Ekki sama hvað er auglýst? Hersir Aron Ólafsson skrifar 24. ágúst 2018 20:44 Baráttusamtök gegn sjókvíaeldi segja ISAVIA skerða tjáningarfrelsi með því að taka niður auglýsingu þeirra í innritunarsal Keflavíkurflugvallar. Upplýsingafulltrúi ISAVIA segir auglýsinguna hins vegar setta upp í leyfisleysi auk þess sem vinnureglur banni slíkan boðskap í flugstöðinni. Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í morgun, en auglýsingin var sett upp af umhverfisverndarsamtökunum Icelandic Wildlife Fund. Í auglýsingunni segir m.a. að alþjóðleg fyrirtæki vilji stórauka umfang sjókvíaeldis í íslenskum fjörðum, sem hafa muni alvarlegar afleiðingar fyrir umhverfið. Þetta þurfi að stöðva. Auglýsingin fékk að standa í tíu daga en var svo tekin niður. „Þessi auglýsing var sett upp í flugstöðinni í leyfisleysi og þess vegna er hún tekin niður. Auglýsingar í flugstöðinni eru bornar undir starfsmenn ISAVIA og það er samkvæmt reglum,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA. Talsmaður samtakanna telur þessar skýringar heldur rýrar í roðinu og kannast ekki við slíkar reglur. „Og við skulum athuga það að fyrirtækið sem gekk frá auglýsingunni, framleiddi hana og hengdi hana upp í Leifsstöð gerði það að sjálfsögðu í samráði við ISAVIA. Það var starfsmaður frá ISAVIA á staðnum og auglýsingin var uppi í tíu daga,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund.Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir að auglýsingin hafi verið sett upp í leyfisleysi.vísir/ stöð 2Guðjón segir um vinnureglur að ræða, en ekki skráða reglugerð. Samkvæmt vinnureglunum eigi eingöngu að auglýsa vörur og þjónustu í flugstöðinni en ekki einhvers konar málstað. „Það er líka þessi áhersla á að það sé ekki verið að vega að einstaklingum, starfsemi eða fyrirtækjum eða eitthvað slíkt,“ segir Guðjón. „Ef koma fram einhverjar athugasemdir þá er það yfirleitt frá þeim sem telja á sér brotið í auglýsingum. Þarna var það ekki, þarna er engin hatursorðræða og við beinum ekki skilaboðunum gegn tilteknu fyrirtæki,“ segir Jón. Hann segir þær upplýsingar sem birtast í auglýsingunni byggja á viðurkenndum rannsóknum, rétt eins og ef talað væri fyrir minnkuðum útblæstri eða annars konar umhverfisvernd. Aðhald í þessum málaflokki sé sífellt mikilvægara samhliða því sem sjókvíaeldi vaxi fiskur um hrygg. „Það er náttúrulega mjög alvarlegur flötur á þessu máli að félag sem er 100% í eigu ríkisins sé í rauninni að skerða tjáningarfrelsi grasrótarsamtaka eins og Icelandic Wildlife Fund,“ segir Jón. „Við teljum þetta ekki vera spurningu um eitthvað slíkt, þetta eru bara vinnureglur sem við höfum og þetta sé spurningum auglýsingar fyrir vöru og þjónustu – en ekki málstaði,“ segir Guðjón. Samtökin hafa vísað málinu til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa og er niðurstöðu að vænta í næstu viku. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Baráttusamtök gegn sjókvíaeldi segja ISAVIA skerða tjáningarfrelsi með því að taka niður auglýsingu þeirra í innritunarsal Keflavíkurflugvallar. Upplýsingafulltrúi ISAVIA segir auglýsinguna hins vegar setta upp í leyfisleysi auk þess sem vinnureglur banni slíkan boðskap í flugstöðinni. Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í morgun, en auglýsingin var sett upp af umhverfisverndarsamtökunum Icelandic Wildlife Fund. Í auglýsingunni segir m.a. að alþjóðleg fyrirtæki vilji stórauka umfang sjókvíaeldis í íslenskum fjörðum, sem hafa muni alvarlegar afleiðingar fyrir umhverfið. Þetta þurfi að stöðva. Auglýsingin fékk að standa í tíu daga en var svo tekin niður. „Þessi auglýsing var sett upp í flugstöðinni í leyfisleysi og þess vegna er hún tekin niður. Auglýsingar í flugstöðinni eru bornar undir starfsmenn ISAVIA og það er samkvæmt reglum,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA. Talsmaður samtakanna telur þessar skýringar heldur rýrar í roðinu og kannast ekki við slíkar reglur. „Og við skulum athuga það að fyrirtækið sem gekk frá auglýsingunni, framleiddi hana og hengdi hana upp í Leifsstöð gerði það að sjálfsögðu í samráði við ISAVIA. Það var starfsmaður frá ISAVIA á staðnum og auglýsingin var uppi í tíu daga,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund.Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir að auglýsingin hafi verið sett upp í leyfisleysi.vísir/ stöð 2Guðjón segir um vinnureglur að ræða, en ekki skráða reglugerð. Samkvæmt vinnureglunum eigi eingöngu að auglýsa vörur og þjónustu í flugstöðinni en ekki einhvers konar málstað. „Það er líka þessi áhersla á að það sé ekki verið að vega að einstaklingum, starfsemi eða fyrirtækjum eða eitthvað slíkt,“ segir Guðjón. „Ef koma fram einhverjar athugasemdir þá er það yfirleitt frá þeim sem telja á sér brotið í auglýsingum. Þarna var það ekki, þarna er engin hatursorðræða og við beinum ekki skilaboðunum gegn tilteknu fyrirtæki,“ segir Jón. Hann segir þær upplýsingar sem birtast í auglýsingunni byggja á viðurkenndum rannsóknum, rétt eins og ef talað væri fyrir minnkuðum útblæstri eða annars konar umhverfisvernd. Aðhald í þessum málaflokki sé sífellt mikilvægara samhliða því sem sjókvíaeldi vaxi fiskur um hrygg. „Það er náttúrulega mjög alvarlegur flötur á þessu máli að félag sem er 100% í eigu ríkisins sé í rauninni að skerða tjáningarfrelsi grasrótarsamtaka eins og Icelandic Wildlife Fund,“ segir Jón. „Við teljum þetta ekki vera spurningu um eitthvað slíkt, þetta eru bara vinnureglur sem við höfum og þetta sé spurningum auglýsingar fyrir vöru og þjónustu – en ekki málstaði,“ segir Guðjón. Samtökin hafa vísað málinu til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa og er niðurstöðu að vænta í næstu viku.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira