Vilja semja við umdeildan verktaka 13. október 2005 14:32 "Ég veit ekki til þess að Impregilo eða þessir verktakar hafi tilskyld leyfi til að reka sjúkrabifreiðar," segir Vernharð Guðnason, framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo á nú í viðræðum við íslenskt verktakafyrirtæki um að taka að sér allan akstur og eftirlit með sjúkrabifreiðum á Kárahnjúkum. Fyrirtækið, GT verktakar, hefur um skeið séð um rútuflutninga fyrir Ítalina og herma heimildir að Impregilo hafi nú þegar selt verktökunum alla fimm sjúkrabílana sem nota skal á Kárahnjúkasvæðinu. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hafa fimmtán íslenskir sjúkraflutningamenn íhugað verkföll eða uppsagnir um skeið enda laun þeirra ekki samkvæmt samningum og vinnuaðstaða dapurleg. Einnig vantar mikið upp á að sjúkrabílar Impregilo uppfylli þau skilyrði sem slík öryggistæki þurfa að hafa. Tveir sjúkrabílanna eru enn á verkstæðum tæpum tveimur vikum eftir að notkun þeirra var bönnuð eftir bifreiðaskoðun. Vernharð segir starf sjúkraflutningamanna löggilt og því þurfi leyfi heilbrigðisráðuneytis til að starfa sem slíkur. "Við höfum ítrekað sent Impregilo bréf vegna þeirrar deilu sem uppi er og þeir hafa ekki svo mikið sem svarað einu þeirra. Nú fáum við þetta framan í okkur eins og blauta tusku og þetta er ekkert annað en lítilsvirðing við þá starfsmenn sem þarna hafa verið að störfum. Verkalýðsfélög eiga í stappi við GT verktaka nú þegar en rúmlega 20 manns hafa sagt upp störfum hjá fyrirtækinu síðan um áramót þar sem ekki hefur verið staðið skil á launum og launatengdum gjöldum. Ennfremur þykir skorta mikið á að hópflutningabílar fyrirtækisins uppfylli allar öryggiskröfur og dæmi eru um að ökumenn þeirra hafi ekki tilskilin meirapróf. Yfirmaður fyrirtækisins svaraði ekki skilaboðum blaðamanns en í síðustu viku neitaði hann allri vitneskju um að margir starfsmenn hans hefðu sagt upp störfum. Heimildir blaðsins herma að sjúkrastarfsmennirnir að Kárahnjúkum hyggist segja upp störfum og vinna uppsagnarfrest. Skortur er á menntuðum starfsmönnum til þessara starfa í landinu og vitað er að Alcoa sem byggir senn álver í Reyðarfirði er á höttunum eftir slíku fólki. Fréttir Innlent Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
"Ég veit ekki til þess að Impregilo eða þessir verktakar hafi tilskyld leyfi til að reka sjúkrabifreiðar," segir Vernharð Guðnason, framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo á nú í viðræðum við íslenskt verktakafyrirtæki um að taka að sér allan akstur og eftirlit með sjúkrabifreiðum á Kárahnjúkum. Fyrirtækið, GT verktakar, hefur um skeið séð um rútuflutninga fyrir Ítalina og herma heimildir að Impregilo hafi nú þegar selt verktökunum alla fimm sjúkrabílana sem nota skal á Kárahnjúkasvæðinu. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hafa fimmtán íslenskir sjúkraflutningamenn íhugað verkföll eða uppsagnir um skeið enda laun þeirra ekki samkvæmt samningum og vinnuaðstaða dapurleg. Einnig vantar mikið upp á að sjúkrabílar Impregilo uppfylli þau skilyrði sem slík öryggistæki þurfa að hafa. Tveir sjúkrabílanna eru enn á verkstæðum tæpum tveimur vikum eftir að notkun þeirra var bönnuð eftir bifreiðaskoðun. Vernharð segir starf sjúkraflutningamanna löggilt og því þurfi leyfi heilbrigðisráðuneytis til að starfa sem slíkur. "Við höfum ítrekað sent Impregilo bréf vegna þeirrar deilu sem uppi er og þeir hafa ekki svo mikið sem svarað einu þeirra. Nú fáum við þetta framan í okkur eins og blauta tusku og þetta er ekkert annað en lítilsvirðing við þá starfsmenn sem þarna hafa verið að störfum. Verkalýðsfélög eiga í stappi við GT verktaka nú þegar en rúmlega 20 manns hafa sagt upp störfum hjá fyrirtækinu síðan um áramót þar sem ekki hefur verið staðið skil á launum og launatengdum gjöldum. Ennfremur þykir skorta mikið á að hópflutningabílar fyrirtækisins uppfylli allar öryggiskröfur og dæmi eru um að ökumenn þeirra hafi ekki tilskilin meirapróf. Yfirmaður fyrirtækisins svaraði ekki skilaboðum blaðamanns en í síðustu viku neitaði hann allri vitneskju um að margir starfsmenn hans hefðu sagt upp störfum. Heimildir blaðsins herma að sjúkrastarfsmennirnir að Kárahnjúkum hyggist segja upp störfum og vinna uppsagnarfrest. Skortur er á menntuðum starfsmönnum til þessara starfa í landinu og vitað er að Alcoa sem byggir senn álver í Reyðarfirði er á höttunum eftir slíku fólki.
Fréttir Innlent Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira