Innlent

Ungir Lettar gripnir með 700 grömm af kókaíni í Reykjavík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ungu karlarnir tveir voru teknir með fíkniefnin innanklæða þegar þeir lentu á Reykjavíkurflugvelli.
Ungu karlarnir tveir voru teknir með fíkniefnin innanklæða þegar þeir lentu á Reykjavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm
Tveir Lettar um tvítugt hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeir eru sakaðir um að hafa miðvikudaginn 5. september síðastliðinn staðið að innflutningi á 700 grömmum af kókaíni með 77 prósent styrkleika. Er talið að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.

Ungu karlmennirnir fluttu fíkniefnin til landsin frá Spáni með viðkomu í Færeyjum og þaðan með flugi RC-401 til Reykjavíkur. Við leit tollvarða fannst í fórum annars karlsins pakkning innanklæða sem reyndist innihalda 353 grömm af kókaíni og í fórum hins fannst pakkning innanklæða í nærbuxum sem reyndist innihalda 345 grömm af kókaíni.

Þessi er krafist að efnin verði gerð upptæk og karlmennirnir dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×