Innlent

Vestan gola framan af degi, skýjað og dá­lítil væta

Atli Ísleifsson skrifar
Eins og sjá má á spákortinu má búast við bjartviðri austanlands.
Eins og sjá má á spákortinu má búast við bjartviðri austanlands. Veðurstofan

Fólk á vesturhluta landsins má eiga von á vestan golu framan af degi, skýjuðu veðri og dálítilli vætu, en austantil verður bjart með köflum.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að seint í dag snúist í norðlæga átt, 5 til 13 metra á sekúndu, .ar sem mun þykkna upp með dálitlum éljum um landið norðan- og austanvert. Hins vegar léttir til suðvestan- og vestanlands.

„Hitinn verður 5 til 14 stig fyrri part dags, hlýjast á Suðausturlandi, en það kólnar norðanlands með deginum.

Norðaustan gola eða kaldi á morgun, bjartviðri suðvestan- og vestanlands, og það styttir upp með morgninum fyrir norðan. Eftir hádegi þykknar upp syðst á landinu með skúrum eða éljum. Hiti nálægt frostmarki norðaustantil, en það verður áfram milt sunnanlands yfir hádaginn,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur næstu daga

Á föstudag: Norðlæg átt, 5-10 m/s og dálítil él um landið N- og A-vert, en yfirleitt bjart SV- og V-lands. Hiti um og yfir frostmarki N- og A-lands, en að 9 stigum syðra. Lægir um kvöldið og frystir víða.

Á laugardag: Hæg norðlæg átt og bjartviðri, en 5-10 m/s og dálítil él um landið SA- og A-vert. Hiti um og undir frostmarki norðaustantil, en 4 til 9 stig á Suður- og Vesturlandi að deginum.

Á sunnudag: Vestan og suðvestan 5-13 m/s. Skýjað með köflum um landið vestanvert, en víða bjartviðri austantil. Hlýnar í veðri, hiti 5 til 10 stig síðdegis.

Á mánudag: Suðvestlæg eða breytileg átt, víða dálítil rigning með köflum, en slydduél NA-til. Lengst af þurrt SA-lands. Hiti 4 til 9 stig, en nálægt frostmarki um landið NA-vert.

Á þriðjudag: Suðvestlæg átt og víða rigning eða súld með köflum. Hiti 5 til 10 stig.

Á miðvikudag: Suðlæg átt og lítilsháttar væta S- og V-til, en bjartviðri NA-lands. Fremur hlýtt í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.