Einar segir mikinn styrk krónunnar óviðunandi 25. október 2007 14:39 Einar K. Guðfinnsson sjávarráðherra ræddi m.a. um gengi krónunnar í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ sem nú stendur yfir. Kvað hann mikinn styrk krónunnar skapa óviðunandi ástand fyrir útflutningsgreinarnar. Frá áramótum hafi krónan styrkst að meðaltali um tæplega 10% gagnvart öðrum gjaldmiðlum. „Almennt talað má segja að íslenska krónan hafi styrkst svo mikið gagnvart öðrum myntum sem raun ber vitni, vegna þess að Seðlabankinn heldur uppi hinum háu vöxtum. Þeir laða að erlent fjármagn sem veðjar á íslensku krónuna. Þetta er auðvitað ansi valt ástand og hefur valdið okkur miklum vanda," segir Einar. "Seðlabankinn heldur uppi vöxtum sínum m.a. til þess að berja niður verðbólgu. Það var því athyglisvert þegar sjá mátti fyrr í mánuðinum að verðbólga hér á landi, mæld á samræmdan mælikvarða Evrópusambandsins, er sú sama og gerist og gengur í Evrulandinu, þar sem vextirnir eru þó miklu lægri, eins og frægt er orðið." Einar segir ennfremur að Íslendingar glími við verðbólgu sem stafar einkanlega af hækkun húsnæðisverðs. "Þessi hækkun kemur því beint í bak útflutningsgreinanna, veikir stöðu þeirra og stuðlar m.a. að því að störfum hefur fækkað á því sviði. Þetta er að mínu mati mjög mikið umhugsunarefni og við hljótum að velta því alvarlega fyrir okkur hvort þeir mælikvarðar sem lagðir eru til grundvallar okkar hagstjórn séu að öllu leyti réttir," segir ráðherrann Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarráðherra ræddi m.a. um gengi krónunnar í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ sem nú stendur yfir. Kvað hann mikinn styrk krónunnar skapa óviðunandi ástand fyrir útflutningsgreinarnar. Frá áramótum hafi krónan styrkst að meðaltali um tæplega 10% gagnvart öðrum gjaldmiðlum. „Almennt talað má segja að íslenska krónan hafi styrkst svo mikið gagnvart öðrum myntum sem raun ber vitni, vegna þess að Seðlabankinn heldur uppi hinum háu vöxtum. Þeir laða að erlent fjármagn sem veðjar á íslensku krónuna. Þetta er auðvitað ansi valt ástand og hefur valdið okkur miklum vanda," segir Einar. "Seðlabankinn heldur uppi vöxtum sínum m.a. til þess að berja niður verðbólgu. Það var því athyglisvert þegar sjá mátti fyrr í mánuðinum að verðbólga hér á landi, mæld á samræmdan mælikvarða Evrópusambandsins, er sú sama og gerist og gengur í Evrulandinu, þar sem vextirnir eru þó miklu lægri, eins og frægt er orðið." Einar segir ennfremur að Íslendingar glími við verðbólgu sem stafar einkanlega af hækkun húsnæðisverðs. "Þessi hækkun kemur því beint í bak útflutningsgreinanna, veikir stöðu þeirra og stuðlar m.a. að því að störfum hefur fækkað á því sviði. Þetta er að mínu mati mjög mikið umhugsunarefni og við hljótum að velta því alvarlega fyrir okkur hvort þeir mælikvarðar sem lagðir eru til grundvallar okkar hagstjórn séu að öllu leyti réttir," segir ráðherrann
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira