Íbúar þreyttir á ýlfri frá Norðurturninum 16. febrúar 2012 06:00 Talsmaður íbúa í Lindasmára segir vindhljóð frá hinum ókláraða og ófrágengna Norðurturni við Smáralind valda íbúum í nágrenninu miklu ónæði. Fréttablaðið/Vilhelm Talsmenn lóðarfélags í Lindasmára segja ýlfur og hvin frá hálfbyggðum turni við Smáralind taka á taugar íbúa í nágrenninu. Fólk hrökkvi upp af svefni þegar hvessi að nóttu til. Vindsveipir feyki nú stöðugt rusli að íbúðarblokkunum. Íbúar í nágrenni Norðurturnsins við Smáralind í Kópavogi krefjast þess að honum verði lokað til að koma í veg fyrir óþolandi vindgnauð sem stafi frá byggingunni jafnt dag sem nótt. „Það ískrar og ýlir í turninum,“ segir Jóhannes Gunnarsson, íbúi í Lindasmára og talsmaður íbúanna gagnvart yfirvöldum. „Ef maður opnar svaladyr er alltaf svona vúúú-úú-ú í bakgrunninum. Það verður að loka þessari byggingu,“ undirstrikar Jóhannes. Árni Árnason, formaður lóðafélagsins í Lindasmára 27 til 45, segir íbúana í hverfinu hafa setið uppi með óhljóð síðan framkvæmdir við turninn hófust. „Á meðan húsin eru í byggingu þá er ekki hægt að kvarta. Það einfaldlega tekur sinn tíma og svo er það búið. En þetta bara fer ekki! Ef það hvessir mikið á nóttunni er fólk í hverfinu að vakna. Það passar sig á að hafa lokaða glugga þegar það fer að sofa vegna hávaðans,“ segir hann. Árni kveðst hafa leitað til bæjaryfirvalda vegna óhljóðanna. „Bærinn vísar á eigandann sem er þrotabú hússins. Þrotabúið vísar síðan áfram á kröfuhafana,“ segir hann og bætir við að Norðurturninum hafi verið „troðið“ í gegn um skipulagið í Kópavogi á sínum tíma. „Kópavogsbær á að tryggja það að húsnæði eins og þarna stendur sé ekki að valda öðrum íbúum ama. Og þetta hús er að gera það – og þá er ég ekki bara að tala um hvað það er ljótt og ófrágengið,“ segir Árni. Jóhannes segir einnig vandamál að Norðurturninn og turninn á Smáratorgi hafi breytt vindáttum í hverfinu. Það hafi orðið til þess að rusl frá verslunum og veitingastöðum í nágrenninu fjúki inn á lóðir íbúðanna. Það hafi orðið tilefni til langvinnra samskipta við bæjaryfirvöld um þrif á lóðunum. „Þetta er eins og öskuhaugar. Bærinn sendir menn þegar lengi hefur verið beðið um það en aldrei að eigin frumkvæði,“ segir hann. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að frágangurinn við Norðurturninn sé eigendum Smáralindar einnig mikill þyrnir í augum. Þrotabúið og kröfuhafarnir hafi hins vegar engar ákvarðanir tekið um næstu skref. Ekki þyki álitlegt að fjármagna áframhaldandi framkvæmdir og hvergi að finna kaupanda að þeim hluta byggingarinnar sem þegar er risinn. Jóhannes hefur hins vegar tillögu að lausn. „Það er rætt um að reisa menntaskóla í Kórahverfinu. Það er upplagt að breyta turninum í menntaskóla. Til hvers að hrúga niður byggingum út um allt ef þær nýtast ekki?“ spyr Jóhannes í Lindasmára. gar@frettabladid.is Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira
Talsmenn lóðarfélags í Lindasmára segja ýlfur og hvin frá hálfbyggðum turni við Smáralind taka á taugar íbúa í nágrenninu. Fólk hrökkvi upp af svefni þegar hvessi að nóttu til. Vindsveipir feyki nú stöðugt rusli að íbúðarblokkunum. Íbúar í nágrenni Norðurturnsins við Smáralind í Kópavogi krefjast þess að honum verði lokað til að koma í veg fyrir óþolandi vindgnauð sem stafi frá byggingunni jafnt dag sem nótt. „Það ískrar og ýlir í turninum,“ segir Jóhannes Gunnarsson, íbúi í Lindasmára og talsmaður íbúanna gagnvart yfirvöldum. „Ef maður opnar svaladyr er alltaf svona vúúú-úú-ú í bakgrunninum. Það verður að loka þessari byggingu,“ undirstrikar Jóhannes. Árni Árnason, formaður lóðafélagsins í Lindasmára 27 til 45, segir íbúana í hverfinu hafa setið uppi með óhljóð síðan framkvæmdir við turninn hófust. „Á meðan húsin eru í byggingu þá er ekki hægt að kvarta. Það einfaldlega tekur sinn tíma og svo er það búið. En þetta bara fer ekki! Ef það hvessir mikið á nóttunni er fólk í hverfinu að vakna. Það passar sig á að hafa lokaða glugga þegar það fer að sofa vegna hávaðans,“ segir hann. Árni kveðst hafa leitað til bæjaryfirvalda vegna óhljóðanna. „Bærinn vísar á eigandann sem er þrotabú hússins. Þrotabúið vísar síðan áfram á kröfuhafana,“ segir hann og bætir við að Norðurturninum hafi verið „troðið“ í gegn um skipulagið í Kópavogi á sínum tíma. „Kópavogsbær á að tryggja það að húsnæði eins og þarna stendur sé ekki að valda öðrum íbúum ama. Og þetta hús er að gera það – og þá er ég ekki bara að tala um hvað það er ljótt og ófrágengið,“ segir Árni. Jóhannes segir einnig vandamál að Norðurturninn og turninn á Smáratorgi hafi breytt vindáttum í hverfinu. Það hafi orðið til þess að rusl frá verslunum og veitingastöðum í nágrenninu fjúki inn á lóðir íbúðanna. Það hafi orðið tilefni til langvinnra samskipta við bæjaryfirvöld um þrif á lóðunum. „Þetta er eins og öskuhaugar. Bærinn sendir menn þegar lengi hefur verið beðið um það en aldrei að eigin frumkvæði,“ segir hann. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að frágangurinn við Norðurturninn sé eigendum Smáralindar einnig mikill þyrnir í augum. Þrotabúið og kröfuhafarnir hafi hins vegar engar ákvarðanir tekið um næstu skref. Ekki þyki álitlegt að fjármagna áframhaldandi framkvæmdir og hvergi að finna kaupanda að þeim hluta byggingarinnar sem þegar er risinn. Jóhannes hefur hins vegar tillögu að lausn. „Það er rætt um að reisa menntaskóla í Kórahverfinu. Það er upplagt að breyta turninum í menntaskóla. Til hvers að hrúga niður byggingum út um allt ef þær nýtast ekki?“ spyr Jóhannes í Lindasmára. gar@frettabladid.is
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira