Missti hátt í hundrað kíló með breyttum lífstíl Sylvía Hall skrifar 12. janúar 2020 13:20 Ethan Suplee sem Randy Hickey í þáttunum My Name Is Earl. Leikarinn Ethan Suplee segir kraftlyftingar og betra mataræði vera ástæðuna fyrir mun betri heilsu en áður fyrr. Margir þekkja leikarann úr þáttum á borð við My Name Is Earl og Santa Clarita Diet. Suplee hefur misst hátt í hundrað kíló undanfarin ár og stjórnar nú hlaðvarpi um offitu sem heitir American Glutton. Í fyrsta þætti segir Suplee frá sinni eigin reynslu. Hann segist alltaf átt í flóknu sambandi við mat og leið oft eins og matur væri eitthvað sem fólk vildi ekki að hann fengi. „Ef ég vildi fá mér meira, þá þurfti ég að gera það í einrúmi og það varð að einhverju sem ég faldi fyrir fólki,“ segir Suplee. Hann hafi seinna meir áttað sig á því að vandamálið væri hans eigið viðhorf. View this post on Instagram A post shared by Ethan Suplee (@ethansuplee) on Jan 6, 2020 at 4:51pm PST „Þegar ég var unglingur fór ég á skemmtistaði með vinum mínum og mér fannst óþægilegt að borða fyrir framan fólk. Á leiðinni heim leitaði ég að bílalúgu sem væri opin allan sólarhringinn og borðaði þrjár máltíðir rétt áður en ég fór að sofa.“ Suplee segist hafa áttað sig á því að hann þyrfti að breyta lífsstíl sínum. Í kjölfarið fór hann að innbyrða færri kaloríur og leitaði í næringarríkari mat en áður. Sem dæmi nefnir hann gríska jógúrt og fitulítið kjöt. Samhliða þessu fór hann að stunda líkamsrækt og æfir sex sinnum í viku. Þá er hann duglegur að deila æfingum með aðdáendum sínum á Instagram. Hann segist vilja kenna hlustendum hlaðvarpsins að lifa heilbrigðara lífi án öfga og hvetja þau til þess að læra inn á mataræði sem hægt sé að fylgja í stað þess að leita skyndilausna. Heilsa Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Fleiri fréttir „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Sjá meira
Leikarinn Ethan Suplee segir kraftlyftingar og betra mataræði vera ástæðuna fyrir mun betri heilsu en áður fyrr. Margir þekkja leikarann úr þáttum á borð við My Name Is Earl og Santa Clarita Diet. Suplee hefur misst hátt í hundrað kíló undanfarin ár og stjórnar nú hlaðvarpi um offitu sem heitir American Glutton. Í fyrsta þætti segir Suplee frá sinni eigin reynslu. Hann segist alltaf átt í flóknu sambandi við mat og leið oft eins og matur væri eitthvað sem fólk vildi ekki að hann fengi. „Ef ég vildi fá mér meira, þá þurfti ég að gera það í einrúmi og það varð að einhverju sem ég faldi fyrir fólki,“ segir Suplee. Hann hafi seinna meir áttað sig á því að vandamálið væri hans eigið viðhorf. View this post on Instagram A post shared by Ethan Suplee (@ethansuplee) on Jan 6, 2020 at 4:51pm PST „Þegar ég var unglingur fór ég á skemmtistaði með vinum mínum og mér fannst óþægilegt að borða fyrir framan fólk. Á leiðinni heim leitaði ég að bílalúgu sem væri opin allan sólarhringinn og borðaði þrjár máltíðir rétt áður en ég fór að sofa.“ Suplee segist hafa áttað sig á því að hann þyrfti að breyta lífsstíl sínum. Í kjölfarið fór hann að innbyrða færri kaloríur og leitaði í næringarríkari mat en áður. Sem dæmi nefnir hann gríska jógúrt og fitulítið kjöt. Samhliða þessu fór hann að stunda líkamsrækt og æfir sex sinnum í viku. Þá er hann duglegur að deila æfingum með aðdáendum sínum á Instagram. Hann segist vilja kenna hlustendum hlaðvarpsins að lifa heilbrigðara lífi án öfga og hvetja þau til þess að læra inn á mataræði sem hægt sé að fylgja í stað þess að leita skyndilausna.
Heilsa Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Fleiri fréttir „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Sjá meira