Könnun endurspegli ekki veruleika 13. október 2005 15:31 Aðeins átta prósent kjósenda segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Formaður þingflokks framsóknarmanna segir könnunina ekki endurspegla raunveruleikann. Í niðurstöðum nýrrar könnunar á fylgi flokkanna, sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, mælist Framsóknarflokkurinn aðeins með átta prósenta fylgi. Mikill munur er á fylgi flokksins í höfuðborginni og á landsbyggðinni því aðeins 4,8 prósent höfuðborgarbúa segjast myndu kjósa flokkinn en hins vegar nýtur hann fylgis nærri 13 prósenta íbúa landsbyggðarinnar. Yrði gengið til kosninga nú myndi flokkurinn samkvæmt þessu missa sjö þingmenn og ríkisstjórnarflokkarnir næðu ekki meirihluta þó að Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig þrem þingmönnum frá síðustu kosningum. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir könnunina á skjön við kannanir undanfarið og heldur því fram að hún endurspegli ekki raunveruleikann. Hann byggi það annars vegar á málefnastöðu flokksins og hins vegar viðmóti sem þingmenn hafi fundið fyrir á ferðum sínum um kjördæmi landsins í fyrri hluta janúarmánaðar. Könnunin sé á skjön á við aðrar en slíkt gerist oft. Hann vilji frekar horfa á könnun Gallups sem birt hafi verið fyrir nokkrum dögum. Fylgi flokksins var í sögulegu lágmarki í Reykjavík í síðustu kosningum og það virðist fara enn þá neðar. Um þá fullyrðingu segir Hjálmar að ekki bendi allar kannanir í þá átt og hann hafi þá trú og sannfæringu að Framsóknarflokkurinn muni verða í framsókn eins og nafn flokksins gefi til kynna. Í könnun Gallups á fylgi flokkanna frá því í janúar mældist Framsóknarflokkurinn með tæp þrettán prósentustig. Í könnuninni frá því í morgun mælast Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin með nærri jafnt fylgi, báðir flokkar eru með um 35 prósent. Hvor flokkur fengi 23 þingmenn samkvæmt niðurstöðunum. Vinstri - grænir mælast með 14,4 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni og myndu fá níu þingmenn en frjálslyndir lækka lítið eitt frá síðustu kosningum en myndu þó halda sínum fjórum þingmönnum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Aðeins átta prósent kjósenda segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Formaður þingflokks framsóknarmanna segir könnunina ekki endurspegla raunveruleikann. Í niðurstöðum nýrrar könnunar á fylgi flokkanna, sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, mælist Framsóknarflokkurinn aðeins með átta prósenta fylgi. Mikill munur er á fylgi flokksins í höfuðborginni og á landsbyggðinni því aðeins 4,8 prósent höfuðborgarbúa segjast myndu kjósa flokkinn en hins vegar nýtur hann fylgis nærri 13 prósenta íbúa landsbyggðarinnar. Yrði gengið til kosninga nú myndi flokkurinn samkvæmt þessu missa sjö þingmenn og ríkisstjórnarflokkarnir næðu ekki meirihluta þó að Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig þrem þingmönnum frá síðustu kosningum. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir könnunina á skjön við kannanir undanfarið og heldur því fram að hún endurspegli ekki raunveruleikann. Hann byggi það annars vegar á málefnastöðu flokksins og hins vegar viðmóti sem þingmenn hafi fundið fyrir á ferðum sínum um kjördæmi landsins í fyrri hluta janúarmánaðar. Könnunin sé á skjön á við aðrar en slíkt gerist oft. Hann vilji frekar horfa á könnun Gallups sem birt hafi verið fyrir nokkrum dögum. Fylgi flokksins var í sögulegu lágmarki í Reykjavík í síðustu kosningum og það virðist fara enn þá neðar. Um þá fullyrðingu segir Hjálmar að ekki bendi allar kannanir í þá átt og hann hafi þá trú og sannfæringu að Framsóknarflokkurinn muni verða í framsókn eins og nafn flokksins gefi til kynna. Í könnun Gallups á fylgi flokkanna frá því í janúar mældist Framsóknarflokkurinn með tæp þrettán prósentustig. Í könnuninni frá því í morgun mælast Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin með nærri jafnt fylgi, báðir flokkar eru með um 35 prósent. Hvor flokkur fengi 23 þingmenn samkvæmt niðurstöðunum. Vinstri - grænir mælast með 14,4 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni og myndu fá níu þingmenn en frjálslyndir lækka lítið eitt frá síðustu kosningum en myndu þó halda sínum fjórum þingmönnum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira