Umsvif íslenskra útgerða aukast í Afríku 3. maí 2007 06:15 Umsvif íslenskra útgerðarfyrirtækja í Afríku eru að aukast. Sjólaskip gera sjö skip út frá ströndum Marokkó og Máritaníu í Vestur-Afríku. Flaggskip íslenska flotans, Engey RE-1, er einnig á leið til veiða á sömu slóðum, á vegum dótturfélags Samherja. Magnús Guðmundsson, sem var nýlega ráðinn skipstjóri á Engeynni, hefur veitt undan ströndum Vestur-Afríku í níu ár og er ánægður með veruna í Afríku. „Það er fínt að veiða þarna, alltaf gott veður og engar frosthörkur." Magnús segir útgerðina allt öðruvísi ytra en hér heima. Skipin séu í raun fljótandi verksmiðjur sem komi ekki til hafnar nema á tveggja ára fresti. Með hjálp flutningaskips er landað og skipt um áhöfn á nokkurra mánaða fresti. Bæði Engey og skipin sjö sem Sjólaskip gera út veiða makríl og sardínu ásamt öðrum fisktegundum undan ströndum Marokkó og Máritaníu. Kvóti Sjólaskipa í Marokkó er um áttatíu þúsund tonn en í Máritaníu er fiskveiðikerfi sem svipar til sóknardagakerfisins hér heima. Þar er aflinn meiri en í Marokkó að sögn Haralds Guðmundssonar framkvæmdastjóra, en Sjólaskip hafa gert út af ströndum Afríku í tíu ár. Nákvæmar tölur um kvóta Engeyjar liggja ekki fyrir en Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, gerir ráð fyrir að hægt verði að gera þar út stóran hluta ársins. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Umsvif íslenskra útgerðarfyrirtækja í Afríku eru að aukast. Sjólaskip gera sjö skip út frá ströndum Marokkó og Máritaníu í Vestur-Afríku. Flaggskip íslenska flotans, Engey RE-1, er einnig á leið til veiða á sömu slóðum, á vegum dótturfélags Samherja. Magnús Guðmundsson, sem var nýlega ráðinn skipstjóri á Engeynni, hefur veitt undan ströndum Vestur-Afríku í níu ár og er ánægður með veruna í Afríku. „Það er fínt að veiða þarna, alltaf gott veður og engar frosthörkur." Magnús segir útgerðina allt öðruvísi ytra en hér heima. Skipin séu í raun fljótandi verksmiðjur sem komi ekki til hafnar nema á tveggja ára fresti. Með hjálp flutningaskips er landað og skipt um áhöfn á nokkurra mánaða fresti. Bæði Engey og skipin sjö sem Sjólaskip gera út veiða makríl og sardínu ásamt öðrum fisktegundum undan ströndum Marokkó og Máritaníu. Kvóti Sjólaskipa í Marokkó er um áttatíu þúsund tonn en í Máritaníu er fiskveiðikerfi sem svipar til sóknardagakerfisins hér heima. Þar er aflinn meiri en í Marokkó að sögn Haralds Guðmundssonar framkvæmdastjóra, en Sjólaskip hafa gert út af ströndum Afríku í tíu ár. Nákvæmar tölur um kvóta Engeyjar liggja ekki fyrir en Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, gerir ráð fyrir að hægt verði að gera þar út stóran hluta ársins.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira