Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. júní 2018 12:14 Þyrla Landhelgisgæslunnar á slysstað í Barkárdal árið 2015 Vísir/Völundur Jónsson Í gær fjallaði Vísir um nýútgefna skýrslu um flugslysið í Barkárdal árið 2015. Tveir flugmenn, Arngrímur Jóhannsson og hinn kanadíski Arthur Grant Wagstaff stýrðu vélinni. Ætlunin var að fljúga frá Íslandi til Bandaríkjanna með nokkrum stoppum. Í skýrslunni kemur fram að þegar vélin fór í loftið var hún 250 kílóum yfir leyfilega þyngd hennar. Þá var auka eldsneytistanki komið fyrir í farþegasæti um borð og skráður sem flutningsfarmur. „Niðurstaða nefndarinnar er að flugvélin hafi verið töluvert of hlaðin, það er eitt af meginþáttunum þess að slysið á sér stað. Ofhleðsla vélarinnar veldur talsverðri skerðingu á afkastagetu hennar,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði rannsóknarnefndar samgönguslysa.Hver ber ábyrgð á ofhleðslu vélarinnar? „Það er ávallt þannig að sá flugmaður sem er skráður fyrir fluginu ber lokaábyrgð á því að vélin sé rétt hlaðin,“ segir Ragnar. Veðurskilyrði voru slæm og var tekin sú skyndiákvörðun að fljúga inn í þröngan Barkárdal. Erfitt reyndist að stýra vélinni vegna ofþyngdar og brotlenti hún um þremur korterum eftir flugtak. Eldur kom þá upp í vélinni. Reyndi þá Arthur að opna hægri hurð flugvélarinnar, sem reyndist föst. Ætlaði hann að opna farþegahurðina en í vegi fyrir henni var umræddur eldsneytistankur. Tókst honum því ekki að komast úr vélinni. Arngrímur kom hins vegar auga á sprungu í rúðu á hurðinni. Honum tókst að skalla rúðuna með höfðinu, þar til hún brotnaði vil illan leik. Honum tókst þá að skríða út vélinni. En rétt eftir að hann komst út urðu sprengingar í vélinni. „Samskipti milli flugmanna var ábótavant. Þeir ræða ekki sín á milli um framkvæmd. Þeir ræddu ekki sín á milli hve mikið eldsneyti var sett á vélina. Það er ein af ástæðum þess að vélin var svona ofhlaðin,“ segir Ragnar. Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Samgöngur Tengdar fréttir Þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að bjarga sér úr brennandi flaki flugvélar Flugmaður lítillar De Havilland Beaver flugvélar sem brotlenti í Barkárdal fyrir þremur árum, þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að komast lífs af úr flakinu. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur úrskurðað að vélin var ofhlaðin þegar slysið átti sér stað. 23. júní 2018 18:15 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Í gær fjallaði Vísir um nýútgefna skýrslu um flugslysið í Barkárdal árið 2015. Tveir flugmenn, Arngrímur Jóhannsson og hinn kanadíski Arthur Grant Wagstaff stýrðu vélinni. Ætlunin var að fljúga frá Íslandi til Bandaríkjanna með nokkrum stoppum. Í skýrslunni kemur fram að þegar vélin fór í loftið var hún 250 kílóum yfir leyfilega þyngd hennar. Þá var auka eldsneytistanki komið fyrir í farþegasæti um borð og skráður sem flutningsfarmur. „Niðurstaða nefndarinnar er að flugvélin hafi verið töluvert of hlaðin, það er eitt af meginþáttunum þess að slysið á sér stað. Ofhleðsla vélarinnar veldur talsverðri skerðingu á afkastagetu hennar,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði rannsóknarnefndar samgönguslysa.Hver ber ábyrgð á ofhleðslu vélarinnar? „Það er ávallt þannig að sá flugmaður sem er skráður fyrir fluginu ber lokaábyrgð á því að vélin sé rétt hlaðin,“ segir Ragnar. Veðurskilyrði voru slæm og var tekin sú skyndiákvörðun að fljúga inn í þröngan Barkárdal. Erfitt reyndist að stýra vélinni vegna ofþyngdar og brotlenti hún um þremur korterum eftir flugtak. Eldur kom þá upp í vélinni. Reyndi þá Arthur að opna hægri hurð flugvélarinnar, sem reyndist föst. Ætlaði hann að opna farþegahurðina en í vegi fyrir henni var umræddur eldsneytistankur. Tókst honum því ekki að komast úr vélinni. Arngrímur kom hins vegar auga á sprungu í rúðu á hurðinni. Honum tókst að skalla rúðuna með höfðinu, þar til hún brotnaði vil illan leik. Honum tókst þá að skríða út vélinni. En rétt eftir að hann komst út urðu sprengingar í vélinni. „Samskipti milli flugmanna var ábótavant. Þeir ræða ekki sín á milli um framkvæmd. Þeir ræddu ekki sín á milli hve mikið eldsneyti var sett á vélina. Það er ein af ástæðum þess að vélin var svona ofhlaðin,“ segir Ragnar.
Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Samgöngur Tengdar fréttir Þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að bjarga sér úr brennandi flaki flugvélar Flugmaður lítillar De Havilland Beaver flugvélar sem brotlenti í Barkárdal fyrir þremur árum, þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að komast lífs af úr flakinu. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur úrskurðað að vélin var ofhlaðin þegar slysið átti sér stað. 23. júní 2018 18:15 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að bjarga sér úr brennandi flaki flugvélar Flugmaður lítillar De Havilland Beaver flugvélar sem brotlenti í Barkárdal fyrir þremur árum, þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að komast lífs af úr flakinu. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur úrskurðað að vélin var ofhlaðin þegar slysið átti sér stað. 23. júní 2018 18:15