Prófessor vill leggja niður kynjafræði við Háskóla Íslands Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2014 07:13 Hannes H. Gissurarson segir launamun kynjanna tölfræðilega tálsýn og leggur til að hætt sé að eyða fjármunum í jafnréttisfulltrúa og kynjafræðikennara. Hannes H. Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vill leggja niður kynjafræðikennslu og að þeim miklu fjármunum sem eytt er í jafnréttisfulltrúa á kynjafræðikennara á Íslandi væri betur varið í aðstoð við kúgaðar konur í múslimaríkjum. „Þar er raunverulegt verkefni að vinna.“Launamunur á sér eðlilegar skýringar Þessar róttæku skoðanir setur hann fram í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir Hannes jafnréttisbaráttu kvenna hafi lokið með fullum sigri þeirra víðast á Vesturlöndum. Þá kemur jafnframt fram í greininni að margumræddur launamunur kynjanna sé tölfræðileg tálsýn. Launamunur sé nokkur en ekki vegna þess að karlar mismuni konum heldur vegna þess að konur hafi tilhneigingu til að velja störf sem geta farið saman við barneignir og heimilishald. Það sé frjálst val. „Konur mælast ekki að meðaltali með lægri laun en karlar vegna þess, að kvennastörf séu láglaunastörf, heldur vegna þess, að lægri laun eru í boði fyrir þau störf, sem konur hafa tilhneigingu til að velja. Þau störf krefjast ekki samfelldrar viðveru, sívirkrar þekkingaröflunar og fela ekki í sér verulega ábyrgð.“Vonar að femínistar vilji opna umræðu Miðað við umræðuna sem hefur verið ríkjandi á Íslandi undanfarin ár og áratugi má gera ráð fyrir því að þessar skoðanir Hannesar falli í grýttan jarðveg. Í samtali við Vísi, spurður hvort hvort hann búist við harkalegum viðbrögðum, segist Hannes ekki geta ímyndað sér annað en „femínistar vilji hreinskilnislegar og opinskáar umræður um þessi mál. Kvenfrelsishreyfingin barðist fyrir frelsi og jafnrétti kvenna. Hún hlýtur líka að virða frelsi annarra, þar á meðal málfrelsi þeirra. Ég held, að kröftum kvenfrelsissinna sé betur varið í að berjast gegn raunverulegri kúgun kvenna, til dæmis í ýmsum Arabalöndum, heldur en að berjast við vindmyllur hér uppi á Íslandi.“Karlar greiða niður lífeyri kvenna Hannes telur sem sagt að jafnrétti sé að fullu náð, og það sem meira er, þá hafi konur það talsvert betra en karlar. Hannes vísar til talna í því samhengi sem sýni að lífslíkur kvenna séu nokkrum árum meiri en karla: Meðaltalið í OECD-löndum 2011 var 77 ár fyrir karla og 83 ár fyrir konur. Hér á landi var það þetta sama ár 81 ár fyrir karla og 84 ár fyrir konur. „Hins vegar er ekkert tillit tekið til þessa munar á lífslíkum kynjanna við innheimtu lífeyrisgjalda, svo að segja má, að karlar greiði niður lífeyri fyrir konur,“ segir Hannes. Og prófessorinn heldur áfram og segir karla þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að stytta sér aldur en konur. „Meðaltalið í OECD-löndum 2008 var 176 karlar á hverja 10.000 íbúa og 52 konur. Hér á landi var það 153 karlar og 67 konur.“ Þá bendir Hannes til dæmis á að á Íslandi voru 97 prósent fanga karlar og 3 prósent konur og þannig má áfram telja – staðreyndin er sú að lífið er körlum miklu þungbærara en konum. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Hannes H. Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vill leggja niður kynjafræðikennslu og að þeim miklu fjármunum sem eytt er í jafnréttisfulltrúa á kynjafræðikennara á Íslandi væri betur varið í aðstoð við kúgaðar konur í múslimaríkjum. „Þar er raunverulegt verkefni að vinna.“Launamunur á sér eðlilegar skýringar Þessar róttæku skoðanir setur hann fram í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir Hannes jafnréttisbaráttu kvenna hafi lokið með fullum sigri þeirra víðast á Vesturlöndum. Þá kemur jafnframt fram í greininni að margumræddur launamunur kynjanna sé tölfræðileg tálsýn. Launamunur sé nokkur en ekki vegna þess að karlar mismuni konum heldur vegna þess að konur hafi tilhneigingu til að velja störf sem geta farið saman við barneignir og heimilishald. Það sé frjálst val. „Konur mælast ekki að meðaltali með lægri laun en karlar vegna þess, að kvennastörf séu láglaunastörf, heldur vegna þess, að lægri laun eru í boði fyrir þau störf, sem konur hafa tilhneigingu til að velja. Þau störf krefjast ekki samfelldrar viðveru, sívirkrar þekkingaröflunar og fela ekki í sér verulega ábyrgð.“Vonar að femínistar vilji opna umræðu Miðað við umræðuna sem hefur verið ríkjandi á Íslandi undanfarin ár og áratugi má gera ráð fyrir því að þessar skoðanir Hannesar falli í grýttan jarðveg. Í samtali við Vísi, spurður hvort hvort hann búist við harkalegum viðbrögðum, segist Hannes ekki geta ímyndað sér annað en „femínistar vilji hreinskilnislegar og opinskáar umræður um þessi mál. Kvenfrelsishreyfingin barðist fyrir frelsi og jafnrétti kvenna. Hún hlýtur líka að virða frelsi annarra, þar á meðal málfrelsi þeirra. Ég held, að kröftum kvenfrelsissinna sé betur varið í að berjast gegn raunverulegri kúgun kvenna, til dæmis í ýmsum Arabalöndum, heldur en að berjast við vindmyllur hér uppi á Íslandi.“Karlar greiða niður lífeyri kvenna Hannes telur sem sagt að jafnrétti sé að fullu náð, og það sem meira er, þá hafi konur það talsvert betra en karlar. Hannes vísar til talna í því samhengi sem sýni að lífslíkur kvenna séu nokkrum árum meiri en karla: Meðaltalið í OECD-löndum 2011 var 77 ár fyrir karla og 83 ár fyrir konur. Hér á landi var það þetta sama ár 81 ár fyrir karla og 84 ár fyrir konur. „Hins vegar er ekkert tillit tekið til þessa munar á lífslíkum kynjanna við innheimtu lífeyrisgjalda, svo að segja má, að karlar greiði niður lífeyri fyrir konur,“ segir Hannes. Og prófessorinn heldur áfram og segir karla þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að stytta sér aldur en konur. „Meðaltalið í OECD-löndum 2008 var 176 karlar á hverja 10.000 íbúa og 52 konur. Hér á landi var það 153 karlar og 67 konur.“ Þá bendir Hannes til dæmis á að á Íslandi voru 97 prósent fanga karlar og 3 prósent konur og þannig má áfram telja – staðreyndin er sú að lífið er körlum miklu þungbærara en konum.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira