Siglingar varasamar fyrir norðan 13. október 2005 18:54 "Öll siglingaleiðin frá Ísafjarðardjúpi að Bakkaflóa í austri er varasöm vegna hafíss og miklar líkur á að bæti í næstu dagana," segir Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Farið var ískönnunarflug síðdegis í gær og er ís fyrir mestallri norðurströnd landsins þó í mismiklum mæli sé. Áfram er gert ráð fyrir stífum norðanáttum næstu daga og ísbreiður gætu leitað austur fyrir land. Tæplega 30 ár eru síðan hafís lagðist síðast að Norðurlandi með þeim hætti að alvarlegar truflanir urðu á siglingum og er veruleg hætta á að slíkt endurtaki sig nú meðan norðanátt ríkir en spár gera allar ráð fyrir slíku áfram. Þór segir fulla ástæðu til varkárni og segir ísinn fara hratt yfir. "Það getur komið til þess á stuttum tíma séu aðstæður réttar að hann fari alla leið að landi. Engu skiptir þá hvort um lítinn ís er að ræða eða stærri jaka, allt getur valdið tjóni á bátum og skipum." "Við höfum ekki áhyggjur af þessu eins og sakir standa en það verður ekkert siglt á mánudag ef fram heldur sem horfir," segir Sigurjón Herbertsson, skipstjóri á Sæfara, en hann siglir reglulega milli Dalvíkur og Grímseyjar með farþega og vistir. Sæfari er ekki í ferðum yfir helgina en Sigurjón fór á föstudagskvöld eina ferð með vararafstöð og rammgerðan vír sem nota á til að strengja yfir höfnina til að verja báta heimamanna sem eru auðveld bráð komist ísinn í gegn. Í gærkvöld voru heimamenn í viðbragðsstöðu en höfðu þó ekki lokað höfninni þegar Fréttablaðið fór í prentun. Þrír dagar eru síðan vart varð nokkurra jaka úti fyrir Melrakkasléttu ásamt íshröngli við strendur en að sögn lögreglu á Raufarhöfn sem reglulega fer eftirlitsferðir meðfram ströndinni hefur ísinn ekki aukist þar enn sem komið er. Samkvæmt gögnum Veðurstofu Íslands eru aðstæður með þeim hætti að hafís gæti leitað suður landið meðfram Austfjörðum og fyrir utan þann usla sem slíkt ylli á samgöngum og siglingum eru fiskeldiskvíar í hættu en þær eru fjölmargar á þessum slóðum. Fréttir Innlent Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
"Öll siglingaleiðin frá Ísafjarðardjúpi að Bakkaflóa í austri er varasöm vegna hafíss og miklar líkur á að bæti í næstu dagana," segir Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Farið var ískönnunarflug síðdegis í gær og er ís fyrir mestallri norðurströnd landsins þó í mismiklum mæli sé. Áfram er gert ráð fyrir stífum norðanáttum næstu daga og ísbreiður gætu leitað austur fyrir land. Tæplega 30 ár eru síðan hafís lagðist síðast að Norðurlandi með þeim hætti að alvarlegar truflanir urðu á siglingum og er veruleg hætta á að slíkt endurtaki sig nú meðan norðanátt ríkir en spár gera allar ráð fyrir slíku áfram. Þór segir fulla ástæðu til varkárni og segir ísinn fara hratt yfir. "Það getur komið til þess á stuttum tíma séu aðstæður réttar að hann fari alla leið að landi. Engu skiptir þá hvort um lítinn ís er að ræða eða stærri jaka, allt getur valdið tjóni á bátum og skipum." "Við höfum ekki áhyggjur af þessu eins og sakir standa en það verður ekkert siglt á mánudag ef fram heldur sem horfir," segir Sigurjón Herbertsson, skipstjóri á Sæfara, en hann siglir reglulega milli Dalvíkur og Grímseyjar með farþega og vistir. Sæfari er ekki í ferðum yfir helgina en Sigurjón fór á föstudagskvöld eina ferð með vararafstöð og rammgerðan vír sem nota á til að strengja yfir höfnina til að verja báta heimamanna sem eru auðveld bráð komist ísinn í gegn. Í gærkvöld voru heimamenn í viðbragðsstöðu en höfðu þó ekki lokað höfninni þegar Fréttablaðið fór í prentun. Þrír dagar eru síðan vart varð nokkurra jaka úti fyrir Melrakkasléttu ásamt íshröngli við strendur en að sögn lögreglu á Raufarhöfn sem reglulega fer eftirlitsferðir meðfram ströndinni hefur ísinn ekki aukist þar enn sem komið er. Samkvæmt gögnum Veðurstofu Íslands eru aðstæður með þeim hætti að hafís gæti leitað suður landið meðfram Austfjörðum og fyrir utan þann usla sem slíkt ylli á samgöngum og siglingum eru fiskeldiskvíar í hættu en þær eru fjölmargar á þessum slóðum.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira