Jólaóratorían á morgun 5. desember 2008 06:00 Jólaguðspjallið túlkað af guðlegum innblæstri Bach. Dómkórinn verður í stuði á morgun. fréttablaðið/ Á morgun verða tónleikar í Langholtskirkju þar sem Dómkórinn í Reykjavík, ásamt tuttugu og fimm manna hljómsveit og einsöngvurum, flytur þrjár af kantötum Jóhanns Sebastian Bach úr einu af hans helgu verkum, Jólaóratoríunni. Jólaóratorían hefur glatt hjörtu tónlistarunnenda um langan aldur, enda eitt höfuðverka síðbarokksins. Verkið inniber sex kantötur sem Bach samdi undir árslok 1734. Hann var á fimmtugasta aldursári. Kantöturnar sex skyldi flytja á jóladag, annan dag jóla, þriðja í jólum, nýársdag, fyrsta sunnudag í nýári og þá síðustu á þrettándanum. Verkið var frumflutt í Nikulásarkirkjunni í Leipzig og endurflutt sömu daga í Tómasarkirkjunni. Jólaóratorían er vissulega mikið stórvirki og oft talin ein glæsilegasta tónsmíð barokktímans, ef ekki allrar tónlistarsögunnar, en tónskáldið stytti sér leið við tónsmíðina: Óratorían er að verulegu leyti samsett úr fyrri verkum sem voru mörg veraldleg. Þar eru oftast nefndar til tvær kantötur sem samdar voru árið 1733 í tilefni af afmælum kóngafólks í Saxlandi og sú þriðja var samin í október 1734 þegar Ágúst III Póllandskonungur var settur inn í embætti kjörfursta af Saxlandi. Einnig er talið að Bach hafi seilst til annarra verka sem nú séu glötuð. Kórlögin eru útsetningar Bachs á sálmalögum sem sungin voru í þýskum kirkjum og eiga sum hver rætur að rekja til daga Marteins Lúters sem innleiddi kórsöng sem söfnuðurinn gat tekið undir með. Eftir að Jólaóratorían varð heyrinkunn hafa mörg þessara laga ratað í sálmabækur víða um heim og í mörgum kirkjudeildum, jafnt mótmælenda sem kaþólikka, og nokkur hafa verið sungin hér á landi um langa hríð. Meðal sálma sem við þekkjum eru: Af himnum ofan boðskap ber og Ó, höfuð dreyra drifið. Textarnir við þessi kórlög eru einnig frá ýmsum tímum, einhverjir þeirra eftir kirkjuföðurinn og Bach sjálfan. Jólaoratorían var fyrst flutt hér á landi 1964 sem hluti af hinni mikilvægu endurreisn stórra kórverka sem Ingólfur Guðbrandsson stóð fyrir með hinum stranga skóla Pólýfónkórsins. Stóð hann fyrir flutningi verksins í fjórgang. Hefur það síðan hljómað oft, meðal annars af röddum Kórs Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Verkið er ekki samið til þess að vera flutt í heilu lagi enda í lengra lagi fyrir slíkan flutning, vel á þriðju klukkustund að lengd. Eflaust er það sums staðar flutt með sama hætti og í Leipzig á dögum Bachs en algengara er þó að verkinu sé skipt í tvennt, þrjár kantötur fluttar í senn. Og þá nýtur fyrri hlutinn meiri vinsælda en sá síðari. Þannig er það hjá Dómkórnum. Hann flytur þrjár fyrstu kantöturnar í Langholtskirkju á morgun, laugardaginn 6. desember – Nikulásarmessu – kl. 17 með liðsinni einvalaliðs. Einsöngvarar eru Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir alt, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Bergþór Pálsson bassi. Auk þess er 25 manna hljómsveit, allt saman undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar dómorganista. pbb@frettabladid.is Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Sjá meira
Á morgun verða tónleikar í Langholtskirkju þar sem Dómkórinn í Reykjavík, ásamt tuttugu og fimm manna hljómsveit og einsöngvurum, flytur þrjár af kantötum Jóhanns Sebastian Bach úr einu af hans helgu verkum, Jólaóratoríunni. Jólaóratorían hefur glatt hjörtu tónlistarunnenda um langan aldur, enda eitt höfuðverka síðbarokksins. Verkið inniber sex kantötur sem Bach samdi undir árslok 1734. Hann var á fimmtugasta aldursári. Kantöturnar sex skyldi flytja á jóladag, annan dag jóla, þriðja í jólum, nýársdag, fyrsta sunnudag í nýári og þá síðustu á þrettándanum. Verkið var frumflutt í Nikulásarkirkjunni í Leipzig og endurflutt sömu daga í Tómasarkirkjunni. Jólaóratorían er vissulega mikið stórvirki og oft talin ein glæsilegasta tónsmíð barokktímans, ef ekki allrar tónlistarsögunnar, en tónskáldið stytti sér leið við tónsmíðina: Óratorían er að verulegu leyti samsett úr fyrri verkum sem voru mörg veraldleg. Þar eru oftast nefndar til tvær kantötur sem samdar voru árið 1733 í tilefni af afmælum kóngafólks í Saxlandi og sú þriðja var samin í október 1734 þegar Ágúst III Póllandskonungur var settur inn í embætti kjörfursta af Saxlandi. Einnig er talið að Bach hafi seilst til annarra verka sem nú séu glötuð. Kórlögin eru útsetningar Bachs á sálmalögum sem sungin voru í þýskum kirkjum og eiga sum hver rætur að rekja til daga Marteins Lúters sem innleiddi kórsöng sem söfnuðurinn gat tekið undir með. Eftir að Jólaóratorían varð heyrinkunn hafa mörg þessara laga ratað í sálmabækur víða um heim og í mörgum kirkjudeildum, jafnt mótmælenda sem kaþólikka, og nokkur hafa verið sungin hér á landi um langa hríð. Meðal sálma sem við þekkjum eru: Af himnum ofan boðskap ber og Ó, höfuð dreyra drifið. Textarnir við þessi kórlög eru einnig frá ýmsum tímum, einhverjir þeirra eftir kirkjuföðurinn og Bach sjálfan. Jólaoratorían var fyrst flutt hér á landi 1964 sem hluti af hinni mikilvægu endurreisn stórra kórverka sem Ingólfur Guðbrandsson stóð fyrir með hinum stranga skóla Pólýfónkórsins. Stóð hann fyrir flutningi verksins í fjórgang. Hefur það síðan hljómað oft, meðal annars af röddum Kórs Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Verkið er ekki samið til þess að vera flutt í heilu lagi enda í lengra lagi fyrir slíkan flutning, vel á þriðju klukkustund að lengd. Eflaust er það sums staðar flutt með sama hætti og í Leipzig á dögum Bachs en algengara er þó að verkinu sé skipt í tvennt, þrjár kantötur fluttar í senn. Og þá nýtur fyrri hlutinn meiri vinsælda en sá síðari. Þannig er það hjá Dómkórnum. Hann flytur þrjár fyrstu kantöturnar í Langholtskirkju á morgun, laugardaginn 6. desember – Nikulásarmessu – kl. 17 með liðsinni einvalaliðs. Einsöngvarar eru Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir alt, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Bergþór Pálsson bassi. Auk þess er 25 manna hljómsveit, allt saman undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar dómorganista. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Sjá meira