„Notum það besta úr hinum pottunum í Reykjavík í þennan“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. apríl 2014 16:01 Nú hefur bæst í pottaflóru landsmanna þar sem nýr heitur pottur var vígður í Vesturbæjarlaug klukkan 16 í dag. Hafliði Halldórsson, forstöðumaður laugarinnar, segir aldrei falla skugga á nýja pottinn. „Það er ekki verið að finna upp neitt nýtt,“ segir Hafliði í samtali við Vísi. „Við erum hins vegar að nota allt það besta úr hinum pottunum í Reykjavík í þennan.“ Laugarsvæðið hefur verið stækkað svo um munar og búið er að setja upp nýja girðingu, byggja nýjan kjallara og geymslu fyrir laugarverði, auk þess sem kvennaklefinn hefur verið tekinn í gegn. Hafliði segir þá fjóra potta sem fyrir voru vera á sínum stað en nýi potturinn er að hans sögn mjög stór. „Þetta er hrein viðbót og nýi potturinn er í rauninni tveir pottar saman. Þarna er vaðlaug, sambærileg þeirri í Grafarvogslaug, og svo stór, tvískiptur pottur sem er bæði nuddpottur og venjulegur.“Vísir/DaníelÞað var Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs, sem vígði pottinn og var hún í sannkölluðu sumarskapi þegar Vísir náði tali af henni. „Það stóð til að bíða með að taka karlaklefana í gegn en svo var ákveðið á fundi í borgarráði í morgun að bíða ekki lengur með það,“ segir Eva og munu endurbætur á karlaklefunum hefjast innan skamms. „Þetta er því gleðidagur fyrir Vesturbæjarlaug og alla sundiðkendur.“ Eva hélt stutta ræðu áður en hún vígði pottinn en stóru skærin voru ekki dregin á loft. „Nei, þetta er bara óformlegt, bara nokkur góð orð, enda best að tala sem minnst í svona góðu veðri og hleypa fólkinu bara sem fyrst í pottinn.“Vísir/DaníelDagur B. Eggertsson borgarfulltrúi var kominn hálfa leið í skýluna þegar Vísir sló á þráðinn til hans. „Ég var að sækja tvo yngstu krakkana mína og ætli ég dragi þau ekki bara með í pottinn,“ segir Dagur og viðurkennir að hann sé „meiri pottamaður en sundmaður“. Vesturbæjarlaugin er ekki hans hverfislaug en Dagur segir hana hafa skemmtilegan karakter. „Árbæjarlaugin er mitt uppáhald en þær eru allar æðislegar þó þær séu ólíkar.“ Hann segist reyna að fara sem oftast í sund enda sé það hollt fyrir líkama og sál. „Laugarnar í Reykjavík eru eitt það mesta lýðheilsuverkefni sem ég þekki og áhrif þeirra eru meiri en fólk gerir sér grein fyrir, bæði á líkama og geðheilsu.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Nú hefur bæst í pottaflóru landsmanna þar sem nýr heitur pottur var vígður í Vesturbæjarlaug klukkan 16 í dag. Hafliði Halldórsson, forstöðumaður laugarinnar, segir aldrei falla skugga á nýja pottinn. „Það er ekki verið að finna upp neitt nýtt,“ segir Hafliði í samtali við Vísi. „Við erum hins vegar að nota allt það besta úr hinum pottunum í Reykjavík í þennan.“ Laugarsvæðið hefur verið stækkað svo um munar og búið er að setja upp nýja girðingu, byggja nýjan kjallara og geymslu fyrir laugarverði, auk þess sem kvennaklefinn hefur verið tekinn í gegn. Hafliði segir þá fjóra potta sem fyrir voru vera á sínum stað en nýi potturinn er að hans sögn mjög stór. „Þetta er hrein viðbót og nýi potturinn er í rauninni tveir pottar saman. Þarna er vaðlaug, sambærileg þeirri í Grafarvogslaug, og svo stór, tvískiptur pottur sem er bæði nuddpottur og venjulegur.“Vísir/DaníelÞað var Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs, sem vígði pottinn og var hún í sannkölluðu sumarskapi þegar Vísir náði tali af henni. „Það stóð til að bíða með að taka karlaklefana í gegn en svo var ákveðið á fundi í borgarráði í morgun að bíða ekki lengur með það,“ segir Eva og munu endurbætur á karlaklefunum hefjast innan skamms. „Þetta er því gleðidagur fyrir Vesturbæjarlaug og alla sundiðkendur.“ Eva hélt stutta ræðu áður en hún vígði pottinn en stóru skærin voru ekki dregin á loft. „Nei, þetta er bara óformlegt, bara nokkur góð orð, enda best að tala sem minnst í svona góðu veðri og hleypa fólkinu bara sem fyrst í pottinn.“Vísir/DaníelDagur B. Eggertsson borgarfulltrúi var kominn hálfa leið í skýluna þegar Vísir sló á þráðinn til hans. „Ég var að sækja tvo yngstu krakkana mína og ætli ég dragi þau ekki bara með í pottinn,“ segir Dagur og viðurkennir að hann sé „meiri pottamaður en sundmaður“. Vesturbæjarlaugin er ekki hans hverfislaug en Dagur segir hana hafa skemmtilegan karakter. „Árbæjarlaugin er mitt uppáhald en þær eru allar æðislegar þó þær séu ólíkar.“ Hann segist reyna að fara sem oftast í sund enda sé það hollt fyrir líkama og sál. „Laugarnar í Reykjavík eru eitt það mesta lýðheilsuverkefni sem ég þekki og áhrif þeirra eru meiri en fólk gerir sér grein fyrir, bæði á líkama og geðheilsu.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent