Innlent

Latibær í kanadískt sjónvarp

Latibær hefur verið tekinn til sýningar á YTV, einni stærstu sjónvarpsstöð Kanada. Þættirnir sem samanstanda af leikurum, brúðum og teiknuðum tölvubakgrunnum verða frumsýndir mánudaginn 6. desember og verða sýndir alla virka daga klukkan níu um morguninn og hálfþrjú eftir hádegi svipað og á Nick Jr. í Bandaríkjunum. Sjónvarpsþættirnir um Latabæ hafa verið með góðar áhorfstölur frá frumsýningunni í Bandaríkjunum um miðjan ágúst, samkvæmt fréttatilkynningu frá Lazy Town Entertainment. Í frumsýningarvikunni fylgdust 10 milljónir manna með þáttunum. Nýr þáttur frá Latabær var frumsýndur í síðustu viku og settu áhorfendur nýtt met, um 30 prósentum fleiri en venjulega horfðu á þáttinn. Latibær var frumsýndur laugardagsmorgunþætti Nickelodeon á CBS, einni stærstu sjónvarpsstöð heims, um miðjan september.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×