„Notum það besta úr hinum pottunum í Reykjavík í þennan“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. apríl 2014 16:01 Nú hefur bæst í pottaflóru landsmanna þar sem nýr heitur pottur var vígður í Vesturbæjarlaug klukkan 16 í dag. Hafliði Halldórsson, forstöðumaður laugarinnar, segir aldrei falla skugga á nýja pottinn. „Það er ekki verið að finna upp neitt nýtt,“ segir Hafliði í samtali við Vísi. „Við erum hins vegar að nota allt það besta úr hinum pottunum í Reykjavík í þennan.“ Laugarsvæðið hefur verið stækkað svo um munar og búið er að setja upp nýja girðingu, byggja nýjan kjallara og geymslu fyrir laugarverði, auk þess sem kvennaklefinn hefur verið tekinn í gegn. Hafliði segir þá fjóra potta sem fyrir voru vera á sínum stað en nýi potturinn er að hans sögn mjög stór. „Þetta er hrein viðbót og nýi potturinn er í rauninni tveir pottar saman. Þarna er vaðlaug, sambærileg þeirri í Grafarvogslaug, og svo stór, tvískiptur pottur sem er bæði nuddpottur og venjulegur.“Vísir/DaníelÞað var Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs, sem vígði pottinn og var hún í sannkölluðu sumarskapi þegar Vísir náði tali af henni. „Það stóð til að bíða með að taka karlaklefana í gegn en svo var ákveðið á fundi í borgarráði í morgun að bíða ekki lengur með það,“ segir Eva og munu endurbætur á karlaklefunum hefjast innan skamms. „Þetta er því gleðidagur fyrir Vesturbæjarlaug og alla sundiðkendur.“ Eva hélt stutta ræðu áður en hún vígði pottinn en stóru skærin voru ekki dregin á loft. „Nei, þetta er bara óformlegt, bara nokkur góð orð, enda best að tala sem minnst í svona góðu veðri og hleypa fólkinu bara sem fyrst í pottinn.“Vísir/DaníelDagur B. Eggertsson borgarfulltrúi var kominn hálfa leið í skýluna þegar Vísir sló á þráðinn til hans. „Ég var að sækja tvo yngstu krakkana mína og ætli ég dragi þau ekki bara með í pottinn,“ segir Dagur og viðurkennir að hann sé „meiri pottamaður en sundmaður“. Vesturbæjarlaugin er ekki hans hverfislaug en Dagur segir hana hafa skemmtilegan karakter. „Árbæjarlaugin er mitt uppáhald en þær eru allar æðislegar þó þær séu ólíkar.“ Hann segist reyna að fara sem oftast í sund enda sé það hollt fyrir líkama og sál. „Laugarnar í Reykjavík eru eitt það mesta lýðheilsuverkefni sem ég þekki og áhrif þeirra eru meiri en fólk gerir sér grein fyrir, bæði á líkama og geðheilsu.“ Mest lesið Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent David Lynch er látinn Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Innlent Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Erlent Fleiri fréttir Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Sjá meira
Nú hefur bæst í pottaflóru landsmanna þar sem nýr heitur pottur var vígður í Vesturbæjarlaug klukkan 16 í dag. Hafliði Halldórsson, forstöðumaður laugarinnar, segir aldrei falla skugga á nýja pottinn. „Það er ekki verið að finna upp neitt nýtt,“ segir Hafliði í samtali við Vísi. „Við erum hins vegar að nota allt það besta úr hinum pottunum í Reykjavík í þennan.“ Laugarsvæðið hefur verið stækkað svo um munar og búið er að setja upp nýja girðingu, byggja nýjan kjallara og geymslu fyrir laugarverði, auk þess sem kvennaklefinn hefur verið tekinn í gegn. Hafliði segir þá fjóra potta sem fyrir voru vera á sínum stað en nýi potturinn er að hans sögn mjög stór. „Þetta er hrein viðbót og nýi potturinn er í rauninni tveir pottar saman. Þarna er vaðlaug, sambærileg þeirri í Grafarvogslaug, og svo stór, tvískiptur pottur sem er bæði nuddpottur og venjulegur.“Vísir/DaníelÞað var Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs, sem vígði pottinn og var hún í sannkölluðu sumarskapi þegar Vísir náði tali af henni. „Það stóð til að bíða með að taka karlaklefana í gegn en svo var ákveðið á fundi í borgarráði í morgun að bíða ekki lengur með það,“ segir Eva og munu endurbætur á karlaklefunum hefjast innan skamms. „Þetta er því gleðidagur fyrir Vesturbæjarlaug og alla sundiðkendur.“ Eva hélt stutta ræðu áður en hún vígði pottinn en stóru skærin voru ekki dregin á loft. „Nei, þetta er bara óformlegt, bara nokkur góð orð, enda best að tala sem minnst í svona góðu veðri og hleypa fólkinu bara sem fyrst í pottinn.“Vísir/DaníelDagur B. Eggertsson borgarfulltrúi var kominn hálfa leið í skýluna þegar Vísir sló á þráðinn til hans. „Ég var að sækja tvo yngstu krakkana mína og ætli ég dragi þau ekki bara með í pottinn,“ segir Dagur og viðurkennir að hann sé „meiri pottamaður en sundmaður“. Vesturbæjarlaugin er ekki hans hverfislaug en Dagur segir hana hafa skemmtilegan karakter. „Árbæjarlaugin er mitt uppáhald en þær eru allar æðislegar þó þær séu ólíkar.“ Hann segist reyna að fara sem oftast í sund enda sé það hollt fyrir líkama og sál. „Laugarnar í Reykjavík eru eitt það mesta lýðheilsuverkefni sem ég þekki og áhrif þeirra eru meiri en fólk gerir sér grein fyrir, bæði á líkama og geðheilsu.“
Mest lesið Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent David Lynch er látinn Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Innlent Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Erlent Fleiri fréttir Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Sjá meira
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent