Prófessor vill leggja niður kynjafræði við Háskóla Íslands Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2014 07:13 Hannes H. Gissurarson segir launamun kynjanna tölfræðilega tálsýn og leggur til að hætt sé að eyða fjármunum í jafnréttisfulltrúa og kynjafræðikennara. Hannes H. Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vill leggja niður kynjafræðikennslu og að þeim miklu fjármunum sem eytt er í jafnréttisfulltrúa á kynjafræðikennara á Íslandi væri betur varið í aðstoð við kúgaðar konur í múslimaríkjum. „Þar er raunverulegt verkefni að vinna.“Launamunur á sér eðlilegar skýringar Þessar róttæku skoðanir setur hann fram í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir Hannes jafnréttisbaráttu kvenna hafi lokið með fullum sigri þeirra víðast á Vesturlöndum. Þá kemur jafnframt fram í greininni að margumræddur launamunur kynjanna sé tölfræðileg tálsýn. Launamunur sé nokkur en ekki vegna þess að karlar mismuni konum heldur vegna þess að konur hafi tilhneigingu til að velja störf sem geta farið saman við barneignir og heimilishald. Það sé frjálst val. „Konur mælast ekki að meðaltali með lægri laun en karlar vegna þess, að kvennastörf séu láglaunastörf, heldur vegna þess, að lægri laun eru í boði fyrir þau störf, sem konur hafa tilhneigingu til að velja. Þau störf krefjast ekki samfelldrar viðveru, sívirkrar þekkingaröflunar og fela ekki í sér verulega ábyrgð.“Vonar að femínistar vilji opna umræðu Miðað við umræðuna sem hefur verið ríkjandi á Íslandi undanfarin ár og áratugi má gera ráð fyrir því að þessar skoðanir Hannesar falli í grýttan jarðveg. Í samtali við Vísi, spurður hvort hvort hann búist við harkalegum viðbrögðum, segist Hannes ekki geta ímyndað sér annað en „femínistar vilji hreinskilnislegar og opinskáar umræður um þessi mál. Kvenfrelsishreyfingin barðist fyrir frelsi og jafnrétti kvenna. Hún hlýtur líka að virða frelsi annarra, þar á meðal málfrelsi þeirra. Ég held, að kröftum kvenfrelsissinna sé betur varið í að berjast gegn raunverulegri kúgun kvenna, til dæmis í ýmsum Arabalöndum, heldur en að berjast við vindmyllur hér uppi á Íslandi.“Karlar greiða niður lífeyri kvenna Hannes telur sem sagt að jafnrétti sé að fullu náð, og það sem meira er, þá hafi konur það talsvert betra en karlar. Hannes vísar til talna í því samhengi sem sýni að lífslíkur kvenna séu nokkrum árum meiri en karla: Meðaltalið í OECD-löndum 2011 var 77 ár fyrir karla og 83 ár fyrir konur. Hér á landi var það þetta sama ár 81 ár fyrir karla og 84 ár fyrir konur. „Hins vegar er ekkert tillit tekið til þessa munar á lífslíkum kynjanna við innheimtu lífeyrisgjalda, svo að segja má, að karlar greiði niður lífeyri fyrir konur,“ segir Hannes. Og prófessorinn heldur áfram og segir karla þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að stytta sér aldur en konur. „Meðaltalið í OECD-löndum 2008 var 176 karlar á hverja 10.000 íbúa og 52 konur. Hér á landi var það 153 karlar og 67 konur.“ Þá bendir Hannes til dæmis á að á Íslandi voru 97 prósent fanga karlar og 3 prósent konur og þannig má áfram telja – staðreyndin er sú að lífið er körlum miklu þungbærara en konum. Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira
Hannes H. Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vill leggja niður kynjafræðikennslu og að þeim miklu fjármunum sem eytt er í jafnréttisfulltrúa á kynjafræðikennara á Íslandi væri betur varið í aðstoð við kúgaðar konur í múslimaríkjum. „Þar er raunverulegt verkefni að vinna.“Launamunur á sér eðlilegar skýringar Þessar róttæku skoðanir setur hann fram í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir Hannes jafnréttisbaráttu kvenna hafi lokið með fullum sigri þeirra víðast á Vesturlöndum. Þá kemur jafnframt fram í greininni að margumræddur launamunur kynjanna sé tölfræðileg tálsýn. Launamunur sé nokkur en ekki vegna þess að karlar mismuni konum heldur vegna þess að konur hafi tilhneigingu til að velja störf sem geta farið saman við barneignir og heimilishald. Það sé frjálst val. „Konur mælast ekki að meðaltali með lægri laun en karlar vegna þess, að kvennastörf séu láglaunastörf, heldur vegna þess, að lægri laun eru í boði fyrir þau störf, sem konur hafa tilhneigingu til að velja. Þau störf krefjast ekki samfelldrar viðveru, sívirkrar þekkingaröflunar og fela ekki í sér verulega ábyrgð.“Vonar að femínistar vilji opna umræðu Miðað við umræðuna sem hefur verið ríkjandi á Íslandi undanfarin ár og áratugi má gera ráð fyrir því að þessar skoðanir Hannesar falli í grýttan jarðveg. Í samtali við Vísi, spurður hvort hvort hann búist við harkalegum viðbrögðum, segist Hannes ekki geta ímyndað sér annað en „femínistar vilji hreinskilnislegar og opinskáar umræður um þessi mál. Kvenfrelsishreyfingin barðist fyrir frelsi og jafnrétti kvenna. Hún hlýtur líka að virða frelsi annarra, þar á meðal málfrelsi þeirra. Ég held, að kröftum kvenfrelsissinna sé betur varið í að berjast gegn raunverulegri kúgun kvenna, til dæmis í ýmsum Arabalöndum, heldur en að berjast við vindmyllur hér uppi á Íslandi.“Karlar greiða niður lífeyri kvenna Hannes telur sem sagt að jafnrétti sé að fullu náð, og það sem meira er, þá hafi konur það talsvert betra en karlar. Hannes vísar til talna í því samhengi sem sýni að lífslíkur kvenna séu nokkrum árum meiri en karla: Meðaltalið í OECD-löndum 2011 var 77 ár fyrir karla og 83 ár fyrir konur. Hér á landi var það þetta sama ár 81 ár fyrir karla og 84 ár fyrir konur. „Hins vegar er ekkert tillit tekið til þessa munar á lífslíkum kynjanna við innheimtu lífeyrisgjalda, svo að segja má, að karlar greiði niður lífeyri fyrir konur,“ segir Hannes. Og prófessorinn heldur áfram og segir karla þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að stytta sér aldur en konur. „Meðaltalið í OECD-löndum 2008 var 176 karlar á hverja 10.000 íbúa og 52 konur. Hér á landi var það 153 karlar og 67 konur.“ Þá bendir Hannes til dæmis á að á Íslandi voru 97 prósent fanga karlar og 3 prósent konur og þannig má áfram telja – staðreyndin er sú að lífið er körlum miklu þungbærara en konum.
Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira