Svona var fimmti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2020 13:19 Táknmálstúlkur greinir frá því sem fram fer á fundinum í dag. Hér má sjá mynd frá fundinum. Vísir/vilhelm Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis, Landspítali og Rauði krossinn bjóða til upplýsingafundar í dag vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum, sem hefst klukkan 14. Þetta er fimmti upplýsingafundurinn sem boðað hefur verið til vegna úbreiðslunnar.Alls hafa 11 smittilfelli verið staðfest á Íslandi, þar af voru 2 staðfest í dag og 6 í gær. Flest eiga hin smituðu það sameiginlegt að hafa nýverið heimsótt Norður-Ítalíu. Á fundinum í dag mun Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala fjalla um COVID 19 veiruna, einkenni hennar og stöðuna í dag, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra útskýrir viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs og langtímaviðbrögð stjórnvalda við COVID19 og Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum fjallar um nauðsyn þess að fólk hlúi að andlegri líðan sinni og sinna nánustu. Einnig leiðir til að draga úr streitu. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir að fundurinn hefjist klukkan 14. Útsendinguna má svo nálgast hér að neðan. Uppfært klukkan 14:46 Fundinum er lokið en upptökuna má sjá hér að neðan.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis, Landspítali og Rauði krossinn bjóða til upplýsingafundar í dag vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum, sem hefst klukkan 14. Þetta er fimmti upplýsingafundurinn sem boðað hefur verið til vegna úbreiðslunnar.Alls hafa 11 smittilfelli verið staðfest á Íslandi, þar af voru 2 staðfest í dag og 6 í gær. Flest eiga hin smituðu það sameiginlegt að hafa nýverið heimsótt Norður-Ítalíu. Á fundinum í dag mun Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala fjalla um COVID 19 veiruna, einkenni hennar og stöðuna í dag, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra útskýrir viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs og langtímaviðbrögð stjórnvalda við COVID19 og Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum fjallar um nauðsyn þess að fólk hlúi að andlegri líðan sinni og sinna nánustu. Einnig leiðir til að draga úr streitu. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir að fundurinn hefjist klukkan 14. Útsendinguna má svo nálgast hér að neðan. Uppfært klukkan 14:46 Fundinum er lokið en upptökuna má sjá hér að neðan.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Upplýsingafundir almannavarna og landlæknis Tengdar fréttir Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10
Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05
Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28