Sýndarveruleikinn nánast trúarleg upplifun Una Sighvatsdóttir skrifar 29. mars 2016 19:30 Framtíðin er komin og hún er á formi lítillar græju, sýndarveruleikagleraugnanna Oculus Rift, sem eru þau öflugustu sinnar tegundar og komu út í gær. „Sýndarveruleiki er eitthvað sem er búið að reyna að verða til svo áratugum skiptir," segir Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP. Þá reyndist þó enn langt í land. „Þetta tók bakslag og núna 20 árum seinna má segja að byltingin sé að verða fyrir alvöru."Ísland eitt 20 landa sem fá gleraugun CCP hefur tekið þátt í þróun tækninnar frá upphafi með því að leggja pening í púkkið þegar fjármögnun hennar hófst á Kickstarter árið 2012. Síðar veðjaði Facebook á það sama því tæknirisinn keypti Oculus Rift árið 2014. Undanfarin þrjú ár hefur teymi innan CCP unnið að tölvuleik sem er einn þeirra fyrstu til að vera hannaður frá grunni fyrir sýndarveruleikagleraugu og nú þegar Oculus Rift gleraugun eru loks komin út fylgir leikurinn frá CCP, EVE: Valkyrie, frítt með. Gleraugun, sem kosta 600 Bandaríkjadali, eru aðeins sett á markað í 20 löndum til að byrja með og er Ísland eitt þeirra.Fréttamaður fékk að prófa Valkyrjuna í Oculus Rift sýndaveruleikanum í dag en viðbrögðin má sjá nánar í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt.Eins og að lýsa teygjustökkvi í útvarpi En í hverju er sýndarveruleikabyltingin fólgin? Hilmar Veigar segir erfitt að lýsa því í sjónvarpi. „Það er pínulítið eins og að lýsa teygjustökkvi í útvarpi. Það verður bara að prófast. En ég hef horft á fjölda fólks prófa þetta í fyrsta skipti og upplifunin er alltaf eins. Fólk tekur þetta af sér og brosir breiðu brosi milljón sóla. Það er svo mikil gleði í fólki og flestallir vilja bara fara aftur „inn"." Sögusvið Valkyrjunnar er geimurinn, en með gleraugunum getur notandinn horfið inn í hvaða veruleika sem er. Hilmar Veigar segist hafa tekið þátt í mörgum tæknibyltingum og það sé alltaf úrtölufólk þegar eitthvað er að breytast. En það sem við höfum haft að leiðarljósi er að þegar maður prófar þetta þá er upplfiunin svo sterk. Það er oft hægt að líkja þessu við trúarlega upplifun hvernig áhrif þetta hefur á fólk."Veðmál sem á eftir að sanna sig Hilmar neitar því ekki að CCP hafi tekið áhættu með því að veðja á sýndarveruleikagleraugun en segist sannfærður um að framundan sé tæknibylting sem muni festa sig í sessi innan næstu tíu ára. „Hvað gerist á næstu þremur árum er alltaf erfitt að tímasetja. Þetta verður mögulega jólagjöfin í ár. En ef þetta veðrur jólagjöfin 2017 þá vitum við að veðmálið hefur gengið fyllilega upp.“ Tengdar fréttir Sýndarveruleikaleikur CCP kominn út EVE: Valkyrie var gefinn út í dag, leiksins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Með honum er brotið blað í þróun sýndarveruleikaleikja. 28. mars 2016 16:34 Stríðið um sýndarheima hefst Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. 15. júní 2015 00:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Framtíðin er komin og hún er á formi lítillar græju, sýndarveruleikagleraugnanna Oculus Rift, sem eru þau öflugustu sinnar tegundar og komu út í gær. „Sýndarveruleiki er eitthvað sem er búið að reyna að verða til svo áratugum skiptir," segir Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP. Þá reyndist þó enn langt í land. „Þetta tók bakslag og núna 20 árum seinna má segja að byltingin sé að verða fyrir alvöru."Ísland eitt 20 landa sem fá gleraugun CCP hefur tekið þátt í þróun tækninnar frá upphafi með því að leggja pening í púkkið þegar fjármögnun hennar hófst á Kickstarter árið 2012. Síðar veðjaði Facebook á það sama því tæknirisinn keypti Oculus Rift árið 2014. Undanfarin þrjú ár hefur teymi innan CCP unnið að tölvuleik sem er einn þeirra fyrstu til að vera hannaður frá grunni fyrir sýndarveruleikagleraugu og nú þegar Oculus Rift gleraugun eru loks komin út fylgir leikurinn frá CCP, EVE: Valkyrie, frítt með. Gleraugun, sem kosta 600 Bandaríkjadali, eru aðeins sett á markað í 20 löndum til að byrja með og er Ísland eitt þeirra.Fréttamaður fékk að prófa Valkyrjuna í Oculus Rift sýndaveruleikanum í dag en viðbrögðin má sjá nánar í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt.Eins og að lýsa teygjustökkvi í útvarpi En í hverju er sýndarveruleikabyltingin fólgin? Hilmar Veigar segir erfitt að lýsa því í sjónvarpi. „Það er pínulítið eins og að lýsa teygjustökkvi í útvarpi. Það verður bara að prófast. En ég hef horft á fjölda fólks prófa þetta í fyrsta skipti og upplifunin er alltaf eins. Fólk tekur þetta af sér og brosir breiðu brosi milljón sóla. Það er svo mikil gleði í fólki og flestallir vilja bara fara aftur „inn"." Sögusvið Valkyrjunnar er geimurinn, en með gleraugunum getur notandinn horfið inn í hvaða veruleika sem er. Hilmar Veigar segist hafa tekið þátt í mörgum tæknibyltingum og það sé alltaf úrtölufólk þegar eitthvað er að breytast. En það sem við höfum haft að leiðarljósi er að þegar maður prófar þetta þá er upplfiunin svo sterk. Það er oft hægt að líkja þessu við trúarlega upplifun hvernig áhrif þetta hefur á fólk."Veðmál sem á eftir að sanna sig Hilmar neitar því ekki að CCP hafi tekið áhættu með því að veðja á sýndarveruleikagleraugun en segist sannfærður um að framundan sé tæknibylting sem muni festa sig í sessi innan næstu tíu ára. „Hvað gerist á næstu þremur árum er alltaf erfitt að tímasetja. Þetta verður mögulega jólagjöfin í ár. En ef þetta veðrur jólagjöfin 2017 þá vitum við að veðmálið hefur gengið fyllilega upp.“
Tengdar fréttir Sýndarveruleikaleikur CCP kominn út EVE: Valkyrie var gefinn út í dag, leiksins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Með honum er brotið blað í þróun sýndarveruleikaleikja. 28. mars 2016 16:34 Stríðið um sýndarheima hefst Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. 15. júní 2015 00:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Sýndarveruleikaleikur CCP kominn út EVE: Valkyrie var gefinn út í dag, leiksins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Með honum er brotið blað í þróun sýndarveruleikaleikja. 28. mars 2016 16:34
Stríðið um sýndarheima hefst Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. 15. júní 2015 00:01