Ben Stiller elskar Ísland Gunnar Leó Pálsson skrifar 2. janúar 2014 11:30 Ben Stiller hélt flotta ræðu við upphaf forsýningarinnar sem fram fór í Smárabíó þann 12. desember síðastliðinn. Það má með sanni segja að kvikmyndin The Secret Life of Walter Mitty sé ein stærsta kvikmynd sem tekin hefur verið upp hér á landi. Fréttablaðið náði tali af leikstjóra og aðalleikara myndarinnar, Ben Stiller, sem fór heldur betur fögrum orðum um land okkar og þjóð. „Ég elska Ísland og hlakka mikið til að koma þangað aftur. Mér þótti mjög leiðinlegt að geta ekki verið viðstaddur forsýninguna,“ segir Stiller en hann kom hingað til lands nokkrum sinnum en dvaldi þó lengst í um níu til tíu vikur þegar tökur voru í gangi. Fjöldi íslenskra leikara koma fram í myndinni en með stærsta hlutverkið fer Ólafur Darri Ólafsson.„Hann er frábær leikari, röddin hans er náttúrulega einstök eins og kemur vel fram í myndinni. Darri túlkaði hlutverkið sitt frábærlega,“ útskýrir Stiller sem er greinilega ánægður með framlag Íslendinganna í myndinni. Fjölmargir leikarar komu til skoðunar í hin ýmsu hlutverk í myndinni og komu margir leikarar í áheyrnarprufur. Myndin var unnin í samstarfi við íslenska framleiðslufyrirtækið Truenorth. Að leikstýra og leika aðalhlutverkið í svona stórri mynd hlýtur að taka sinn toll. „Þetta er mikil áskorun en maður undirbýr sig bara sérstaklega vel. Maður vill geta verið á tveimur stöðum í einu en það er erfitt,“ bætir Stiller við og segist eiga í erfiðleikum með gera upp á milli hvort sé skemmtilegra. Hann leikstýrði og lék aðalhlutverkið einnig í myndum á borð við Zoolander og Tropic Thunder. Í myndinni sýnir Stiller listir sínar á hjólabretti. „Ég var mikið á hjólabretti þegar ég var yngri í New York þannig að ég er ágætur á hjólabrettið.“ Ben Stiller taldi upp margt sem honum fannst standa upp úr í ferð sinni til Íslands, en eitt að því sem að honum þótti standa upp úr var köfun í Silfru á Þingvöllum.Lunkinn á brettinu Ben æfði sig mikið á hjólabretti þegar hann var yngri. nordicphotos/getty„Það var ótrúlega gaman að að kafa, ofboðslega margt fallegt að sjá,“ segir Stiller og bætir við að honum hafi þótt norðurljósin mjög flott. Þá fannst honum einnig Grundarfjörður og Seyðisfjörður eftirminnilegir staðir. Hann fékk að kynnast ýmsri veðráttu á meðan hann dvaldi á Íslandi. „Við þurftum að stoppa tökur einn dag út af miklum stormi sem kom þegar við vorum á Höfn í Hornafirði en það var samt fallegt.“ Fjölskylda Stillers kom einnig hingað til lands. „Fjölskyldan mín heillaðist af landinu eins og ég.“ Undanfarið hefur hann verið á miklu ferðalagi um Evrópu við að kynna myndina en er nú að vinna í Night At The Museum 3. Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Það má með sanni segja að kvikmyndin The Secret Life of Walter Mitty sé ein stærsta kvikmynd sem tekin hefur verið upp hér á landi. Fréttablaðið náði tali af leikstjóra og aðalleikara myndarinnar, Ben Stiller, sem fór heldur betur fögrum orðum um land okkar og þjóð. „Ég elska Ísland og hlakka mikið til að koma þangað aftur. Mér þótti mjög leiðinlegt að geta ekki verið viðstaddur forsýninguna,“ segir Stiller en hann kom hingað til lands nokkrum sinnum en dvaldi þó lengst í um níu til tíu vikur þegar tökur voru í gangi. Fjöldi íslenskra leikara koma fram í myndinni en með stærsta hlutverkið fer Ólafur Darri Ólafsson.„Hann er frábær leikari, röddin hans er náttúrulega einstök eins og kemur vel fram í myndinni. Darri túlkaði hlutverkið sitt frábærlega,“ útskýrir Stiller sem er greinilega ánægður með framlag Íslendinganna í myndinni. Fjölmargir leikarar komu til skoðunar í hin ýmsu hlutverk í myndinni og komu margir leikarar í áheyrnarprufur. Myndin var unnin í samstarfi við íslenska framleiðslufyrirtækið Truenorth. Að leikstýra og leika aðalhlutverkið í svona stórri mynd hlýtur að taka sinn toll. „Þetta er mikil áskorun en maður undirbýr sig bara sérstaklega vel. Maður vill geta verið á tveimur stöðum í einu en það er erfitt,“ bætir Stiller við og segist eiga í erfiðleikum með gera upp á milli hvort sé skemmtilegra. Hann leikstýrði og lék aðalhlutverkið einnig í myndum á borð við Zoolander og Tropic Thunder. Í myndinni sýnir Stiller listir sínar á hjólabretti. „Ég var mikið á hjólabretti þegar ég var yngri í New York þannig að ég er ágætur á hjólabrettið.“ Ben Stiller taldi upp margt sem honum fannst standa upp úr í ferð sinni til Íslands, en eitt að því sem að honum þótti standa upp úr var köfun í Silfru á Þingvöllum.Lunkinn á brettinu Ben æfði sig mikið á hjólabretti þegar hann var yngri. nordicphotos/getty„Það var ótrúlega gaman að að kafa, ofboðslega margt fallegt að sjá,“ segir Stiller og bætir við að honum hafi þótt norðurljósin mjög flott. Þá fannst honum einnig Grundarfjörður og Seyðisfjörður eftirminnilegir staðir. Hann fékk að kynnast ýmsri veðráttu á meðan hann dvaldi á Íslandi. „Við þurftum að stoppa tökur einn dag út af miklum stormi sem kom þegar við vorum á Höfn í Hornafirði en það var samt fallegt.“ Fjölskylda Stillers kom einnig hingað til lands. „Fjölskyldan mín heillaðist af landinu eins og ég.“ Undanfarið hefur hann verið á miklu ferðalagi um Evrópu við að kynna myndina en er nú að vinna í Night At The Museum 3.
Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira