Innlent

Taka undir áskorun í auglýsingu

Framkvæmdastjórn Landssambands Framsóknarkvenna tekur undir áskorun 40 kvenna sem auglýstu í Fréttablaðinu í morgun og kröfðust þess að konum í ríkisstjórn yrði ekki fækkað þegar ráðherralið Framsóknar breytist þann 15. september næstkomandi. Framsóknarkonur ætla að funda í næstu viku og ber fundurinn yfirskriftina: Staða kvenna í Framsóknarflokknum. Aftur til fortíðar? Þó eru ekki allar framsóknarkonur uggandi um stöðu kvenna í flokknum og hefur Dagný Jónsdóttir, þingmaður gagnrýnt hópinn sem auglýsti í gær fyrir að láta sem þær tali fyrir munn allra framsóknarkvenna, sem sé alls ekki raunin. Dagný segir að sér sé misboðið og að hún sé reið vegna þess málflutnings sem hópurinn hefur uppi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×