Stjórn sökuð um að hygla tekjuháum 13. október 2005 15:02 Geir H. Haarde, fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi um tekju- og eignaskatt. Stefnt er að því að lækka tekjuskatt um 4% í þremur þrepum, hækka barnabætur og skattleysismörk og fella niður eignaskatta. "Þetta frumvarp er mikið framfaraspor" sagði fjármálaráðherra í framsögu sinni: "Kaupmáttur ráðstöfunartekna hækkar svo að um munar án þess að efnhagslegum stöðugleika sé stefnt í hættu." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að stöðugleikinn væri ekki lengur fyrir hendi, verðbólag og viðskiptahalli væri kominn úr böndum. Skattalækkanirnar kæmu fyrst og fremst þeim sem hefðu háar tekjur til góða. Sakaði Össur ríkisstjórnina um að stefna að skattalækkunum sem kæmu til framkvæmdar rétt fyrir næstu kosningar 2007. "Þetta er fugl í skógi ekki í hendi" sagði Össur. Geir H. Haarde sagði að Samfylkingin væri "furðufugl" úti í skógi. Sagði hann stjórnarandstöðuna halda því fram að skattalækkanir væru annars vegar ámælisverðar því þær væru þennsluhvetjarndi og hins vegar fengi rangt fólk lækkanir: "Valda skattalækkanir ekki þennslu ef rétta fólkið fær þær?" Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki minnti á að Samfylkingin hefði samþykkt á landsfundi sínum fyrir kosningar að fyrsta forgangsmál flokksins yrði að lækka tekjuskatt í áföngum. Össur svaraði spurningu Birgis engu en sagði að Samfylkingin hefði forgangsröð í skattamálum og þar trónaði matarskattslækkun á toppnum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna gerði harða hríð að fjármálaráðherra og tók dæmi úr yfirliti Frjálsrar verslunar um tekjur ýmmiss framámanna. Upplýsti hann að miðað við upplýsingar um tekjur þeirra tveggja, hans og Geirs Haarde, fengi fjármálaráðherra allt að 60 þúsund krónur á mánuði í aukningu ráðstöfunartekna og þingmaðurinn sjálfur 35 þúsund. "Við höfum ekkert við þessar skattalækkanir að gera, ég og hæstvirtur fjármálaðherra" sagði Steingrímur J. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi um tekju- og eignaskatt. Stefnt er að því að lækka tekjuskatt um 4% í þremur þrepum, hækka barnabætur og skattleysismörk og fella niður eignaskatta. "Þetta frumvarp er mikið framfaraspor" sagði fjármálaráðherra í framsögu sinni: "Kaupmáttur ráðstöfunartekna hækkar svo að um munar án þess að efnhagslegum stöðugleika sé stefnt í hættu." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að stöðugleikinn væri ekki lengur fyrir hendi, verðbólag og viðskiptahalli væri kominn úr böndum. Skattalækkanirnar kæmu fyrst og fremst þeim sem hefðu háar tekjur til góða. Sakaði Össur ríkisstjórnina um að stefna að skattalækkunum sem kæmu til framkvæmdar rétt fyrir næstu kosningar 2007. "Þetta er fugl í skógi ekki í hendi" sagði Össur. Geir H. Haarde sagði að Samfylkingin væri "furðufugl" úti í skógi. Sagði hann stjórnarandstöðuna halda því fram að skattalækkanir væru annars vegar ámælisverðar því þær væru þennsluhvetjarndi og hins vegar fengi rangt fólk lækkanir: "Valda skattalækkanir ekki þennslu ef rétta fólkið fær þær?" Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki minnti á að Samfylkingin hefði samþykkt á landsfundi sínum fyrir kosningar að fyrsta forgangsmál flokksins yrði að lækka tekjuskatt í áföngum. Össur svaraði spurningu Birgis engu en sagði að Samfylkingin hefði forgangsröð í skattamálum og þar trónaði matarskattslækkun á toppnum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna gerði harða hríð að fjármálaráðherra og tók dæmi úr yfirliti Frjálsrar verslunar um tekjur ýmmiss framámanna. Upplýsti hann að miðað við upplýsingar um tekjur þeirra tveggja, hans og Geirs Haarde, fengi fjármálaráðherra allt að 60 þúsund krónur á mánuði í aukningu ráðstöfunartekna og þingmaðurinn sjálfur 35 þúsund. "Við höfum ekkert við þessar skattalækkanir að gera, ég og hæstvirtur fjármálaðherra" sagði Steingrímur J.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent