Siglingar varasamar fyrir norðan 13. október 2005 18:54 "Öll siglingaleiðin frá Ísafjarðardjúpi að Bakkaflóa í austri er varasöm vegna hafíss og miklar líkur á að bæti í næstu dagana," segir Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Farið var ískönnunarflug síðdegis í gær og er ís fyrir mestallri norðurströnd landsins þó í mismiklum mæli sé. Áfram er gert ráð fyrir stífum norðanáttum næstu daga og ísbreiður gætu leitað austur fyrir land. Tæplega 30 ár eru síðan hafís lagðist síðast að Norðurlandi með þeim hætti að alvarlegar truflanir urðu á siglingum og er veruleg hætta á að slíkt endurtaki sig nú meðan norðanátt ríkir en spár gera allar ráð fyrir slíku áfram. Þór segir fulla ástæðu til varkárni og segir ísinn fara hratt yfir. "Það getur komið til þess á stuttum tíma séu aðstæður réttar að hann fari alla leið að landi. Engu skiptir þá hvort um lítinn ís er að ræða eða stærri jaka, allt getur valdið tjóni á bátum og skipum." "Við höfum ekki áhyggjur af þessu eins og sakir standa en það verður ekkert siglt á mánudag ef fram heldur sem horfir," segir Sigurjón Herbertsson, skipstjóri á Sæfara, en hann siglir reglulega milli Dalvíkur og Grímseyjar með farþega og vistir. Sæfari er ekki í ferðum yfir helgina en Sigurjón fór á föstudagskvöld eina ferð með vararafstöð og rammgerðan vír sem nota á til að strengja yfir höfnina til að verja báta heimamanna sem eru auðveld bráð komist ísinn í gegn. Í gærkvöld voru heimamenn í viðbragðsstöðu en höfðu þó ekki lokað höfninni þegar Fréttablaðið fór í prentun. Þrír dagar eru síðan vart varð nokkurra jaka úti fyrir Melrakkasléttu ásamt íshröngli við strendur en að sögn lögreglu á Raufarhöfn sem reglulega fer eftirlitsferðir meðfram ströndinni hefur ísinn ekki aukist þar enn sem komið er. Samkvæmt gögnum Veðurstofu Íslands eru aðstæður með þeim hætti að hafís gæti leitað suður landið meðfram Austfjörðum og fyrir utan þann usla sem slíkt ylli á samgöngum og siglingum eru fiskeldiskvíar í hættu en þær eru fjölmargar á þessum slóðum. Fréttir Innlent Veður Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
"Öll siglingaleiðin frá Ísafjarðardjúpi að Bakkaflóa í austri er varasöm vegna hafíss og miklar líkur á að bæti í næstu dagana," segir Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Farið var ískönnunarflug síðdegis í gær og er ís fyrir mestallri norðurströnd landsins þó í mismiklum mæli sé. Áfram er gert ráð fyrir stífum norðanáttum næstu daga og ísbreiður gætu leitað austur fyrir land. Tæplega 30 ár eru síðan hafís lagðist síðast að Norðurlandi með þeim hætti að alvarlegar truflanir urðu á siglingum og er veruleg hætta á að slíkt endurtaki sig nú meðan norðanátt ríkir en spár gera allar ráð fyrir slíku áfram. Þór segir fulla ástæðu til varkárni og segir ísinn fara hratt yfir. "Það getur komið til þess á stuttum tíma séu aðstæður réttar að hann fari alla leið að landi. Engu skiptir þá hvort um lítinn ís er að ræða eða stærri jaka, allt getur valdið tjóni á bátum og skipum." "Við höfum ekki áhyggjur af þessu eins og sakir standa en það verður ekkert siglt á mánudag ef fram heldur sem horfir," segir Sigurjón Herbertsson, skipstjóri á Sæfara, en hann siglir reglulega milli Dalvíkur og Grímseyjar með farþega og vistir. Sæfari er ekki í ferðum yfir helgina en Sigurjón fór á föstudagskvöld eina ferð með vararafstöð og rammgerðan vír sem nota á til að strengja yfir höfnina til að verja báta heimamanna sem eru auðveld bráð komist ísinn í gegn. Í gærkvöld voru heimamenn í viðbragðsstöðu en höfðu þó ekki lokað höfninni þegar Fréttablaðið fór í prentun. Þrír dagar eru síðan vart varð nokkurra jaka úti fyrir Melrakkasléttu ásamt íshröngli við strendur en að sögn lögreglu á Raufarhöfn sem reglulega fer eftirlitsferðir meðfram ströndinni hefur ísinn ekki aukist þar enn sem komið er. Samkvæmt gögnum Veðurstofu Íslands eru aðstæður með þeim hætti að hafís gæti leitað suður landið meðfram Austfjörðum og fyrir utan þann usla sem slíkt ylli á samgöngum og siglingum eru fiskeldiskvíar í hættu en þær eru fjölmargar á þessum slóðum.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira