Innlent

Füle kemur til Íslands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Štefan Füle verður á Íslandi á morgun og á föstudag.
Štefan Füle verður á Íslandi á morgun og á föstudag. mynd/ afp.
Štefan Füle, framkvæmdastjóri stækkunar- og nágrannastefnu Evrópusambandsins, verður í heimsókn á Íslandi á morgun og föstudag til að ræða um starfið sem framundan er í aðildarviðræðunum. Nú hafa fimmtán samningskaflar verið opnaðir í samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins, tíu hefur þegar verið lokað til bráðabirgða og undirbúningur er hafinn að því að fást við næstu kafla.

„Samningaviðræður Íslands og ESB ganga vel og við búumst við því að opna fleiri samningskafla á næstu ríkjaráðstefnu, þann 22. júní. Frammistaðan hingað til boðar gott, nú þegar viðkvæmari málaflokkar eru framundan. Ég vonast eftir enn frekari árangri í fleiri köflum fyrir árslok," segir Füle í fréttatilkynningu.

Þetta er í annað sinn sem Füle kemur til Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×