Aðför að réttarríkinu að beita sönnunargögnum sem aflað er ólöglega Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. júní 2014 20:00 Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. Í Ímon-málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir sýknuð en Steinþór Gunnarsson fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans dæmdur í 9 mánaða fangelsi en þar af eru 6 mánuðir skilorðsbundnir. Í Aurum-málinu voru allir ákærðu sýknaðir en niðurstaðan þykir áfall fyrir embætti sérstaks saksóknara, enda var reitt hátt til höggs. Sá kafli dómsins í Imon-málinu sem fjallar um hleranir sérstaks saksóknara á símtölum verjenda og sakborninga, hefur vakið athygli en í dómnum segir: „Með vísan til 1. mgr. 36. gr. laga um meðferð sakamála bar rannsakanda að láta af símhlustun og stöðva upptöku þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra. Samkvæmt lokamálslið 1. mgr. 85. gr. sömu laga bar jafnframt að farga upptökum símtalanna þegar í stað. Hvorugt var gert og fólu framangreindar rannsóknaraðgerðir, eins og að þeim var staðið, í sér brot gegn tilvitnuðum ákvæðum laga um meðferð sakamála.Ergo, starfsmenn sérstaks saksóknara brutu lög.“ Ragnar Aðalsteinsson hefur verið lögmaður og verjandi í sakamálum í meira en hálfa öld. Réttindi sakbornings til þess að geta átt samskipti í trúnaði við verjanda, eru varin af stjórnarskránni og Mannréttindasáttamála Evrópu en trúnaðarsamband verjanda og sakbornings fellur undir réttinn til að njóta réttlátrar málsmeðferðar. Bæði á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Ragnar segir það hættulegt fyrir réttarríkið ef dómstólar dæma á grundvelli sönnunargagna sem aflað er með ólögmætum hætti. Ragnar segir að hluti af réttindum sakbornings sé að njóta þess sem kallað er „raunhæf vörn.“ Til að ná þessu markmiði þurfi sakborningur að geta átt í samskipti í trúnaði við verjanda sinn. Hann nefnir í þessu samhengi að ákæruvaldið geti ekki lesið bréf sakborninga til verjenda, sem send eru í gæsluvarðhaldi. Þá segir hann það mjög alvarlegan hlut að lögregla hlusti á samtöl verjanda og sakbornings. Rætt var við Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 en viðtalið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Aurum Holding málið Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. Í Ímon-málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir sýknuð en Steinþór Gunnarsson fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans dæmdur í 9 mánaða fangelsi en þar af eru 6 mánuðir skilorðsbundnir. Í Aurum-málinu voru allir ákærðu sýknaðir en niðurstaðan þykir áfall fyrir embætti sérstaks saksóknara, enda var reitt hátt til höggs. Sá kafli dómsins í Imon-málinu sem fjallar um hleranir sérstaks saksóknara á símtölum verjenda og sakborninga, hefur vakið athygli en í dómnum segir: „Með vísan til 1. mgr. 36. gr. laga um meðferð sakamála bar rannsakanda að láta af símhlustun og stöðva upptöku þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra. Samkvæmt lokamálslið 1. mgr. 85. gr. sömu laga bar jafnframt að farga upptökum símtalanna þegar í stað. Hvorugt var gert og fólu framangreindar rannsóknaraðgerðir, eins og að þeim var staðið, í sér brot gegn tilvitnuðum ákvæðum laga um meðferð sakamála.Ergo, starfsmenn sérstaks saksóknara brutu lög.“ Ragnar Aðalsteinsson hefur verið lögmaður og verjandi í sakamálum í meira en hálfa öld. Réttindi sakbornings til þess að geta átt samskipti í trúnaði við verjanda, eru varin af stjórnarskránni og Mannréttindasáttamála Evrópu en trúnaðarsamband verjanda og sakbornings fellur undir réttinn til að njóta réttlátrar málsmeðferðar. Bæði á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Ragnar segir það hættulegt fyrir réttarríkið ef dómstólar dæma á grundvelli sönnunargagna sem aflað er með ólögmætum hætti. Ragnar segir að hluti af réttindum sakbornings sé að njóta þess sem kallað er „raunhæf vörn.“ Til að ná þessu markmiði þurfi sakborningur að geta átt í samskipti í trúnaði við verjanda sinn. Hann nefnir í þessu samhengi að ákæruvaldið geti ekki lesið bréf sakborninga til verjenda, sem send eru í gæsluvarðhaldi. Þá segir hann það mjög alvarlegan hlut að lögregla hlusti á samtöl verjanda og sakbornings. Rætt var við Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 en viðtalið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Aurum Holding málið Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira