Innlent

Hellisheiði lokuð

Margir ökumenn lentu í erfiðleikum á Hellsiheiði í gærkvöldi þegar óveður brast þar á með með snjókomu þannig að fyrst varð fljúgandi hálka og síðan þæfingur og ófærð.

Lögregla kallaði út björgunarsveit úr Hveragerði sem sótti fólk í marga bíla og kom því til byggða. Engan sakaði. Hellisheiðin er enn lokuð og eru þar yfirgefnir bílar á víð og dreif, sem tefja fyrir mokstri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×