Innlent

Öll nema eitt vilja sameiningu

Unnið er að því að leggja fyrir atkvæði tillögu um að sameina öll sveitarfélögin á Snæfellsnesi nema eitt, það eru Kolbeinsstaðahreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit, Snæfellsbær, Stykkishólmsbær og Grundarfjarðarbær en tillagan er m.a. byggð á niðurstöðum skoðanakönnunar sem sýndi að alls staðar er meirihluti fyrir þessari sameiningu nema í Grundarfjarðarbæ. Stefnt er að því að atkvæðagreiðslan fari fram í apríl á næsta ári. Gert er ráð fyrir því að Kolbeinsstaðahreppur, sem liggur syðst á Snæfellsnesi og að Borgarbyggð, verði hluti af sameinuðu sveitarfélagi sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar. Þessi sveitarfélög eru Borgarfjarðarsveit, Borgarbyggð, Hvítársíðuhreppur og Skorradalshreppur sem þegar eru í viðræðum um sameiningu. -



Fleiri fréttir

Sjá meira


×