Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 07:33 Gular viðvaranir eru alls staðar í gildi á landinu á morgun, þriðjudag, eins og spár standa nú. skjáskot/veðurstofa íslands Lítið sem ekkert ferðaveður verður á landinu fram á miðvikudag. Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.Gular viðvaranir eru í gildi næstu daga. Stormsins gætir einkum vestan- og norðanlands í dag en hægari vindur verður norðaustan- og austanlands. Þá helst þurrt en skafrenningur verður suðvestantil, og él og skafrennningur víða annars staðar. Búast má við samfelldri úrkomu austast, slyddu á láglendi en snjókomu til fjalla. Sjá einnig: Fjögur þúsund manns á Keflavíkurflugvelli Á morgun, þriðjudag, verður vindur svipaður áfram en úrkoman færist lengra vestur með norðurlandinu. „Þá ætti að vera orðið nægilega hlýtt til að úrkoma á Austurlandi falli sem rigning, slydda norðaustanlands en snjókoma þar vestur af. Áfram verður úrkomulítið á Suður- og Suðvesturlandi, en skafrenningur. Því má segja að lítið sem ekkert ferðaverður verður á landinu fram á miðvikudag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá eru gular viðvaranir í gildi í öllum landshlutum í dag og á morgun. Hríðarviðvörun hefur þegar tekið gildi á Vestfjörðum og síðdegis taka gildi stormviðvaranir vestan- og sunnanlands. Miklar líkur eru á samgöngutruflunum víðast hvar á landinu og vindur verður sums staðar allt að 28 m/s. Miklar raskanir urðu á flugi í gærkvöldi og í nótt vegna veðurs. Fjöldi flugvéla sat fastur á Keflavíkurflugvelli í gær og það sem af er morgni hefur engin flugvél Icelandair lent á vellinum frá Norður-Ameríku. Brottfarir hafa hins vegar verið samkvæmt áætlun í morgun, samkvæmt upplýsingum á vef Isavia. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan hvassviðri eða stormur og snjókoma um landið N-vert, slydda eða rigning A-lands, en annars þurrt að kalla. Hiti nálægt frostmarki, en 1 til 5 stig við S- og A-ströndina. Á miðvikudag: Norðaustan 10-18, hvasssat NV-til. Snjókoma N-lands, slydda A-lands, en annars úrkomulítið. Vægt frost, en víða frostlaust við ströndina. Á fimmtudag: Austlæg eða breytileg átt og víða dálítil úrkoma. Hiti um og undir frostmarki. Á föstudag: Vestlæg átt og dálítil él S- og V-til, en úrkomulítið annars. Frost um mest allt land. Á laugardag: Norðvestlæg átt með éljum, einkum NA-til. Frost 1 til 9 stig, kaldast inn til landsins. Á sunnudag: Útlit fyrir ákveðna sunnanátt með mildu og vætusömu veðri. Veður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Lítið sem ekkert ferðaveður verður á landinu fram á miðvikudag. Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.Gular viðvaranir eru í gildi næstu daga. Stormsins gætir einkum vestan- og norðanlands í dag en hægari vindur verður norðaustan- og austanlands. Þá helst þurrt en skafrenningur verður suðvestantil, og él og skafrennningur víða annars staðar. Búast má við samfelldri úrkomu austast, slyddu á láglendi en snjókomu til fjalla. Sjá einnig: Fjögur þúsund manns á Keflavíkurflugvelli Á morgun, þriðjudag, verður vindur svipaður áfram en úrkoman færist lengra vestur með norðurlandinu. „Þá ætti að vera orðið nægilega hlýtt til að úrkoma á Austurlandi falli sem rigning, slydda norðaustanlands en snjókoma þar vestur af. Áfram verður úrkomulítið á Suður- og Suðvesturlandi, en skafrenningur. Því má segja að lítið sem ekkert ferðaverður verður á landinu fram á miðvikudag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá eru gular viðvaranir í gildi í öllum landshlutum í dag og á morgun. Hríðarviðvörun hefur þegar tekið gildi á Vestfjörðum og síðdegis taka gildi stormviðvaranir vestan- og sunnanlands. Miklar líkur eru á samgöngutruflunum víðast hvar á landinu og vindur verður sums staðar allt að 28 m/s. Miklar raskanir urðu á flugi í gærkvöldi og í nótt vegna veðurs. Fjöldi flugvéla sat fastur á Keflavíkurflugvelli í gær og það sem af er morgni hefur engin flugvél Icelandair lent á vellinum frá Norður-Ameríku. Brottfarir hafa hins vegar verið samkvæmt áætlun í morgun, samkvæmt upplýsingum á vef Isavia. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan hvassviðri eða stormur og snjókoma um landið N-vert, slydda eða rigning A-lands, en annars þurrt að kalla. Hiti nálægt frostmarki, en 1 til 5 stig við S- og A-ströndina. Á miðvikudag: Norðaustan 10-18, hvasssat NV-til. Snjókoma N-lands, slydda A-lands, en annars úrkomulítið. Vægt frost, en víða frostlaust við ströndina. Á fimmtudag: Austlæg eða breytileg átt og víða dálítil úrkoma. Hiti um og undir frostmarki. Á föstudag: Vestlæg átt og dálítil él S- og V-til, en úrkomulítið annars. Frost um mest allt land. Á laugardag: Norðvestlæg átt með éljum, einkum NA-til. Frost 1 til 9 stig, kaldast inn til landsins. Á sunnudag: Útlit fyrir ákveðna sunnanátt með mildu og vætusömu veðri.
Veður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira