Missti dekkið undan bílnum eftir dekkjaskipti Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2019 07:04 Mikilvægt að festa dekkin vel. Ökumaður varð fyrir því óláni að missa annað framdekkið undan bifreið sinni á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöld. Að sögn lögreglu hafði maðurinn nýlega farið með bílinn í dekkjaskipti en svo virðist sem eitthvað hafi misfarist þegar nagladekkin voru fest á bifreiðina. Ekki fylgir sögunni hvort eitthvað tjón hafi orðið á bílnum við það að missa dekkið í miðjum akstri, en bifreiðin var flutt með dráttarbifreið á næsta dekkjaverkstæði. Ökumaðurinn var auk þess heill heilsu og segist lögreglan hafa aðstoðað hann heim til sín. Lögreglan segir fjölda annarra mála hafa komið inn á sitt borð í gærkvöldi og nótt. Til að mynda segist hún hafa haft „ítrekuð afskipti“ af manni sem ráfaði inn í hús og gistiheimili í Fossvogi og lagðist þar til svefns. Maðurinn á að hafa verið í nokkuð annarlegu ástandi og segist lögreglan hafa flutt hann í fangaklefa þar sem maðurinn hefur dvalið í nótt. Tvö innbrot voru jafnframt framin í miðborginni í nótt, annars vegar var brotist inn í fyrirtæki og hins vegar heimili. Ekki er vitað hverju var stolið í báðum tilfellum en öryggisvörður segist hafa séð tvo menn hlaupa frá heimilinu. Grunur leikur á að þar hafi innbrotsþjófarnir verið þar á ferð og er þeirra nú leitað. Aukinheldur var tilkynnt um tvö þjófnaðarmál í Breiðholti í gærkvöldi. Þannig er unglingur sagður hafa leyft ókunnugum mönnum að nota farsímann sinn, sem fór ekki betur en svo að þeir hlupu á brott eftir að hafa fengið símann í hendurnar. Lögreglumenn höfðu hendur í hári þjófanna síðar, í tengslum við annað mál að sögn lögreglu. Tveir menn eru jafnframt sagðir hafa veist að þeim þriðja á göngustíg í Breiðholti og krafist úlpu, peninga og síma. Maðurinn náði að komast undan án þess að afhenda eigur sínar að sögn lögreglu, sem segist jafnframt hafa fundið árásarmennina síðar um kvöldið. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Ökumaður varð fyrir því óláni að missa annað framdekkið undan bifreið sinni á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöld. Að sögn lögreglu hafði maðurinn nýlega farið með bílinn í dekkjaskipti en svo virðist sem eitthvað hafi misfarist þegar nagladekkin voru fest á bifreiðina. Ekki fylgir sögunni hvort eitthvað tjón hafi orðið á bílnum við það að missa dekkið í miðjum akstri, en bifreiðin var flutt með dráttarbifreið á næsta dekkjaverkstæði. Ökumaðurinn var auk þess heill heilsu og segist lögreglan hafa aðstoðað hann heim til sín. Lögreglan segir fjölda annarra mála hafa komið inn á sitt borð í gærkvöldi og nótt. Til að mynda segist hún hafa haft „ítrekuð afskipti“ af manni sem ráfaði inn í hús og gistiheimili í Fossvogi og lagðist þar til svefns. Maðurinn á að hafa verið í nokkuð annarlegu ástandi og segist lögreglan hafa flutt hann í fangaklefa þar sem maðurinn hefur dvalið í nótt. Tvö innbrot voru jafnframt framin í miðborginni í nótt, annars vegar var brotist inn í fyrirtæki og hins vegar heimili. Ekki er vitað hverju var stolið í báðum tilfellum en öryggisvörður segist hafa séð tvo menn hlaupa frá heimilinu. Grunur leikur á að þar hafi innbrotsþjófarnir verið þar á ferð og er þeirra nú leitað. Aukinheldur var tilkynnt um tvö þjófnaðarmál í Breiðholti í gærkvöldi. Þannig er unglingur sagður hafa leyft ókunnugum mönnum að nota farsímann sinn, sem fór ekki betur en svo að þeir hlupu á brott eftir að hafa fengið símann í hendurnar. Lögreglumenn höfðu hendur í hári þjófanna síðar, í tengslum við annað mál að sögn lögreglu. Tveir menn eru jafnframt sagðir hafa veist að þeim þriðja á göngustíg í Breiðholti og krafist úlpu, peninga og síma. Maðurinn náði að komast undan án þess að afhenda eigur sínar að sögn lögreglu, sem segist jafnframt hafa fundið árásarmennina síðar um kvöldið.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira