Svala hafði mikla yfirburði í einvíginu Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2017 10:16 Svala Björgvinsdóttir fékk 63 prósent atkvæða í einvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Það var lag Svölu, Paper, og lagið hans Daða Freys Péturssonar, Is This Love?, sem háðu einvígi um að verða framlag Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Kænugarði í maí næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá RÚV fékk Svala 63 prósent atkvæða í einvíginu en Daði 37 prósent atkvæða.Efst alls staðar Í fyrri símakosningunni fékk Svala 45.258 atkvæði en Daði 25.195 atkvæði. Svala fékk því 39 prósent atkvæða í fyrri umferðinni en Daði 21 prósent atkvæða. Svala var líka efst ef atkvæði dómnefndar eru talin með og því sigur hennar öruggur.Svala Björgvinsdóttir verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision í Kænugarði í maí næstkomandi.Vísir/Andri MarinóÁrið 2015 voru 85.935 atkvæði greidd í fyrri umferðinni en 83.353 atkvæði í einvíginu. Árið 2016 voru 56.161 þúsund atkvæði greidd í fyrri umferðinni en 64.918 atkvæði í þeirri seinni.Svala með tæp 82 þúsund atkvæði í einvíginu Nú árið 2017 voru 115 þúsund atkvæði greidd í fyrri símakosningunni. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, sagði í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gær að samanlagt hefðu verið greidd 245 þúsund atkvæði í heildina, það er samanlögð símaatkvæði úr fyrri símakosningunni og í einvíginu, og um Íslandsmet að ræða. Það þýðir að um 130 þúsund atkvæði bárust í einvíginu. Samkvæmt því fékk Svala 81.900 atkvæði í einvíginu en Daði 48.100 atkvæði.32 milljónir króna í atkvæði í úrslitunum Hvert greitt atkvæði í símakosningu kostaði 129 krónur. Samtals voru greidd 245 þúsund atkvæði sem þýðir að áhorfendur eyddu um 31,6 milljónum króna í atkvæði síðastliðið laugardagskvöld. Árið 2015 mættust Friðrik Dór, með lagið Once Again, og María Ólafsdóttir, með lagið Unbroken, í einvíginu. Friðrik Dór fékk 21.834 atkvæði í fyrri símakosningunni en María 21.437 atkvæði. Friðrik var í fyrsta sæti hjá dómnefndinni en María 4. sæti hjá dómnefndinni. Það kom Maríu í einvígið við Friðrik Dór þar sem hún hlaut 49.337 atkvæði í símakosningunni en Friðrik Dór 34.016 atkvæði.Árið 2016 var Alda Dís efst eftir fyrri umferð en hún flutti lagið Now. Hún fékk 11.847 atkvæði úr símakosningunni og 11.050 atkvæði frá dómnefndinni. Greta Salóme, með lagið Hear them calling, var í 3. sæti hjá dómnefndinni með 9.100 stig og 2. sæti í símakosningunni með 11.769 atkvæði. Í einvíginu fékk Greta hins vegar 39.807 atkvæði en Alda Dís 25.111 atkvæði.Svala verður fjórtánda á svið Líkt og fyrr segir verður Eurovision haldin í Kænugarði í Úkraínu dagana 9. - 13. maí næstkomandi. Svala verður á fyrra undankvöldi keppninnar þriðjudagskvöldið 9. maí þar sem hún verður fjórtánda í röðinni á svið. Hún verður með fulltrúum Albaníu, Ástralíu, Aserbaídsjan, Belgíu, Finnlands, Georgíu, Svartfjallalands, Portúgal, Svíþjóðar, Armeníu, Kýpur, Tékklands, Grikklands, Lettlands, Moldavíu, Póllands og Slóveníu í riðli. Alls eru því átján lönd í riðlinum en aðeins tíu þeirra komast í úrslit. 19 lönd keppa í seinni undanriðlinum fimmtudagskvöldið 11. maí. Tíu komast þaðan í úrslit en Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Spánn og Bretland eiga vís sæti í úrslitunum sem og gestgjafarnir í Úkraínu. Eurovision Tengdar fréttir Svala vann Söngvakeppnina: „Við tökum þetta alla leið í Kiev“ Svala keppir fyrir Íslands hönd í Kænugarði í maí 11. mars 2017 22:56 Lektor í fatahönnun segir að um hönnunarstuld sé að ræða Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. 13. mars 2017 09:30 Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Svala Björgvinsdóttir fékk 63 prósent atkvæða í einvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Það var lag Svölu, Paper, og lagið hans Daða Freys Péturssonar, Is This Love?, sem háðu einvígi um að verða framlag Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Kænugarði í maí næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá RÚV fékk Svala 63 prósent atkvæða í einvíginu en Daði 37 prósent atkvæða.Efst alls staðar Í fyrri símakosningunni fékk Svala 45.258 atkvæði en Daði 25.195 atkvæði. Svala fékk því 39 prósent atkvæða í fyrri umferðinni en Daði 21 prósent atkvæða. Svala var líka efst ef atkvæði dómnefndar eru talin með og því sigur hennar öruggur.Svala Björgvinsdóttir verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision í Kænugarði í maí næstkomandi.Vísir/Andri MarinóÁrið 2015 voru 85.935 atkvæði greidd í fyrri umferðinni en 83.353 atkvæði í einvíginu. Árið 2016 voru 56.161 þúsund atkvæði greidd í fyrri umferðinni en 64.918 atkvæði í þeirri seinni.Svala með tæp 82 þúsund atkvæði í einvíginu Nú árið 2017 voru 115 þúsund atkvæði greidd í fyrri símakosningunni. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, sagði í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gær að samanlagt hefðu verið greidd 245 þúsund atkvæði í heildina, það er samanlögð símaatkvæði úr fyrri símakosningunni og í einvíginu, og um Íslandsmet að ræða. Það þýðir að um 130 þúsund atkvæði bárust í einvíginu. Samkvæmt því fékk Svala 81.900 atkvæði í einvíginu en Daði 48.100 atkvæði.32 milljónir króna í atkvæði í úrslitunum Hvert greitt atkvæði í símakosningu kostaði 129 krónur. Samtals voru greidd 245 þúsund atkvæði sem þýðir að áhorfendur eyddu um 31,6 milljónum króna í atkvæði síðastliðið laugardagskvöld. Árið 2015 mættust Friðrik Dór, með lagið Once Again, og María Ólafsdóttir, með lagið Unbroken, í einvíginu. Friðrik Dór fékk 21.834 atkvæði í fyrri símakosningunni en María 21.437 atkvæði. Friðrik var í fyrsta sæti hjá dómnefndinni en María 4. sæti hjá dómnefndinni. Það kom Maríu í einvígið við Friðrik Dór þar sem hún hlaut 49.337 atkvæði í símakosningunni en Friðrik Dór 34.016 atkvæði.Árið 2016 var Alda Dís efst eftir fyrri umferð en hún flutti lagið Now. Hún fékk 11.847 atkvæði úr símakosningunni og 11.050 atkvæði frá dómnefndinni. Greta Salóme, með lagið Hear them calling, var í 3. sæti hjá dómnefndinni með 9.100 stig og 2. sæti í símakosningunni með 11.769 atkvæði. Í einvíginu fékk Greta hins vegar 39.807 atkvæði en Alda Dís 25.111 atkvæði.Svala verður fjórtánda á svið Líkt og fyrr segir verður Eurovision haldin í Kænugarði í Úkraínu dagana 9. - 13. maí næstkomandi. Svala verður á fyrra undankvöldi keppninnar þriðjudagskvöldið 9. maí þar sem hún verður fjórtánda í röðinni á svið. Hún verður með fulltrúum Albaníu, Ástralíu, Aserbaídsjan, Belgíu, Finnlands, Georgíu, Svartfjallalands, Portúgal, Svíþjóðar, Armeníu, Kýpur, Tékklands, Grikklands, Lettlands, Moldavíu, Póllands og Slóveníu í riðli. Alls eru því átján lönd í riðlinum en aðeins tíu þeirra komast í úrslit. 19 lönd keppa í seinni undanriðlinum fimmtudagskvöldið 11. maí. Tíu komast þaðan í úrslit en Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Spánn og Bretland eiga vís sæti í úrslitunum sem og gestgjafarnir í Úkraínu.
Eurovision Tengdar fréttir Svala vann Söngvakeppnina: „Við tökum þetta alla leið í Kiev“ Svala keppir fyrir Íslands hönd í Kænugarði í maí 11. mars 2017 22:56 Lektor í fatahönnun segir að um hönnunarstuld sé að ræða Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. 13. mars 2017 09:30 Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Svala vann Söngvakeppnina: „Við tökum þetta alla leið í Kiev“ Svala keppir fyrir Íslands hönd í Kænugarði í maí 11. mars 2017 22:56
Lektor í fatahönnun segir að um hönnunarstuld sé að ræða Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. 13. mars 2017 09:30