Ætlar að taka ár í að hjóla frá Íslandi til Kína 16. febrúar 2012 13:15 Öllum farangri verður hlaðið á hjólið, sem Símon segir vera orðið frekar þungt. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég reikna með að þetta taki svona tíu mánuði upp í ár" segir Símon Halldórsson, hjólreiðakappi, stálsmiður og vélstjóri, sem hyggst leggja í hjólreiðaferð frá Íslandi til Kína nú í lok mars. Símon hefur, að eigin sögn, gengið með þennan draum í maganum í mörg ár. Undirbúningurinn er búinn að taka hann um tvö ár í það heila og enn er fjöldi lausra enda sem á eftir að hnýta. En hvernig hjólar maður til Kína? „Þú stígur fyrst á annan pedalann og svo hinn," segir Gunnar og hlær. Hann segir það vera mjög mikinn misskilning að aðeins fólk í fullkomnu formi geti lagt í svona ferðir. „Maður þarf að sjálfsögðu að vera í góðu formi, og vanur því að hjóla, en oft á tíðum er þetta bara venjulegt skrifstofufólk," segir Símon sem þekkir engin fordæmi fyrir svona langri ferð frá Íslandi. Símon mun hefja ferðina í Hafnarfirði. Hann tekur svo Norrænu yfir til Danmerkur, fer þaðan til Þýskalands, svo Póllands og áfram. „Samkvæmt planinu kem ég til með að fara í gegnum 21 land, sem eru auðvitað misstór," segir Símon. Hann verður einn á ferð, sem hann segir vera bæði jákvætt og neikvætt. „Það gefur manni mikið frelsi að vera einn, en á sama tíma geta litlir hlutir eins og að fara inn í verslun eða á klósettið orðið flóknir þar sem enginn er til að passa búnaðinn á meðan. Það hafa samt margir farið í sams konar ferðir einir, og ég þekki engin dæmi þess að fólk hafi glatað búnaðnum sínum," segir Símon.Kort af leiðinni sem Símon ætlar að hjóla.Mynd/fjallakall.wordpress.comAllur farangur verður í töskum á hjólinu, en hann verður með fullkominn útilegubúnað með í för og ætlar að spara pening með því að gista sem mest í tjaldi. Ferðina telur hann koma til með að kosta á milli tveggja og þriggja milljóna króna fyrir utan allan búnað. „Ég hef nú reyndar ekki tekið þetta allt saman, en ég ætla bara að láta mína peninga duga," segir Símon sem er enn ekki búinn að finna sér neina styrktaraðila. Hægt verður að fylgjast með ævintýrinu á heimasíðunni fjallakall.wordpress.com. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
„Ég reikna með að þetta taki svona tíu mánuði upp í ár" segir Símon Halldórsson, hjólreiðakappi, stálsmiður og vélstjóri, sem hyggst leggja í hjólreiðaferð frá Íslandi til Kína nú í lok mars. Símon hefur, að eigin sögn, gengið með þennan draum í maganum í mörg ár. Undirbúningurinn er búinn að taka hann um tvö ár í það heila og enn er fjöldi lausra enda sem á eftir að hnýta. En hvernig hjólar maður til Kína? „Þú stígur fyrst á annan pedalann og svo hinn," segir Gunnar og hlær. Hann segir það vera mjög mikinn misskilning að aðeins fólk í fullkomnu formi geti lagt í svona ferðir. „Maður þarf að sjálfsögðu að vera í góðu formi, og vanur því að hjóla, en oft á tíðum er þetta bara venjulegt skrifstofufólk," segir Símon sem þekkir engin fordæmi fyrir svona langri ferð frá Íslandi. Símon mun hefja ferðina í Hafnarfirði. Hann tekur svo Norrænu yfir til Danmerkur, fer þaðan til Þýskalands, svo Póllands og áfram. „Samkvæmt planinu kem ég til með að fara í gegnum 21 land, sem eru auðvitað misstór," segir Símon. Hann verður einn á ferð, sem hann segir vera bæði jákvætt og neikvætt. „Það gefur manni mikið frelsi að vera einn, en á sama tíma geta litlir hlutir eins og að fara inn í verslun eða á klósettið orðið flóknir þar sem enginn er til að passa búnaðinn á meðan. Það hafa samt margir farið í sams konar ferðir einir, og ég þekki engin dæmi þess að fólk hafi glatað búnaðnum sínum," segir Símon.Kort af leiðinni sem Símon ætlar að hjóla.Mynd/fjallakall.wordpress.comAllur farangur verður í töskum á hjólinu, en hann verður með fullkominn útilegubúnað með í för og ætlar að spara pening með því að gista sem mest í tjaldi. Ferðina telur hann koma til með að kosta á milli tveggja og þriggja milljóna króna fyrir utan allan búnað. „Ég hef nú reyndar ekki tekið þetta allt saman, en ég ætla bara að láta mína peninga duga," segir Símon sem er enn ekki búinn að finna sér neina styrktaraðila. Hægt verður að fylgjast með ævintýrinu á heimasíðunni fjallakall.wordpress.com. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira