stúlkunnar og símanúmer hennar. Taldi HK að félagið hafi ekki brotið trúnað gagnvart ungu stúlkunni þar sem engum trúnaðarupplýsingum, sem móðirin hafi látið félaginu í té og leynt ættu að fara, hafi verið miðlað til óviðkomandi aðila. Þá hafi HK aldrei staðhæft að dóttir kvartanda hafi skemmt símann og því síður hafi verið hafin rannsókn á því, enda væri það ekki í verkahring íþróttafélagsins. Í úrskurði Persónuverndar segir að þegar grunur er uppi um eignaspjöll getur skoðun á myndefni úr eftirlitsmyndavélum, sem settar eru upp í öryggis- og eignavörsluskyni, talist lögmæt, en þegar um barn sé að ræða verði það að teljast eðlilegt að gera forráðamönnum þess viðvart um það þegar myndefni varpar ljósi á atvik sem því tengjast. Það hafi HK hins vegar ekki gert og því hafi HK ekki farið að lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga þegar félagið miðlaði upplýsingum um stúlkuna úr myndefni úr eftirlitsmyndavélum án þess að forráðamenn hennar væru upplýstir um það mál sem um ræddi.Úrskurð Persónuverndar má lesa í heild sinni hér. Persónuvernd Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Íþróttafélagið HK í Kópavogi gerðist brotlegt við persónuverndarlög þegar því láðist að láta forráðamann ungrar stúlku vita að starfsmaður íþróttafélagsins hafði miðlað nafni stúlkunnar til þriðja aðila eftir að stúlkan hafði sést á upptökum eftirlitsmyndavéla og þannig fallið undir grun vegna skemmdarverks á farsíma. Persónuvernd barst kvörtun frá móður stúlkunnar en í kvörtun hennar kom fram að grunur hafi vaknað um að ólögráða dóttir hennar hafi valdið skemmdum á farsíma er hún beið eftir að íþróttaæfing á vegum HK hófst. Í kvörtun móður stúlkunnar segir að í kjölfarið hafi HK veitt upplýsingar um dótturina, sem meintan geranda, í símtali við föður eiganda símans, eftir skoðun á upptökum úr eftirlitsmyndavélum í íþróttaaðstöðu HK. Sagðist móðir stúlkunnar hins vegar ekki hafa frétt af málinu fyrr en faðir eigandans hringdi í hana þremur dögum síðar.Persónuvernd segir að nauðsynlegt sé að láta forráðamenn barna vita þegar myndefni varpar ljósi á atvik sem þeim tengjast.Fréttablaðið/ErnirÍ svari HK til Persónuverndar segir að rekja megið málið til þess að starfsmaður HK hafi fundið blautan síma á salerni. Sama dag og síminn fannst hafi önnur stúlka leitað til HK með föður sínum í leit að farsíma sem hún hafði að eigin sögn skilið eftir í íþróttatösku.Eðlilegt að skoða myndefni en nauðsynlegt að láta forráðamenn barna vita Segir í svari HK að yfirþjálfari knattspyrnudeildar HK hafi skoðað mannaferðir í eftirlitsmyndavélum og séð stúlkuna sem málið snýst um koma út af salerninu þar sem síminn fannst. Þjálfarinn veitti föður stúlkunnar sem átti símann upplýsingar um stúlkuna sem sást á eftirlitsmyndavélum við klósettið og benti þjálfarinn honum á að hafa samband við Hörðuvallaskóla þar sem hann fékk uppgefið nafn móður stúlkunnar og símanúmer hennar. Taldi HK að félagið hafi ekki brotið trúnað gagnvart ungu stúlkunni þar sem engum trúnaðarupplýsingum, sem móðirin hafi látið félaginu í té og leynt ættu að fara, hafi verið miðlað til óviðkomandi aðila. Þá hafi HK aldrei staðhæft að dóttir kvartanda hafi skemmt símann og því síður hafi verið hafin rannsókn á því, enda væri það ekki í verkahring íþróttafélagsins. Í úrskurði Persónuverndar segir að þegar grunur er uppi um eignaspjöll getur skoðun á myndefni úr eftirlitsmyndavélum, sem settar eru upp í öryggis- og eignavörsluskyni, talist lögmæt, en þegar um barn sé að ræða verði það að teljast eðlilegt að gera forráðamönnum þess viðvart um það þegar myndefni varpar ljósi á atvik sem því tengjast. Það hafi HK hins vegar ekki gert og því hafi HK ekki farið að lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga þegar félagið miðlaði upplýsingum um stúlkuna úr myndefni úr eftirlitsmyndavélum án þess að forráðamenn hennar væru upplýstir um það mál sem um ræddi.Úrskurð Persónuverndar má lesa í heild sinni hér.
Persónuvernd Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira