Innlent

450 manns komast ekki í land

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Seyðisfjarðarpósturinn
Skipstjóri skemmtiferðaskipsins Voyager hefur ákveðið að leggja ekki að landi vegna hættu á að komast ekki frá landi aftur. Frá þessu greinir Seyðisfjarðarpósturinn.

Nokkuð hvasst hefur verið á Seyðisfirði en þó lítur út fyrir heldur stillt veður næstu daga ef marka má spá Veðurstofu Íslands. 450 farþegar eru í skipinu og höfðu verið pantaðar sex rútur í þrjár ólíkar ferðir á Austfjörðum.

Ferðir voru fyrirhugaðar um Seyðisfjörð og út á Skálanes, Eskifjörð og Skriðuklaustur. Matur hafði verið pantaður fyrir allt fólkið á stöðunum. Því er ljóst að um töluvert fjárhagslegt tap er að ræða fyrir rekstraraðila á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×