Prófsteinn á hvernig utanríkisþjónustan tekst á við stór og vandasöm verkefni Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2020 07:56 Úr fundarsal mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. EPA Seta Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hefur verið prófsteinn á það hvernig íslenska utanríkisþjónustan tekst á við stór og vandasöm verkefni. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í nýútkominni skýrslu ráðuneytisins sem unnin var eftir að kjörtímabili Íslands í mannréttindaráðinu lauk um áramótin. Í aðfararorðum skýrslunnar segir Guðlaugur Þór að ef marka megi umsagnir alþjóðlegra mannréttindasamtaka og stórra erlendra fjölmiðla megi segja að Íslendingar hafi staðist þá prófraun. Hann segir ennfremur að markmiðin sem lagt hafi verið upp með í við fulla aðild Íslands að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hafi náðst í öllum aðalatriðum. Í skýrslunni er farið yfir aðdraganda kjörs Íslands í mannréttindaráðið sem bar að með skömmum fyrirvara eftir að Bandaríkin sögðu sig úr ráðinu. Sömuleiðis er farið yfir hvernig undirbúningi var háttað og hvaða mál hafi verið efst á baugi meðan á setu Íslands í ráðinu stóð. Guðlaugur Þór segir að einhugur hafi ríkt um að íslensk stjórnvöld hafi ætlað sér að hafa jákvæð áhrif á líf fólks í þeim ríkjum sem staða mannréttinda er bág. „Áður en Ísland kom til skjalanna höfðu stjórnvöld í Sádi-Arabíu sloppið að mestu við gagnrýni í ráðinu og ákall eftir úttekt Sameinuðu þjóðanna á ástandinu á Filippseyjum var hávært. Við þessu varð að bregðast og Ísland leiddi hóp ríkja í gagnrýni á Sádi-Arabíu í mars 2019 og í júlí 2019 samþykkti mannréttindaráðið að frumkvæði Íslands að óska eftir skýrslu um Filippseyjar frá mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna,“ er haft eftir Guðlaugi Þór. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Seta Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hefur verið prófsteinn á það hvernig íslenska utanríkisþjónustan tekst á við stór og vandasöm verkefni. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í nýútkominni skýrslu ráðuneytisins sem unnin var eftir að kjörtímabili Íslands í mannréttindaráðinu lauk um áramótin. Í aðfararorðum skýrslunnar segir Guðlaugur Þór að ef marka megi umsagnir alþjóðlegra mannréttindasamtaka og stórra erlendra fjölmiðla megi segja að Íslendingar hafi staðist þá prófraun. Hann segir ennfremur að markmiðin sem lagt hafi verið upp með í við fulla aðild Íslands að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hafi náðst í öllum aðalatriðum. Í skýrslunni er farið yfir aðdraganda kjörs Íslands í mannréttindaráðið sem bar að með skömmum fyrirvara eftir að Bandaríkin sögðu sig úr ráðinu. Sömuleiðis er farið yfir hvernig undirbúningi var háttað og hvaða mál hafi verið efst á baugi meðan á setu Íslands í ráðinu stóð. Guðlaugur Þór segir að einhugur hafi ríkt um að íslensk stjórnvöld hafi ætlað sér að hafa jákvæð áhrif á líf fólks í þeim ríkjum sem staða mannréttinda er bág. „Áður en Ísland kom til skjalanna höfðu stjórnvöld í Sádi-Arabíu sloppið að mestu við gagnrýni í ráðinu og ákall eftir úttekt Sameinuðu þjóðanna á ástandinu á Filippseyjum var hávært. Við þessu varð að bregðast og Ísland leiddi hóp ríkja í gagnrýni á Sádi-Arabíu í mars 2019 og í júlí 2019 samþykkti mannréttindaráðið að frumkvæði Íslands að óska eftir skýrslu um Filippseyjar frá mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna,“ er haft eftir Guðlaugi Þór.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira