Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2020 12:43 Jarðstrengir á keflum við gangamunnann Dýrafjarðarmegin biðu þess í gær að verða lagðir inn í göngin. Þeir munu í framtíðinni flytja raforku Mjólkárvirkjunar til byggðanna á norðanverðum Vestfjörðum. Mynd/Baldvin Jónbjarnarson, Eflu. Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra nefndi sem opnunardag þegar hann sprengdi síðasta haftið fyrir ári; 14. september í haust. Sjá einnig hér: Síðasta haftið sprengt í Dýrafjarðargöngum Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks í Dýrafjarðargöngum.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Það næst ekki úr þessu. Veturinn er búinn að vera afleitur. Hann er búinn að vera okkur mjög erfiður alveg frá því í byrjun desember og í bland við covid-19 hefur hann ekki auðveldað okkur verkið,“ segir Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks í Dýrafjarðargöngum, en tékkneska fyrirtækið Metrostav er aðalverktaki. „Tékkarnir komast ekki til landsins í vinnu, margir lykilstarfsmenn okkar eru fastir erlendis. Þetta eru 15 til 18 prósent af okkar starfsfólki,“ segir Karl. Steypuvinnu inni í göngunum er nánast lokið. Hér er unnið við sprautusteypun í síðustu viku.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. Til að mæta þessum ferðatakmörkunum vegna kórónuveirunnar hefur verið gripið til þess ráðs að fá íslenska undirverktaka. Það dugar þó ekki. „Eins og staðan er núna eru takmörk fyrir því hvað hægt er að hafa marga á staðnum. Það er ekki hægt að vinna upp, eins og oft hefur verið gert, með því að fjölga fólki á lokametrunum,“ segir Baldvin Jónbjarnarson, sem er í framkvæmdareftirliti með Dýrafjarðargöngum á vegum Eflu. Rafmagnsvinnan er komin af stað. Í lofti má sjá uppsettan strengstiga.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. „Það var ekkert páskafrí tekið, það var allt á fullu yfir páskana,“ segir Baldvin. Karl Garðarsson treystir sér ekki til að nefna annan opnunardag né áætla hvað seinkunin verði mikil. Allt verði þó gert til að unnt verði að opna göngin fyrir næsta vetur og kveðst hann bjartsýnn á að það takist. Baldvin segir suma verkþætti á undan áætlun en aðra á eftir. Þá hefur náðst sá áfangi núna að steypuvinnu er nánast lokið. Mannvirkjasteypa inni í göngunum er búin og ásprautun á vatnsklæðningar er að ljúka. Veghefill jafnar út neðra burðarlag í göngunum.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. Rafmagnsvinna er fara á fullt skrið. Byrjað er að draga inn kapla en leggja á tvo jarðstrengi til að tengja Mjólkárvirkjun við byggðir á norðanverðum Vestfjörðum, 132 kílóvolta streng fyrir Landsnet og 11 kílóvolta streng fyrir Orkubú Vestfjarða, sem tengir Þingeyri. Þá heldur vegagerð áfram. Framundan er að klára fyllingar í vegi, leggja burðarlög og loks að malbika. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í haust um framvindu verksins: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra nefndi sem opnunardag þegar hann sprengdi síðasta haftið fyrir ári; 14. september í haust. Sjá einnig hér: Síðasta haftið sprengt í Dýrafjarðargöngum Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks í Dýrafjarðargöngum.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Það næst ekki úr þessu. Veturinn er búinn að vera afleitur. Hann er búinn að vera okkur mjög erfiður alveg frá því í byrjun desember og í bland við covid-19 hefur hann ekki auðveldað okkur verkið,“ segir Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks í Dýrafjarðargöngum, en tékkneska fyrirtækið Metrostav er aðalverktaki. „Tékkarnir komast ekki til landsins í vinnu, margir lykilstarfsmenn okkar eru fastir erlendis. Þetta eru 15 til 18 prósent af okkar starfsfólki,“ segir Karl. Steypuvinnu inni í göngunum er nánast lokið. Hér er unnið við sprautusteypun í síðustu viku.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. Til að mæta þessum ferðatakmörkunum vegna kórónuveirunnar hefur verið gripið til þess ráðs að fá íslenska undirverktaka. Það dugar þó ekki. „Eins og staðan er núna eru takmörk fyrir því hvað hægt er að hafa marga á staðnum. Það er ekki hægt að vinna upp, eins og oft hefur verið gert, með því að fjölga fólki á lokametrunum,“ segir Baldvin Jónbjarnarson, sem er í framkvæmdareftirliti með Dýrafjarðargöngum á vegum Eflu. Rafmagnsvinnan er komin af stað. Í lofti má sjá uppsettan strengstiga.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. „Það var ekkert páskafrí tekið, það var allt á fullu yfir páskana,“ segir Baldvin. Karl Garðarsson treystir sér ekki til að nefna annan opnunardag né áætla hvað seinkunin verði mikil. Allt verði þó gert til að unnt verði að opna göngin fyrir næsta vetur og kveðst hann bjartsýnn á að það takist. Baldvin segir suma verkþætti á undan áætlun en aðra á eftir. Þá hefur náðst sá áfangi núna að steypuvinnu er nánast lokið. Mannvirkjasteypa inni í göngunum er búin og ásprautun á vatnsklæðningar er að ljúka. Veghefill jafnar út neðra burðarlag í göngunum.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. Rafmagnsvinna er fara á fullt skrið. Byrjað er að draga inn kapla en leggja á tvo jarðstrengi til að tengja Mjólkárvirkjun við byggðir á norðanverðum Vestfjörðum, 132 kílóvolta streng fyrir Landsnet og 11 kílóvolta streng fyrir Orkubú Vestfjarða, sem tengir Þingeyri. Þá heldur vegagerð áfram. Framundan er að klára fyllingar í vegi, leggja burðarlög og loks að malbika. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í haust um framvindu verksins:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira