Ekki sama hvað er auglýst? Hersir Aron Ólafsson skrifar 24. ágúst 2018 20:44 Baráttusamtök gegn sjókvíaeldi segja ISAVIA skerða tjáningarfrelsi með því að taka niður auglýsingu þeirra í innritunarsal Keflavíkurflugvallar. Upplýsingafulltrúi ISAVIA segir auglýsinguna hins vegar setta upp í leyfisleysi auk þess sem vinnureglur banni slíkan boðskap í flugstöðinni. Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í morgun, en auglýsingin var sett upp af umhverfisverndarsamtökunum Icelandic Wildlife Fund. Í auglýsingunni segir m.a. að alþjóðleg fyrirtæki vilji stórauka umfang sjókvíaeldis í íslenskum fjörðum, sem hafa muni alvarlegar afleiðingar fyrir umhverfið. Þetta þurfi að stöðva. Auglýsingin fékk að standa í tíu daga en var svo tekin niður. „Þessi auglýsing var sett upp í flugstöðinni í leyfisleysi og þess vegna er hún tekin niður. Auglýsingar í flugstöðinni eru bornar undir starfsmenn ISAVIA og það er samkvæmt reglum,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA. Talsmaður samtakanna telur þessar skýringar heldur rýrar í roðinu og kannast ekki við slíkar reglur. „Og við skulum athuga það að fyrirtækið sem gekk frá auglýsingunni, framleiddi hana og hengdi hana upp í Leifsstöð gerði það að sjálfsögðu í samráði við ISAVIA. Það var starfsmaður frá ISAVIA á staðnum og auglýsingin var uppi í tíu daga,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund.Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir að auglýsingin hafi verið sett upp í leyfisleysi.vísir/ stöð 2Guðjón segir um vinnureglur að ræða, en ekki skráða reglugerð. Samkvæmt vinnureglunum eigi eingöngu að auglýsa vörur og þjónustu í flugstöðinni en ekki einhvers konar málstað. „Það er líka þessi áhersla á að það sé ekki verið að vega að einstaklingum, starfsemi eða fyrirtækjum eða eitthvað slíkt,“ segir Guðjón. „Ef koma fram einhverjar athugasemdir þá er það yfirleitt frá þeim sem telja á sér brotið í auglýsingum. Þarna var það ekki, þarna er engin hatursorðræða og við beinum ekki skilaboðunum gegn tilteknu fyrirtæki,“ segir Jón. Hann segir þær upplýsingar sem birtast í auglýsingunni byggja á viðurkenndum rannsóknum, rétt eins og ef talað væri fyrir minnkuðum útblæstri eða annars konar umhverfisvernd. Aðhald í þessum málaflokki sé sífellt mikilvægara samhliða því sem sjókvíaeldi vaxi fiskur um hrygg. „Það er náttúrulega mjög alvarlegur flötur á þessu máli að félag sem er 100% í eigu ríkisins sé í rauninni að skerða tjáningarfrelsi grasrótarsamtaka eins og Icelandic Wildlife Fund,“ segir Jón. „Við teljum þetta ekki vera spurningu um eitthvað slíkt, þetta eru bara vinnureglur sem við höfum og þetta sé spurningum auglýsingar fyrir vöru og þjónustu – en ekki málstaði,“ segir Guðjón. Samtökin hafa vísað málinu til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa og er niðurstöðu að vænta í næstu viku. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Baráttusamtök gegn sjókvíaeldi segja ISAVIA skerða tjáningarfrelsi með því að taka niður auglýsingu þeirra í innritunarsal Keflavíkurflugvallar. Upplýsingafulltrúi ISAVIA segir auglýsinguna hins vegar setta upp í leyfisleysi auk þess sem vinnureglur banni slíkan boðskap í flugstöðinni. Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í morgun, en auglýsingin var sett upp af umhverfisverndarsamtökunum Icelandic Wildlife Fund. Í auglýsingunni segir m.a. að alþjóðleg fyrirtæki vilji stórauka umfang sjókvíaeldis í íslenskum fjörðum, sem hafa muni alvarlegar afleiðingar fyrir umhverfið. Þetta þurfi að stöðva. Auglýsingin fékk að standa í tíu daga en var svo tekin niður. „Þessi auglýsing var sett upp í flugstöðinni í leyfisleysi og þess vegna er hún tekin niður. Auglýsingar í flugstöðinni eru bornar undir starfsmenn ISAVIA og það er samkvæmt reglum,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA. Talsmaður samtakanna telur þessar skýringar heldur rýrar í roðinu og kannast ekki við slíkar reglur. „Og við skulum athuga það að fyrirtækið sem gekk frá auglýsingunni, framleiddi hana og hengdi hana upp í Leifsstöð gerði það að sjálfsögðu í samráði við ISAVIA. Það var starfsmaður frá ISAVIA á staðnum og auglýsingin var uppi í tíu daga,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund.Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir að auglýsingin hafi verið sett upp í leyfisleysi.vísir/ stöð 2Guðjón segir um vinnureglur að ræða, en ekki skráða reglugerð. Samkvæmt vinnureglunum eigi eingöngu að auglýsa vörur og þjónustu í flugstöðinni en ekki einhvers konar málstað. „Það er líka þessi áhersla á að það sé ekki verið að vega að einstaklingum, starfsemi eða fyrirtækjum eða eitthvað slíkt,“ segir Guðjón. „Ef koma fram einhverjar athugasemdir þá er það yfirleitt frá þeim sem telja á sér brotið í auglýsingum. Þarna var það ekki, þarna er engin hatursorðræða og við beinum ekki skilaboðunum gegn tilteknu fyrirtæki,“ segir Jón. Hann segir þær upplýsingar sem birtast í auglýsingunni byggja á viðurkenndum rannsóknum, rétt eins og ef talað væri fyrir minnkuðum útblæstri eða annars konar umhverfisvernd. Aðhald í þessum málaflokki sé sífellt mikilvægara samhliða því sem sjókvíaeldi vaxi fiskur um hrygg. „Það er náttúrulega mjög alvarlegur flötur á þessu máli að félag sem er 100% í eigu ríkisins sé í rauninni að skerða tjáningarfrelsi grasrótarsamtaka eins og Icelandic Wildlife Fund,“ segir Jón. „Við teljum þetta ekki vera spurningu um eitthvað slíkt, þetta eru bara vinnureglur sem við höfum og þetta sé spurningum auglýsingar fyrir vöru og þjónustu – en ekki málstaði,“ segir Guðjón. Samtökin hafa vísað málinu til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa og er niðurstöðu að vænta í næstu viku.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira