Halda hátíð þjóðlegra lista Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2016 10:30 Guðrún fyrir utan Deigluna í Listagilinu þar sem tónleikar verða haldnir síðdegis og á kvöldin. Vísir/Auðunn Vaka er hátíð þjóðlegra lista, hingað koma erlendir listamenn til að miðla okkur af sínum arfi og hvetja okkur til dáða, jafnvel fólk með meistaragráður í þjóðlagatónlist sinna landa,“ segir Guðrún Ingimundardóttir, listrænn stjórnandi Vöku, fjögurra daga hátíðar sem byrjar í dag á Akureyri. Hún tekur fram að Chris Foster tónlistarmaður sé með henni í undirbúningnum. Átta tónleikar, níu námskeið í söng, hljóðfæraleik og dansi, þrjár samspilsstundir og málstofa verða á dagskrá Vöku og Guðrún segir gestum gefast tækifæri til að kynnast hefðbundinni tónlist frá Íslandi, Noregi, Samalandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Guðrún er Húsvíkingur en hefur verið búsett á Siglufirði frá 2009 er hún flutti til landsins frá Bandaríkjunum, nýbakaður doktor í tónlistarmannfræði. Hún er líka söngkona og kennir tónlist á Siglufirði, auk þess að vinna ýmis verkefni sem tengjast þjóðlögum, í samvinnu við hin Norðurlöndin, Þjóðlagasetrið á Siglufirði og þjóðlagahátíðina þar. Svo er hún formaður Landssamtaka kvæðamanna sem nefnast Stemmur og hefur kennt fólki að kveða í tónlistarskólanum á Siglufirði. „Ég hef verið með sjö nemendur og þeir eru ansi fínir kvæðamenn. Að kveða er öðruvísi raddbeiting og önnur túlkun en í söng, en ég kenni líka klassískan söng og popp.“Kveðskaparhefðin Vaka er að vissu leyti hátíð kvæðamanna, að sögn Guðrúnar. Á laugardeginum verður sviðssetning á Tristansrímum Sigurðar Breiðfjörð sem fluttar verða af kvæðamönnum Gefjunar, Iðunnar og Rímu. Að vísu styttar úr 1.000 erindum í 300. „Við höfum ekki tíma til að flytja bálkinn fjögur kvöld í röð eins og gert var í gamla daga en við viljum að fólk geti heyrt rímur fluttar með gömlu lögunum. Svo syngjum við líka tvísöngva, nokkuð sem hefur verið týnt og gleymt á Íslandi,“ segir Guðrún sem sjálf er að gefa út kver með nótum að sextán tvísöngvum og disk með. Guðrún stofnaði fyrirtækið Þjóðlist árið 2011 og segir tilgang þess að vernda þjóðlagatónlist Íslendinga og dansa. „Músíkin okkar er svolítið öðruvísi en annarra þjóða og það er nauðsynlegt að við berum virðingu fyrir henni,“ segir hún. „Við vorum nýlenduþjóð og okkar nýlenduherrar töluðu niður til íslenskra hefða, Okkar dans þótti ekki flottur og kveðskapartónlistin var kveðin niður. Það sést glöggt þegar skyggnst er í skýrslur sem prestar sendu til Danmerkur á sínum tíma. „Engin tónlist er stunduð í sveitinni en þar eru nokkrir kvæðamenn.“ „Engin hljóðfæri í sveitinni en nokkur langspil.“ – eru meðal setninga þar. Það var ekki alþýðan sem skráði söguna heldur embættismenn sem sigtuðu út hvað Dönum þótti merkilegt og hvað ekki. En við þurfum ekki að skammast okkar fyrir okkar tónlist þó einhverjir hafi gert það fyrir 200 árum.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní 2016. Menning Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira
Vaka er hátíð þjóðlegra lista, hingað koma erlendir listamenn til að miðla okkur af sínum arfi og hvetja okkur til dáða, jafnvel fólk með meistaragráður í þjóðlagatónlist sinna landa,“ segir Guðrún Ingimundardóttir, listrænn stjórnandi Vöku, fjögurra daga hátíðar sem byrjar í dag á Akureyri. Hún tekur fram að Chris Foster tónlistarmaður sé með henni í undirbúningnum. Átta tónleikar, níu námskeið í söng, hljóðfæraleik og dansi, þrjár samspilsstundir og málstofa verða á dagskrá Vöku og Guðrún segir gestum gefast tækifæri til að kynnast hefðbundinni tónlist frá Íslandi, Noregi, Samalandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Guðrún er Húsvíkingur en hefur verið búsett á Siglufirði frá 2009 er hún flutti til landsins frá Bandaríkjunum, nýbakaður doktor í tónlistarmannfræði. Hún er líka söngkona og kennir tónlist á Siglufirði, auk þess að vinna ýmis verkefni sem tengjast þjóðlögum, í samvinnu við hin Norðurlöndin, Þjóðlagasetrið á Siglufirði og þjóðlagahátíðina þar. Svo er hún formaður Landssamtaka kvæðamanna sem nefnast Stemmur og hefur kennt fólki að kveða í tónlistarskólanum á Siglufirði. „Ég hef verið með sjö nemendur og þeir eru ansi fínir kvæðamenn. Að kveða er öðruvísi raddbeiting og önnur túlkun en í söng, en ég kenni líka klassískan söng og popp.“Kveðskaparhefðin Vaka er að vissu leyti hátíð kvæðamanna, að sögn Guðrúnar. Á laugardeginum verður sviðssetning á Tristansrímum Sigurðar Breiðfjörð sem fluttar verða af kvæðamönnum Gefjunar, Iðunnar og Rímu. Að vísu styttar úr 1.000 erindum í 300. „Við höfum ekki tíma til að flytja bálkinn fjögur kvöld í röð eins og gert var í gamla daga en við viljum að fólk geti heyrt rímur fluttar með gömlu lögunum. Svo syngjum við líka tvísöngva, nokkuð sem hefur verið týnt og gleymt á Íslandi,“ segir Guðrún sem sjálf er að gefa út kver með nótum að sextán tvísöngvum og disk með. Guðrún stofnaði fyrirtækið Þjóðlist árið 2011 og segir tilgang þess að vernda þjóðlagatónlist Íslendinga og dansa. „Músíkin okkar er svolítið öðruvísi en annarra þjóða og það er nauðsynlegt að við berum virðingu fyrir henni,“ segir hún. „Við vorum nýlenduþjóð og okkar nýlenduherrar töluðu niður til íslenskra hefða, Okkar dans þótti ekki flottur og kveðskapartónlistin var kveðin niður. Það sést glöggt þegar skyggnst er í skýrslur sem prestar sendu til Danmerkur á sínum tíma. „Engin tónlist er stunduð í sveitinni en þar eru nokkrir kvæðamenn.“ „Engin hljóðfæri í sveitinni en nokkur langspil.“ – eru meðal setninga þar. Það var ekki alþýðan sem skráði söguna heldur embættismenn sem sigtuðu út hvað Dönum þótti merkilegt og hvað ekki. En við þurfum ekki að skammast okkar fyrir okkar tónlist þó einhverjir hafi gert það fyrir 200 árum.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní 2016.
Menning Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira