Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fjallað verður áfram um Klaustursupptökurnar svokölluðu í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 kl. 18:30 en Bjarni Benediktsson hefur staðfest í samtali við fréttastofu að hann, ásamt utanríkisráðherra, hafi nýverið fundað með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á að starfa á erlendum vettvangi.

Einnig segjum við frá því að eigandi Indigo Partners er nú staddur á landinu til að funda með Skúla Mogensen um kaup á hlut í félaginu. Við segjum frá nýjum tillögum starfshóps samgönguráðherra þar sem meðal annars er mælt með skosku leiðinni svokölluðu, en það þýðir að íbúar á landsbyggðinni fá fimmtíu prósent afslátt af flugi.

Við fjöllum um nýja rannsókn sem sýnir að rétt tæpur helmingur stúlkna í tíunda bekk hafa verið beðnar um að senda nektarmynd af sér, við fjöllum um hagræðingaraðgerðir í ferðaþjónustunni og um íslensku jöklana sem síðasta árið hafa staðið í stað eða stækkað - en það hefur ekki gerst í aldarfjórðung.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×