Innlent

Vetrar­legt á Norð­austur­landi en bjart og fal­legt suð­vestan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 14 í dag, líkt og það leit út klukkan 7 í morgun.
Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 14 í dag, líkt og það leit út klukkan 7 í morgun. Veðurstofan

Veðurstofan spáir að víða verði norðan og norðaustan vindur, 5 til 13 metrar á sekúndu, í dag.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði heldur vetrarlegt um að litast á norðaustanverðu landinu, en þar verði éljagangur fram eftir degi, og hitinn nálægt frostmarki.

„Það verður hins vegar bjart og fallegt veður á suðvestur- og vesturlandi, og hiti á bilinu 4 til 9 stig yfir hádaginn. Síðdegis þykknar upp syðst á landinu með skúrum eða éljum, en jafnframt styttir upp að mestu fyrir norðan.

Víða hæg norðlæg átt á morgun. Skýjað með köflum og stöku él um landið norðan- og austanvert, en áfram bjart vestantil. Snýst í suðlæga átt undir kvöld og léttir til norðanlands.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Hæg norðlæg átt og bjartviðri, en 5-10 m/s og stöku él um landið SA- og A-vert. Suðlægari síðdegis og þykknar upp með dálitlum skúrum SV-lands. Hiti um og undir frostmarki norðaustantil, en 3 til 8 stig á Suður- og Vesturlandi að deginum.

Á sunnudag: Vestan og suðvestan 5-13 m/s. Skýjað með köflum um landið vestanvert, en víða bjartviðri austantil. Hlýnandi, hiti 4 til 9 stig síðdegis. Þykknar upp með dálitlum skúrum eða éljum við N-ströndina um kvöldið.

Á mánudag: Suðvestlæg eða breytileg átt, skýjað og víða líkur á lítilsháttar vætu, en dálítil él NA-til. Hiti 4 til 9 stig, en nálægt frostmarki um landið NA-vert.

Á þriðjudag: Suðvestan gola og víða dálítil rigning eða súld, en þurrt að kalla A-lands. Hiti 3 til 9 stig að deginum.

Á miðvikudag: Suðvestlæg átt og skúrir S- og V-til, en bjart að mestu eystra. Milt í veðri.

Á fimmtudag: Útlit fyrir fyrir suðvestanátt með lítilsháttar vætu um mest allt land.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.